Vikan


Vikan - 11.02.1971, Side 43

Vikan - 11.02.1971, Side 43
dýr. Gengiskan lét binda bómull á rófur kattanna og kveikja í, og sleppa síðan bæði þeim og svölunum. Svölurnar áttu hreiður í borginni og flugu þangað, en kettirnir eltu þær. Eldurinn frá þeim kveikti í borginni, og setuliðið varð áð gefast upp. Að Kínverjum sigruðum sneri Gengiskan sér í vesturátt, til landa Múhameðstrúarmanna. Sumarið 1219 hóf hann árásina á Kóresím. Tæpum þremur árum síðar hafði hann'drepið svo að segja hvern vopnfæran mann vestur að Kákasus og brotið nær allar borgir á því svæði. Hann hafði gersigrað her keisarans í Kóresím, sem var þó þrefalt fjölmennari en hans eigin. Gengiskan var nú sextugur að aldri og svo voldugur, að hæpið er að nokkur maður hafi síðan komizt þar til jafns við hann. Hann fyrirskipaði nú að haldið skyldi heim til Mongólíu. Á leið- inni brá hann sér niður í Indland og drap drjúgan slatta af lands- mönnum, svo sem til að halda sér í æfingu. Klyfjaður bróðurpartinum af fjársjóðum Austurlanda kom her hans til Karakórum 1225, eftir tveggja ára göngu. Gengiskan var farinn að eldast og fann til þreytu eftir ferðalagið. í veiðiferð hafði hann dottið af baki, og gekk seint að ná sér eftir byltuna. Þrátt fyrir það gat hann ekki haft frið. Hann minntist þess nú að konungur Tangúta, þjóðflokks í Tíbet norðanverðu, hafði fyr- ir skömmu gert uppreisn gegn honum, bjó her sinn og fór enn einu sinni í stríð 1226. Hann sigraði, en lifði ekki sigurinn. Lífs- þrótturinn var farinn úr líkama hans. Hann náði sextíu og fjög- urra ára aldri. Fjölmennt fylgdarlið fór með líkbörur hans til fæðingarstaðar hans sunnan við Baíkalvatn, við Ónan-fljótið. Á leiðinni drap líkfylgdin allar lifandi verur, sem á vegi hennar urðu, jafnt dýr sem menn. Sú hafði verið hinzta bæn stórkansins, áður en hann tók síðustu andvörpin. Gengiskan var jarðsettur á tindi eyðilegs, mongólsks fjalls. Og sagan segir að konurnar hans fimm hundruð hafi harmað hann sárlega. * ÞEGÁR BYLTING VAR GERÐ í REYKJAVÍK Framhald af bls. 25. sem svo, að varla yrði þessi nýja stjórn verri en þær, sem lcomizt höfðu til valda gegnum sirkus flokkapólitík- urinnar. En þeir voru til sem krepptu mjúka, feita hnefa í laumi og kiktu útundan sér suður á Miðnesheiði. Hvað hafði eiginlega skeð? hugsuðu þeir. Hafði guð orðið hráð- kvaddur? Eilt af fyrstu verkum byltingarstjórnarinnar hafði ver- ið að fyrirskipa stöðvun allra virkjunarframkvæmda i Laxá fyrir norðan, með þeim afleiðingum, að Þingeying- ar urðu flestir ástríðufullir liðsmenn byltingarinnar. Buð- ust þeir til að stofna af eigin afla heimavarnarlið til að líta eftir hugsanlegum gagnbyltingaröflum fyrir norðan land, og minntust helzl á Akureyri í því samhandi. Morgun einn í björtu veðri bar svo við, að striðsþota renndi sér yfir höfuðborgina svo lágt, að rúður nötruðu í húsum. Var flugvél þessi án allra einkennismerkja og vissi enginn hvaðan hún kom, en um gagnaðgerðir var ekki að ræða þar eð byltingin réði hvorki yfir flugher né loftvarnabyssum. Flugvélin dreifði yfir borgina og ná- grenni miklum sæg dreifimiða, sem lesnir voru af áfergju og efni þeirra rætt og bollalagt af miklum móði. Undir flugritið höfðu ritað