Vikan - 11.02.1971, Síða 48
/ N
málshátturinn
• Hafa skal gott ráð,
þótt úr refsibelg komi.
V__________________V
geturðu botnað?
Nokkrir þeirra, sem sent hafa okkur botna að undanförnu, hafa
látið sjálfstæða fyrriparta fljóta með. Við skulum velja einn slíkan að
þessu sinni og leyfa lesendum að spreyta sig á.
Við veljum fyrripart, sem fjallar um mál málanna þessa stundina,-
vandamálið mikla, sem rætt er um daglega í fjölmiðlum um allan
heim, — mengunina. Fyrsta linan er reyndar nokkuð stirð, en við
skulum láta efnið ráða valinu í þetta skipti og eins hitt, að fyrriparturinn
býr yfir nokkuð mörgum möguleikum hvað rímorð snertir.
Og fyrriparturinn hljóðar svo:
Mengast bæði mar og land,
en mest þitt sálartetur.
Vonandi verður þátttakan eins góð og hún hefur verið að undan-
förnu. Utanáskriftin er: Vikan, Skipholti 33, Reykjavík, og umslögin
skal auðkenna með nafni þáttarins Geturðu botnað.
Innog útumgluggann
Þessa mynd tóku þeir bræður
Karíus og Baktus, þegar ótætis
tannlæknirinn kom með tólin sín
upp í hann Jens. Ja, Karíus tók
myndina, en Baktus sagði honum
til . . . .
Nei, þessu trúir enginn. Þessi
mynd er frá bandarískum tann-
læknaháskóla, nánar tiltekið í Kan-
sas City í Missouri, og hún er
tekin með „fiskaugalinsu" í gegn-
um stóran gervigóm. Og eins og
við sögðum þá tók Karíus mynd-
ina . . .
Ný Nína
Við munum sjálfsagt flest eftir
þeim hjónakornum Nínu og Frið-
rik, sem komu hér um árið og
sungu „Mango Mango". Þau hafa
verið að syngja saman síðan þá,
mikið í Bretlandi, en nú eru þau
hætt því. Friðrik er í siglingum
og Nína syngur ein, því þau eru
nefnilega skilin. Og væntanlega
þrætir enginn fyrir að Nína er
fallegri nú en nokkru sinni fyrr.
hvenær
er 1100 ára afmæli Islandsbyggð-
ar?
hver
samdi bókina „Hið guðdómlega
sjónarspil"?
hvar
er Haffjarðará?
48 VIKAN «■ tbi.