Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 45
um verður að fullu lokið. — Það hefur enginn komið nálægt hon- um nema ég, sagði Sigríður, — og ég ætla að Ijúka honum núna fyrir febrúar. Þá á maðurinn minn þrí- tugsafmæli. dþ. UlVf FIMMTUGT ER KONAN... Framhald af bls. 11. — Já, sagði ég og sá í hug- anum röð af 25 ára gömlum konum, sem drúptu höfði eins og blóm. — Nú höfum við hér í Ott- awa margar konur um fimm- tugt, konur á bezta aldri, hélt afi áfram. ■— En við höfum svo fáa karlmenn sem kunna að meta þær. Og hvers vegna? Vegna þess að þeir sem eru nægilega gamlir til að kunna að meta þær, eru þegar kvænt- ir og hafa þess vegna misst hæfileikann til að kunna að meta fegurð. Og ef þeir af ein- hverri tilviljun eru piparsvein- ar, þá eru þeir með meinsemd í maganum. Þetta getur ekki gengið. Ég er ekki að hæðast. Ég tala af samúð. Ég hef alveg stálmaga. Þannig fórust afa orð. Jæja, hann var búinn að fara í síðdegiste til hennar nokkr- um sinnum og dáðst að fína borðbúnaðinum hennar, þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann hafði stungið nefinu í gapandi ginið á ljóni. Gunboat hafði tekið sér frí frá að trufla frið borgaranna með því að velta öltunnum með miklum gauragangi inn í kjallara og kom í heimsókn til ekkjunnar. Hann birtist, eftir því sem afi sagði, „í þröngum hvít- og bláröndóttum línföt- um, sem gerðu það að verk- um, að hann leit út eins og stór nautatunga, sem litli son- ur slátrarans hafði í flýti vafið innan í kryplaðan brúnan pappír“. Um hálsinn hafði hann rautt bindi á teygjubandi. Andlitið á honum var rautt og grómtekið af þvotti, eins og eldhúsgólf. Og milli handanna, sem litu út eins og gulrófu- knippi, hafði hann blómvönd og konfektkassa. Þegar hann sá mig lagði hann gjafirnar á borðið og öskraði eins og naut: Hver er þetta? Og mín elskulega hefðar- kona svaraði: — Þetta er hríf- andi sögumaður, sem skemmt- ir mér dásamlega vel. Gjörðu svo vel og fáðu þér sæti. í næstu tvo klukkutíma tal- aði ég hratt og mest frönsku — það er afi sem enn hefur orðið —, en Gunboat skilur hana ekki þegar hún er töluð af list. Ég talaði um málverk Monets, músik Debussis og franska þingið. Ég bjóst við að Gunboat mundi sofna undir þessu. En því fór fjarri. Hann hafði alveg furðulegt úthald. Satt að segja var það ég, sem fór að dotta undir mínu eigin suði. Skömmu seinna fréttum við að Gunboat hefði orðið ákaf- lega afbrýðisamur, stigið upp á bjórtunnu og svarið, að slá afa út úr samkeppninni, ef ekki alveg af þessari jörð. Þegar ég minntist á þetta við afa, fóru ofurlitlir kippir um þessi vesælu hundrað pund hans, en andlitið var jafn graf- alvarlegt. — Menn hafa dáið og ormarnir étið þá, sagði hann. — En aldrei vegna ástarinnar. Gunboat þóttist vita það, að frú LaChance yrði honum ekk- ert þakklát, ef hann bryti þessi mjóu bein í afa. Hann bar sig því slóttuglega að. Dag nokk- urn sendi hann fegurðardís, sem afi hafði einhvern tíma snúizt lítillega í kringum heim til okkar. Og þessi fegurðardís lýsti því yfir í háum hljóðum, að afi hefði lofað henni í lög- legu bréfi að kvænast henni. Þar sem minni afa var orðið lélegt, en hugmyndaflug hans aftur á móti ákaflega auðugt þegar hann var að skrifa ástar- bréfin, þá neitaði hann þessu ekki. í stað þess bauð hann ungfrú Finklewort fínasta kampavín, sýndi henni hnappa- safn sitt af einkennisbúningum og borða heiðursfylkingarinn- ar. Hann spurði hvort ungfrú Finklewort hefði nokkurn tíma dottið í hug að láta stærri áhorfendahóp en nokkra vini njóta hinnar hrífandi fegurðar sinnar, með því að koma fram á leiksviði. Hann kallaði hana greifafrú, eins og hann væri að rugla henni saman við ein- hverja hæstvirta aðalsfrú. Og þegar ungfrú Finklewort loks kvaddi, kyssti afi á hendina á henni með djúpri hneigingu svo það heyrðist braka í bak- inu á honum. En Gunboat gafst ekki upp. Nokkrum vikum seinna stóð afi frammi fyrir héraðsdóm- stólnum og varði mannorð sitt. Ung tildursrófa, sem afi kvaðst aldrei á ævi sinni hafa séð, bar fram ákæru. Afi skemmti sér konunglega, meðan hann var að sanna dómaranum að þessi heillandi unga kona væri móð- ir tveggja