einhverjir annars ótilgreind- ir aðilar sem nefndust Sannir Islendingar. Hvöttu þeir þjóðina til andspyrnu og óhlýðni við valdaránsmenn kommúnista, sem þeir nefndu svo, og kváðu þcss skammt að bíða, að þeim yrði af stóli hrundið og komið í þær vistarverur, sem þeir hefðu búið löglegum valdsmönnum þjóðarinnar, ef ekki verri. Þá var og í dreifibréfinu gefið í skyn að uppreisn gegn valdaránsmönnunum væri þegar hafin úti á landi og fullyrt, að byltingarmenn hefðu beð- ið um aðstoð sovézka flotans til að bæla hana niður. Næstu tvo-þrjá dagana var ekki um annað rætt manna á milli á landinu en dreifibréf þetta, og margfaldaðist efni þess í meðförunum með álika skjótleika og votur snjó- köggull, er veltur niður fjallshlið. Leið ekki á löngu áð- ur en sú saga komst á kreik, að blóðugir bardagar geis- uðu þegar á Austfjörðum milli íbúanna þar, sem risið hefðu gegn byltingarstjórninni, og landgönguliðs frá sov- ézka flotanum, sem stjórnin liefði kvatt sér til liðs. Berð- ust Austfirðingar drengilega, hermdi fréttin, þótt ekki hefðu þeir annað að vopni en haglabyssur og hreindýra- riffla. Sumir fullyrtu að landgönguliðið væri sænskt frek- ar en rússneskt, enda höfðu Svíar þá um skeið leyst Bússa af hólmi sem höfuðóvinir íslenzku þjóðarinnar, ef trúa mætti Árdegisblaðinu. Önnur kviksaga liermdi að við- skiptamálaráðherrann væri staddur suður í Portúgal, aðr- ir sögðu í Bódesiu, þeirra erindagerða að fá lánaða þá málaliða, sem þar kynnu að vera á lausum kili í bráð- ina, og sigla með þá til íslands til að taka aftur völd í landinu. Daginn eftir að þotan flaug yfir Beykjavík bafði önn- ur álíka rennt sér yfir Akureyri sömu erinda. Dreifimið- inn sem hún sleppti var svipaðs efnis og sá sem Beyk- víkingar fengu, nema livað í þessum var því slegið föstu, að Þingeyingar liefðu komið sér upp heimavarnarliði, vopnuðu af Rússum eða Svíum, sem þeir hyggðust stefna til Akureyrar og taka upp ógnarstjórn í bænum. Tóku Akureyringar þetta trúanlegt nokkurn veginn sem einn maður, enda liöfðu þeir frá upphafi haft andúð á bylt- ingunni sem stórreykvísku fyrirbæri og eftir að bylting- arstjórnin tók svari Þingeyinga i virkjunarmálunum höfðu þeir verið fjandmenn hennar fullkomnir. Bæjar- stjórn kallaði saman almennan borgarafund, sem sam- þykkti með öllum greiddum atkvæðum, að Akureyri skyldi lýsl liöfuðborg íslands til bráðabirgða að minnsta kosti og skipaði menn í stjórn, sem fundurinn kallaði hina einu löglegu stjóm landsins. Heimavarnarlið var stofnað, sem svo að segja liver rólfær bæjarbúi gekk i, og því gefið lieitið Legíón Helga magra. Hótel KEA var breytt í bráðabirgðafangelsi og bæjarbúar, sem grunaðir voru um samúð með byltingarstjórninni og Þingeving- um, læstir þar inni. Frægur flugkappi í bænum, sem til þessa hafði einna helzt getið sér orð fyrir sjúkraflug milli landsfjórðunga, fyllti flugvél sína með plastbrúsum inni- haldandi þvottalög frá Sjöfn til loftárása á þingeyska her- inn, sem búizt var við austan um heiði á hverri stundu. (Niðurlag næst). — Hann lofar að trufla þig aldrei, — Hvaða lit? Auðvitað þann ef hann má draga úr þér tönn? sama og er á kinninni á mér! 6. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.