Vikan


Vikan - 11.02.1971, Side 37

Vikan - 11.02.1971, Side 37
TRYLLTUR EINS OG HROSS Framhald af bls. 15. Gengiskan rasaði ekki um ráð fram við að bjarga henni. Hann var í sjö mánuði að draga að sér lið með tilstyrk vinar síns Tó- krúls Kans. Þá fyrst gerði hann árás, gersigraði óvinina og reið sigri hrósandi inn í tjaldborg þeirra. Borte hljóp tl móts við hann. Hann lyfti henni til sín á bak og beit hana blíðlega í vanga og varir. Ein af fastavenjum Gengiskans var að skella sér á ær- legt kvennafar, jafnskjótt og sigur var unninn. Tveimur mánuðum síðar varð Borte léttari að frumburði sín- um, syni er skírður var Dsjotsji. Þótt svo að faðirinn gæti ekki verið annar en einhver óvinanna, þá gerði Gengiskan í engu verr til hans en annarra sona sinna með Borte, enda var hann varla í aðstöðu til að álasa henni fyrir þetta. Raunar hafði hann lítinn tíma til að grufla í barnsfaðernismál- um. Eftir þennan sigur streymdu ævintýrafúsir stríðsmenn til liðs við hann, svo að áður en varði hafði hann þrettán þúsund vopnfæra og ríðandi menn undir sinni stjórn. Nú gat hann fyrst farið að láta eins og honum líkaði. Hann var þá tuttugu og eins árs, og næstu fjögur árin braut hann undir sig hvern hirðingja- þjóðflokkinn á fætur öðrum, þjóðir sem enginn Evrópumaður hafði hugmynd um að væru til og lönd, sem voru stærri en allt evrópska meginlandið. Þannig sameinaði hann íbúa Mongólíu í eitt voldugt ríki. Árið 1187 kusu mongólsku þjóðflokkarnir hann einróma einvald sinn. Þannig varð Gengiskan voldugasti þjóðhöfðingi Mið-Asíu, hvað mátti kallast laglega gert af tuttugu og fimm ára gömlum manni, sem fimm árum áður hafði ekki átt annað en átta hor- aðar bikkjur. Sumir segja að hann hafi raunar ekki verið alveg laus við blíðar tilfinningar til Borte, og víst er um það að hún naut alltaf mikilla forréttinda framyfir aðrar konur hans. Hún hafði sína eigin tjaldborg, her af ambáttum og gimsteina svo marga að flest- um þótti með ólíkindum. Hirð Borte jókst að dýrð og skrauti við hvert nýtt land, sem Gengiskan lagði undir sig. Tjöld hennar voru fóðruð silki ísaumuðu gullþráðum, hún sveipaði sig perlu- skreyttum slæðum, hlýiaði sér á vetrum með mýkstu safalafeld- um og höfuðföt hennar' voru sett rúbínum, túrkísum og smarögð- um; perlufestar snúnar í hárið. Fallegustu munirnir úr herfangi Gengiskans voru í tjöldum hennar: gullrekin reiðtygi, bikarar úr jaði, húsgögn úr dýrasta viði og skrevtt fílabeini. Og þótt Geng- iskan væri fyrir löngu farinn að gamna sér með öðru kvenfólki, þá skipaði Borte alltaf heiðurssessinn í öllum skaranum. Hann viðurkenndi aðeins syni Borte fjóra sem löglega erfingja sína, þótt honum fæddust auk þeirra einir tvöþúsund synir og fleiri dætur en nokkur nennti að telja, sízt hann sjálfur. Borte gat hann ekki neitað um neitt, meira að segja leyfði hann henni að taka sér elskhuga. Fyrir svoleiðis var mongólskum kon- um annars refsað með lífláti. Borte átti líka sæti og atkvæðis- rétt í hirðráðinu, og var það byltingarkennd ráðstöfun í samfé- lagi, þar sem karlar einir voru annars taldir til manna. Þetta vakti ekki aðeins gífurlega undrun samtímamanna, heldur hefur það verið sagnfræðingum