Vikan - 11.02.1971, Side 44
GLEYMDU
EF ÞÚ GETUR
Framhald af bls. 23.
ir. Það sem enginn vissi, gerði
engum mein. Ellen hafði ekki yfir
neinu að kvarta.
En var tvískinnungsleik hans
hérmeð lokið? Gat hann ekki leng-
ur leikið tveim skjöldum? Hvernig
átti hann að geta látið sér detta í
hug, að þessi smástelpa sem bjó
með Ingigerði, skyldi vera Mika-
ela Linder? Ef hann hefði aðeins
vitað strax, hvert eftirnafn hennar
væri, þá hefði hann áttað sig á
þessu strax og getað gert ... Ja.
gert hvað? Börje gekk að fína
maghonyskápnum í stofunni. Eitt
whiskyglas mundi gera hann skýr-
ari f hugsun. Hann vissi satt að
segja ekki, hvað hann hefði getað
gert, jafnvel þótt hann hefði vit-
að frá upphafi, hver unnusta Ingv-
ars var.
Og svo voru það peningar Per
Uno Melanders.
Ef hún hefði ekki átt graenan
eyri, hefði mátt leysa málið auð-
veldlega. Þá hefði verið bezta
ráðið að kaupa hana burt og neyða
hana til að þegja. En ef hún hefði
verið slík stelpuskjáta, þá hefði
Ingvari að sjálfsögðu aldrei dottið
í hug að trúlofast henni. En nú
hafði þetta æxlast svona til. Það
var staðreynd, að þau voru trú-
lofuð. Og peningarnir hennar —
þeim var vel fyrir komið, á góðum
rentum og auðvelt að losa þá.
Það mundi hafa mikla þýðingu
fyrir hann sjálfan. Ekki svo að
skilja, að hann væri í neinum
krögqum. En peningar hans voru
bundnir hér og þar, og betta nýja
húsgagnafyrirtæki í Stokkhólmi
hafði ekki reynzt sú gullnáma, sem
hann bjóst við. Hinar mörgu ferðir
hans þangað kostuðu líka sitt.
Ingigerður þurfti að fá sína pen-
inga, þótf hún krefðist reyndar
ekki mikils af honum. Það var
engu líkara en hún væri í alvöru
orðin föst við hann, þessi litla,
heimska, kynbomba. Hann velti
því fyrir sér, hver hefði verið ,,vin-
ur" Mikaelu. Ekki var það Sigfrid
Stening, svo mikið var víst. Hann
hafði beðið Ingigerði að taka vin-
konu sfna með sér til að halda
honum selskap, en Mikaela hafði
áreiðanlega aldrei séð hann áður.
Siálfur hafði hann orðið fyrir von-
brigðum, þegar hann sá Mikaelu.
Hún hafði verið grindhoruð þá,
illa klædd og föl og feimin. Hann
hafði aldrei getað skilið, að Ingi-
gerður skyldi búa með henni. En
hún hafði gert það og bara það
eitt var nóg. Það sagði sína sögu
um siðferði Mikaelu. Það var ótækt
með öllu, að Ingvar gengi að eiga
slíka stúlku.
Hann heyrði umgagn fyrir aft-
an sig og tæmdi glasið í botn á
augabragði. Hann ætlaði einmitt
að fara að biðja Önnu að fara upp
og kalla á Mikaelu. Hann setti
glasið í flýti inn í skápinn aftur,
svo að vinnukonan sæi það ekki.
En það var Mikaela, sem stóð
á þröskuldinum og horfði á hann.
Hann mundi eftir augum hennar,
það var einhver þreyta í þeim og
kjarkleysi, sem nú var með öllu
horfið.
Hann hafði séð þau lýsa skelf-
ingu og viðbjóði, þegar Sigfrid
datt dauður niður við fætur henn-
ar. Nú var hún sem sagt breytt.
Augnaráð hennar var skærara og
kaldara en það hafði verið áður.
Honum leizt illa á það. Ef til vill
mundi hún ekki verða eins auð-
veld viðureignar og hann hafði
vonað.
