Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 10
VAR SKOTIÐ A
James Lovell, stjórnandi
Apollos 13, í „björgunarbáti"
hins óhappasæla geimfars,
sem kallað var Aquarius — (Vatns-
beri). Myndina tók
John Swigert á leiðinni til
jarðar, þegar líf geimfaranna
þriggja hékk á bláþraeði.
Lovell, Swigert og Haise á
blaðamannafundi í Houston,
Texas, eftir afturkomuna
til jarðar.
Nei, segja sérfræð-
ingar, en það er haft
eftirlit með okkur
úr geimnum.
Atburðurinn milli
jarðar og tungls aðfara-
nótt fjótránda apríl
síðastliðins hefur
endurvakið umræð-
urnar umfljúgandi
diska og vitverur frá
öðrum hnöttum.
f ítölsku hlustunarstöðinr.i
Torre Bert í nágrenni Torino
hlustuðu allir með eftirvænt-
ingu á rússnesku raddirnar ut-
an úr geimnum. Fyrst heyrðist
kona segja:
—' Ég tek það og held því
hægri hendi. Horfi út um
gluggann. Ég hef það ...
Svo heyrðist karlmaður segja,
greinilega æstur:
— Hécrna Hér er eitthvað.
ÞAÐ ER EITTHVAÐ HÉRNA . .
EITTHVAÐ ÓTRÚLEGT! Ef
við komumst ekki niður, fréttir
heimurinn aldrei af þessu. Það
er þungt...
Svo brakaði í móttökutæk-
inu. Nokkur óskiljanleg setn-
ingaslitur heyrðust; síðan ekki
meir.
Þetta fjarsamtal heyrðist að
kvöldi tuttugasta og fjórða
febrúar 1961, og það náðist líka
í móttökutæki í Bochum og
Meudon. En tvö ár liðu áður en
sannleikurinn í málinu síaðist
út í gegnum járntjaldið. Að því
er virðist höfðu Rússar skotið
á loft geimfarapari þann seytj-
ánda febrúar 1961. Næstu daga
gátu hlustunarstöðvar í Upp-
sölum, Torre Bert, Meudon og
víðar gripið slitrur úr viðræð-
um geimfaranna, sem greini-
lega voru ósjálfbjarga, og stöðv-
ar þeirra í Saíkonúr í Norður-
Rússlandi. Parið á að hafa ver-
ið á svifi úti í geimnum i nokk-
ur dægur i viðbót, en ekki tek-
ist að komast aftur til jarðar
og horfið í gufuhvolfið.
Parið lét ekkert illa af líðan
sinni, en bætti við að varaforði
þess af súrefni væri næstum
10VIKAN ll.TBL.