ráðgáta æ síðan. Sumir hafa haldið því fram að hann hafi í rauninni elskað manneskjuna, en svoleiðis tilgátur eru naumast nema til að hlæja að, því að hugtakið ást var ekki til í hugarheimi Mpngóla, og hafi Gengiskan einhvern tima heyrt þess getið, er útilokað að hann hafi nokkurn tíma siálfur fundið til þeirra tilfinninga, sem við það eru bundnar. Önnur tilgáta enn hlægilegri er sú að hann hafi veitt Borte allt þetta eftirlæti vegna þess að hann hafi verið hrjáður af sam- vizkukvölum vfir að hafa skilið hana eftir varnarlausa í hönd- um óvina. Að þeirri tilgátu mvndi Gengiskan áreiðanlega skelli- hlæja sjálfur, ef hann mætti heyra hana útyfir gröf og dauða. Samvizka og iðrun voru ekki til í hans hugarheimi fremur en ást. Skýringin er einfaldlega sá, að Borte var engin venjuleg hjá- svæfa, heldur þrælskörp og kunni flestum betur góð ráð að gefa í stjórnmálalegum og hernaðarlegum efnum. Og það kunni mað- ur gæddur jafn blákaldri skynsemishyggju og Gengiskan öðrum fremur að meta. Þessi villimaður og mesti fjöldamorðingi allra alda, sem sjálfur lærði aldrei að lesa eða skrifa, bar djúpa virð- ingu fyrir mannviti, í hvaða mynd sem það kom fram. Snjallir MIDA PREIMTLHM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 handverksmenn, byggingameistarar, skriftlærðir, vopnasmiðir, listamenn og jafnvel heimspekingar hvaðanæva að úr heiminum vestan frá Kákasus austur að Japanshafi þurftu öðrum síður að óttast blóðþorsta Gengiskans. Einvaldur þessi, sem enga skemmt- an vissi dýrlegri en þegar þrælar hans helltu sjóðandi silfri í augu fangaðra fjandmanna eða ráku nagla í eyru þeim, jós gjöf- um og virðingarmerkjum yfir hvern þann óvin, sem lærður tald- ist. Þeir lærðu bjuggu yfir valdi, sem hann ef til vill óttaðist að vissu marki — eða taldi að minnsta kosti hagkvæmt að hafa sér innan handar. Gengiskan var að vissu marki gefinn fyrir tónlist, og dýrleg- ustu konsertar sem hann gat hugsað sér voru þegar mikill fjöldi karla, kvenna og barna voru kvalin til bana í einu. Hin marg- víslegu tilbrigði kvalaveina fólks af báðum kynjum og öllum aldri veittu honum hinn dýpsta unað, en þó urðu slíkar stundir fyrst fullkomnar ef hann hafði við hlið sér kínverskan heim- speking að ræða við á meðan hin merkilegustu andlegu vísindi sunnan úr siðaðri löndum Asíu: konfúsíanisma, taóisma, búdd- isma. Meðan hann brenndi hvert byggt ból í heilum þjóðlönd- um og drap þar hvert mannsbarn nánast sér til gamans, varði hann kvöldunum til að hlýða á upplestur fínlegra og málskrúð- ugra ljóða. Hann hakkaði í sig firnin öll af naumlega soðnu hrossakjöti án allra borðsiða og las á meðan fvrir lög handa Mon- gólum, sem verða að teljast merkilegt andlegt afrek á þeirrar þjóðar mælikvarða. í þessum lögum var daglegt líf Mongóla skipulagt í öllum smá- atriðum. Líkt og margar frumstæðar þjóðir voru þeir ógurlegir fylliraftar, svo að eitt af því sem mest áherzla var lögð á í lög- unum var takmörkun áfengisneyzlu. „Hver Mongóli," stendur þar, „má drekka sig ofurölvi þrisvar í mánuði. Að drekka sig fullan oftar er glæpur. Og tvisvar er betra en þrisvar. Einu sinni 6. tbi. YIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.