— Mér datt einmitt í hug, að
þér mynduð koma heim, sagði
hún rólega.
— Sjáum til, sagði Börje Rick-
ardson kaldhæðnislegum rómi. —
Þú ert sannarlega kjarkmikil
stúlka. Og samt féllstu í yfirlið í
gærkvöldi!
— Mér brá. En ég hef haft nóg-
an tíma til að hugsa um málið í
nótt.
— Eg líka.
Hann reyndi að sýnast rólegur,
en hugsanirnar hrönnuðust upp og
hann vissi ekki, hvað hann ætti að
segja næst. En loks tók hann á sig
rögg og sagði hranalega:
— Hvernig fórstu að dra,ga fram
lífið í Stokkhólmi?
— Hvað eigið þér við?
— Vertu ekki með nein láta-
læti. Þú bjóst með Ingigerði, ekki
satt? Þú áttir ekki heima þar . . .
ég á við, ég veit hveriir foreldrar
þínir voru. Hvernig ga7tu verið
með Ingigerði?
— Hvernig gátuð þér það?
— Það kemur þessu máli ekkert
við.
— Það er ósköp þæqileot að líta
þannig á málið, sagði Mikaela og
það leyndi sér ekki, að henni rann
í skap. — Ég veit, að sömu sið-
ferðiskröfur eru ekki qerðar til
karla og kvenna, hélt hún áfram.
En þegar við fluttum saman í íbúð-
ina, hafði ég ekki hugmvnd um,
á hverju Ingigerður lifði, hvort
sem þér trúið því eða ekki. Oo ef
þér hefðuðu sjálfur oennið á qat-
slitnum skóm frá einum atvinnu-
rekandanum til annars oq hveroi
fengið nema háðsvrði sem svar
við beiðni um vinnu, þá þætti mér
gaman að vita, hvað þér hefðuð
gert.
Börje Rickardson þaqði. Hann
vissi í rauninni ósköp lítið um
þessa stúlku. Hann hafði gengið
út frá því sem vísu, en það var
reyndar hugsanlegt, að hún hefði
ekki lifað sama lífinu og vinkona
hennar. — Og þó! Nei, fjandakorn-
ið, þvi gat hver heimskingi sem
vildi trúað, en hann gat ekki trú-
að því.
— Þú hefur sagt Ingvari, að þú
hafir fengizt við tónlistarkennslu,
sagði hann.
— Það er alveg rétt. En það er
ekki hægt að lifa af þvi.
— Ekki það, sagði hann og hló
fyrirlitlega. — Svo að þá var ekki
um annað að gera en þéna pen-
inga á sama hátt og Ingigerður?
— Ingigerður hjálpaði mér,
sagði Mikaela. Það er að segja,
borgaði bróðurpartinn af útgjöld-
um okkar með peningum yðar.
Hann hrökk við og blóðroðnaði.
— Þú veizt ekkert um þetta mál,
sagði hann hörkulega.
— Ég veit miklu meira en nóg
um það. Ingigerður talaði mjög
oft um yður. Henni var Ijóst að
yðar rétta nafn var alls ekki Birger
Rosén. En hún lét sér standa á
sama um það. En gaman væri að
vita, hvernig henni yrði við, ef
hún sæi yður nú; sæi svart á hvítu,
hvernig þér hafið leikið tveim
skjöldum.
— Við vorum að tala um þig en
ekki mig.
— Það fer bezt á því, að við
tölum um okkur bæði.
Framhald í næsta blaði.
ÉG REYNI AÐ LÁTA
MÉR ÞYKJA ...
Framhald af bls. 29.
og hljómsveitarstjóri var fenginn
alla leið frá Ameríku, svo að það
var mikið í húfi. Það mátti ekki
fresta sýningunni. Ég lék Biöncu.
— Eru samleikararnir ekki mis-
jafnlega góðir að leika á móti?