barna af vafasöm- um uppruna og að hún hefði tvisvar verið handtekin og dæmd fyrir þjófnað. Þetta end- aði með því að afi bar sigur af hólmi, og myndir af honum birtust bæði í Ottawa Citizen og Le Droit. í vanmætti sínum lá Gun- boat nú við sturlun. Hann byrj- aði að senda afa undarlega og dularfulla hluti, í þeim tilgangi að hefja taugastríð. Meðal gjaf- anna voru dauð mús, lifandi ugla -— móðir Gunboats í álög- um, eftir því sem afi sagði — þurrkuð hauskúpa af mann- ætu og heilmikið af öðrum úr- vals helgigripum. Afi hafði bara gaman af þessu. Hann hafði átt beinagrind í fullri stærð í mörg ár. Svo fór hann að fá upphringingar frá tatara- konu með hása titrandi rödd, sem spáði honum hörmulegum örlögum, ef hann færi ekki strax úr héraðinu. Afa fannst þetta allt fremur skemmtilegt upp að vissu marki. En hann var þó fágað- ur smekkmaður. Og hann var ekki vanur langdregnum æv- intýrum. — Ef satt skal segja, sagði hann kvöld nokkurt, — þá er ég að verða þreyttur á þessum nashyrningi. Ef frú La- Chance væri ekki svona ynd- isleg, þá mundi ég hætta við hana fyrir einhverja fegurðar- dís, sem ekki er svona erfið viðureignar. En ég er því mið- ur ákaflega heillaður af ekkj- unni. Auk þess hef ég ekki hitt neina aðra fegurðardís að und- anförnu. Það virðist því ekki vera um annað að ræða en að losa sig við Gunboat. — Með einvígi, eða hvað? sagði pabbi. — Með kampavínstöppum og tíu skrefa fjarlægð, stakk Des- monde upp á. — Kampavínstappar fljúga ekki tíu skref, svo nokkurt gagn sé í, sagði Felix. — Ég hef mínar eigin að- ferðir, svaraði afi þungur á brún. Ég vona að þú gætir þess að meiða engan, sagði mamma. — Ekki sjálfan mig að minnsta kosti, krunkaði afi. Nú hafði afi komizt að því að Gunboat var ákaflega vana- fastur maður. Hann vissi að hann kom alltaf í heimsókn til ekkiunnar á sama tíma og eft- ir sömu götunni gegnum dimm- an skóg fyrir austan borgina. Svo afi ráðgerði að veiða Gun- boat í gildru — og það í hinni sönnu merkingu orðsins. Dag nokkurn tók hann mig á eintal, án þess þó að hafa sett mér ákveðinn tíma, og lét mig draga kross úr blóði úr þumalfingrinum á mér og sverja að segja ekki nokkurri manneskju það sem hann ætl- aði að trúa mér fyrir. Ég sór og gerðist samsærismaður hans. Skömmu seinna fórum við báðir austur fyrir borgina og útbjuggum bjarnargildru. Auð- vitað var þetta ekkert annað en mannagildra. Eftir að ein- hver var fallinn í gildruna, féllu bitarnir og vírinn niður, svo að ómögulegt var að kom- ast upp úr henni hjálparlaust. Sem betur fer hafði afi vit á að skilja eftir mat og vatn í gröfinni. Hann sagðist hafa í hyggju að láta Gunboat vera nokkra daga í gildrunni þang- að til hann væri nægilega hræddur til að láta ekkjuna í friði. Þá ætlaði hann að sleppa keppinaut sínum út. Við kom- um okkur fyrir í myrkrinu og biðum. — Hefurðu samvizkubit? hvíslaði afi. — Ekki ef þetta tekst, svar- aði ég hátíðlega. Það var komið niðamyrkur, þegar við þóttumst sjá Gun- boat koma. Eins og kom í ljós seinna vorum við því miður svo ákafir í að fela gildruna og sjá hvernig þetta meistara- verk okkar reyndist, að skiln- ingavitin voru ekki í eins góðu lagi og þau gátu verið. Við felldum gildruna. Síðan ókum við í flýti til baka til Ottawa, til að hafa fjarvistarsönnun. Afi var fremur bráðlátur. Þremur dögum seinna hringdi hann til lögreglunnar og til- kynnti með skrækum rómi, að horfni maðurinn úr ölgerðar- húsinu væri í skóginum aust- ur af Ottawa. Afi hafði auðvitað verið allt- of taugaóstyrkur til að koma nálægt ekkjunni í fjarveru Gunboafs. Það var líka eins gott, því hann hefði ekki fund- ið hana heima. Hún var í gryfjunni með Gunboat. Mánuði seinna var gefin út sú tilkynning, að LaChance ekkjan og Gunboat ætluðu að ganga í heilagt hjónaband. Þegar við sögðum afa fréttirn- ar, setti hann upp heimspeki- legan svip. Hann sneri upp á vaxbornu broddana á yfir- skegginu sínu og sagði: — Þeg- ar kona og maður hafa eytt fjórum sólarhringum saman í gryfju — fjórum heilum dög- um og fjórum nóttum —- án þess að hafa nokkra gæzlukonu hjá sér, nú þá geta þau auð- 6. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.