Vikan


Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 7
GRIPURINN DÝRMJETI OG SAFNID Rammbyggt þrímastra skip varpaði akkerum á úfnum haffletinum skammt frá Eldey. Bátur sigldi í land, og voru á honum sex karlmenn og þrír drengir. Mennirnir þrömmuðu með axlaðar kylfur að sjófugla- liópnum, sem verpti í eynni. Fuglarnir voru hræddir, en yfirgáfu þó ekki egg sín, er mennirnir nálguðust. Þeir réðust inn í mitt fuglagerið með kylfurnar á lofti. Svo tók einn mannanna sér livíld, þurrkaði sér um enn- ið og leit upp í klettana. Hátt yfir höfði sér kom hann auga á tvo stóra fugla. „Geirfuglar“, æpti hann upp yfir sig. Mennirnir brugðu við skjótt og tóku að fikra sig upp klettana. Þeir nálguð- ust varlega með brugðnum kylfum. Þegar þeir voru í um 20 feta fjarlægð, garg- aði karlfuglinn og fuglarn- ir tveir tóku á rás eins hratt og þeir gátu. En þeir voru á landi, og allar hreyfingar þeirra voru þvi hægar og klunnalegar. Kylfurnar féllu. Og einn mannanna, sem var staðráðinn í að láta fuglana ekki sleppa, steig á egg, sem kvenfuglinn Iiafði verpt skömmu áður, og braut það mélinu smærra. Hann hafði ekki hugmynd í FObbRI AlaVÖRU um, að hann hafði gert fuglategund aldauða. Eittlivað á þessa leið lýs- ir Allan Eckert þeim at- burði, er siðasta geirfugls- parið var drepið hér við land hinn 3. júni 1844. Þessi saga liefur verið mönnum ofarlega í liuga að undan- förnu í tilefni af hinni slcyndilegu „heimkomu" geirfuglsins fræga, sem keyptur ntu- á upphoði hjá Sotheby í Lundúnum fyrir tæpar tvær milljónir króna. Það er óvenjulegt og sann- arlega ánægjulegt, þegar næstum öll þjóðin verður allt í einu sammála um að lirinda einhverju í fram- kvæmd og gerir það upp á eigin spýtur. Slik fram- takssemi og einhugur mætti gripa um sig miklu oftar og kannski af mikilsverð- ara tilefni en i þetta sinn. Þúsundir manna streymdu til að sjá dýrgrip- inn, sem hafður var til sýn- is í Þjóðminjasafninu, en síðan verður honum kom- ið fyrir í sýningarsal Nátt- úrufræðistofnunar Islands við Hlemmtorg. Geirfngl- inn dýrmæti beinir athygl- inni að náttúrugripasafninu og aðhúnaði ])ess. Sú var tíðin, að náttúrugripasafn- ið var til liúsa i safnahús- inu við Hverfisgötu. Um það safn eiga margir hlýj- ar endurminningar, er þeir voru leiddir jiangað i bernsku á sunnudögum. En skyndilega var safnið horf- ið af sínum gamla stað, og í mörg ár var það lokað. Menn sættu sig við lokun- ina í trausti þess, að einn góðan veðurdag yrði opn- að spánnýtt og glæsilegt náttúrugripasafn. Þótt hið- tíminn yrði langur, rann loks upp hin stóra stund. En æ, hvilik vonbrigði! Nú- verandi lmsnæði safnsins er ekki irieira en ein stór stofa, og þar eru áreiðanlega færri gripir lil sýnis en var í gamla safninu, þólt þeim sé smekklega komið fyrir. Það er ekki vanzalaust, hversu illa hefur verið bú- ið að náttúrugripasafninu nú um langt skeið. Reynd- ar er í ráði að hyggja nýtt hús á háskólalóðinni fyrir náttúrufræðistofnunina og þar verður væntanlega gert ráð fyrir glæsilegu náttúru- gripasafni. En hvenær skyldi það risa af grunni? Geirfuglinn er kominn heim, en nú vantar stórt og veglegt náttúrugripasafn, þar sem hann getur setið í öndvegi og minnt á, að óhappaverk á borð við það sem gerðist fyrir rúmri öld, mega ekki endurtaka sig. G. Gr. ll.TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.