— Jú, en með þá er það oft
þannig, að einn hefur þetta og
hinn hefur hitt. Það er yfirleitt
góð samvinna á milli leikaranna í
Þjóðleikhúsinu, góður andi ríkj-
andi. Þarna ríkir mikill starfsáhugi.
— Ertu ekki þreytt, þegar svona
mikið er að gera?
— Ég læt það vera. Núna er
svolítið hlé hjá mér, og ég nýt
þes að vera heima! Það eru auð-
vitað sýningar á kvöldin, en ég er
ekki að æfa neitt í augnablikinu,
sem kemur sér mjög vel eftir þetta
mikla álag í haust.
— Hvernig finnst þér að búa
svona uppi i sveit?
— Mér finnst það alveg vndis-
legt að búa svona út úr. Auðvitað
er svolítill spölur í vinnuna, en
þó erum við ekki lengra frá mið-
borginni en Garðahreppur. Það
virkar lengra, af því að ekki er
byggð meðfram veginum alla leið.
Og svo liggur vegurinn það hátt,
að það fýkur af honum þegar snjó-
ar. En við verðum auðvitað að
hafa bíl, annað er útilokað, rútan
bara fjórum sinnum á dag! Þetta
er alveg sveit. En ég kann ajveg
óskaplega vel við það. Mér finnst
stundum eins og ég sé komin í
sumarfrí, þegar ég kem hingað
uppeftir; alveg laus við stressið
neðan úr bænum. Það er áreiðan-
lega gott fyrir okkur bæði að
skipta þannig um umhverfi frá
vinnu til heimilis. Við erum bæði
í þannig vinnu; það fylgir þessu
mikil áreynsla fyrir taugakerfið. En
hérna getum. við alveg slappað af
frá öllu, eins og þegar skroppið
er úr bænum í frí.
Það er aðeins um hálft ár, síðan
þau hjónin gerðust sveitamenn,-
fluttu uppeftir í júlí síðastliðnum.
Húsið er einnar hæðar en hátt á
annað hundrað fermetr^a, og hef-
ur Lárus sjálfur unnið mikið að
því að koma því upp. Enn er mik-
ið eftir að gera inni, — en fyrst
þetta er komið vel undir þak, sagði
Lárus, — þá er engin hætta á að
hitt klárist ekki með tíð og tíma.
Lárus, sem stundaði tónlistarnám í
Vínarborg og leikur sem kunnugt
er í Sinfóníuhljómsveit Islands,
fékk nú í haust tilboð um að ger-
ast meðlimur í Sinfóníuhljómsveit
Vínar, en hafnaði boðinu þar eð
það var bundið skilyrði um tíu
ára ráðningu. Lárus gat sér nýlega
orðstír á blásarakeppni Norður-
landa, sem haldin var í Björgvin,
en þar munaði aðeins broti úr stigi
að hann fengi önnur verðlaun.
Hann kvaðst sannfærður um að
margir íslenskir tónlistarmenn
stæðu bræðrum sínum í listinni á
hinum Norðurlöndunum fyllilega
jafnfætis.
Einn veggurinn ( stofunni er að
mestu lagður íslenskum steinum í
flestum hugsanlegum litbrigðum.
— Þetta er nú mitt stolt, sagði Sig-
ríður, þegar við dáðumst að
veggnum. Eitt af frístundastörfum
hennar undanfarið hefur sem sé
verið múrverk.
— Steinunum hef ég safnað hér
og þar, og sumir hafa mér verið
gefnir. Sérstaklega hefur eldri
maður, sem býr hér í nágrenninu,
verið mér innan handar hvað betta
snertir. Hérna eru steinar að aust-
an og vestan og ofanúr Borgar-
firði, frá Hesti, þessir gulu. Svo
eru nokkrir úr sjálfri Esjunni og
líka silfurberg. Svo ætla ég að
hafa kastara á hann, þegar þar að
kemur. Litbrigðin í steinunum nióta
sín betur, þegar Ijós fellur á þá.
Þetta verður sannarlega eftir-
tektarverður veggur, þegar hon-
44 VIKAN 6-tbl-