Vikan


Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 14
fræga kirkjugarð, ráfaði ég í kringum nálæga byggingu, til að gefa vini mínum tækifæri til að hverfa, og gekk síðan inn um íburðarmikla liliðið inn íkirkju garðinn. Þetta var dýrð- legt kvöld, og ég rambaði lengi um garðstígana. Grafirnar í Forest Lawn Memorial Park eru ekki lilaðnar upp eins og tíðkast annars stað- ar. Það sjást engar „grafir“, aðeins litlar töflur í velbirtu gras- flötunum, en þær gefa til kynna að í jörðinni þar undir liggi ein- liver sofandi. Og ef ekki er vand- lega að gáð, sjást ekki einusinni töflurnar, og maður gæti ætlað, að þetta væri lystigarður lifandi fólks. Ég fór inn í margra hæða skál- ann með öskukrukkunum, en sú íburðarmikla sýndarmennska, sem þar ríkti, gat eklci komið mér í bið rétta hugarástand. Einmitt um það leyti sem ég ætlaði þaðan út, sá ég krjúpandi veru í afkima innst i löngum göngum. Þessi vera faðmaði að sér krukku cina og þrýsti vanganum að köldum stein- inum. Yarirnar bærðust. Hún tal- aði við krukkuna. Nú kyssti hún hana og stóð upp. Ég gat með naumindum forðað mér inn i ann- að innskot i veggnum til að láta bana komast frambjá. Þetta var vinur minn, sem hafði ekið með mér. Augun voru uppljómuð og andlitssvipurinn fjarrænn. Og bann brosti. Þegar fótatak bans fjaraði út, gekk ég að krukkunni. Þar stóð: Tatjana. 1920—1933. Barn. Barnið bans? Ábugi minn á þessum undarlega manni vakn- aði á ný. Ég fór inn í bílinn og ók út úr garðinum í þeirri von að bafa aftur upp á vini minum. Það tókst: Fyrir framan hliðið stóð hann og veifaði til ökumanna sem fóru þar frambjá. Ég tók hann uppí. Hann leit lortrvggnislega á mig. „Voruð þér líka i krukkuskálan- um“? Nei“, laug ég. „Hvað liafið þér fyrir stafni i kvöld“? „Ekkert sagði hann. „Má ég bjóða yður heim til mín í mat“ ? „Já. Hvað er á boðstólum“? „Vínar nauta- steilc með öllu tilheyrandi og margvíslegum sós- um. Lizt yður vel á iað“ ? „Ég gæti sell sál mina fyrir það“. Siðan féll hann aftur í djúpa þanka. Það sem eftir var leiðarinnar skipti hann sér ckkert af mér. vernig væri að taka eina skák“? spurði ég eftir kvöldverðinn. Við borðið liafði hann minnst á það lauslega, að hann væri Rússi, en hefði búið í tólf ár í Banda- ríkjunum. Við fórum i vinnustofu mína, sein konan mín hafði útbúið úr gömlum skúr. „Já“, sagði gestur minn og and-. varpaði, „hér er hægt að skrifa“. „Svo fremi að manni detti eitt- livað í liug“, sagði ég. „Það er auðvitað skilyrði“, sagði hann og lézt ekki skilja þegjandi tihnæli mín um að fá að heyra sögu hans. „Ég er allsslaðar á veiðum eft- ir efni í sögu“, sagði ég. „Ég óska yður góðrar veiði“! sagði hann um leið og hann sett- ist niður við taflborðið. Við vörp- uðuin hlutkesti, og hann fékk hvítt og byrjaði með bragði, sem hvergi myndi fyrirfinnast í neinni skák- bók. Eftir tíu leiki var ég kominn í ])á aðstöðu, að ])að gilti einu hvaða mann ég hreyfði, ég hlaut alltaf að tapa. Ég leitaði í örvænt- ingu að leið út úr ógöngunum, en hún fyrirfannst ekki. „Ég gefst upp“, sagði ég, enda- ])ótt allir taflmennirnir væru enn- þá í borðinu. Hann kinkaði kolli og ruglaði saman mönnunum og raðaði upp þeiin svörtu til að gefa mér tækifæri á að ná mér niðri. I næsta tafli tókst mér strax í byrjun að drepa eitt peð. Hann virtist vera nokkuð utangarna. Hann skotraði augunum alltaf við og við í hornið þar sem cellóið mitt stóð. Augun voru enn votari en ella. Voru það ef til vill tár? Mér tókst að drepa annað peð og það þriðja. En svo varð ég allt í einu mát. „Er þetta italskt hljóðfæri“? spurði hann um leið og hann tók saman tafhnennina, og henti á cellóið. „Já“. „Má ég“? Hann nálgaðist liljóðfærið og lyfti því næstum blíðlega. Hann virti ástfanginn fyrir sér mjúkar línurnar. Hann lyfti því upp og borfði inn í F-götin. Og það lá við að liann missti það úr liöndunum. Ég vissi hvað hann liafði lesið: Antonius Strandivarius Cremomensis Faciebat Anno 1700 (A/S.) „Nci“, hrópaði liann upp. „Sumir fagmenn efast um að það sé elcta“, sagði ég til að hemja hrifningu lians. „Viljið þér revna það“ ? „Nei“, sagði hann næslum lotn- ingarfullur. Og eftir andartak: „Elcki ég. En hvað það er lítið og snoturt“. „Eins og ástmey“, sagði ég. Hann starði á mig, náfölur. Allt blóð var horfið úr andliti hans. Ég lézt ekki hafa tekið eftir breylingunni og bætti við í glens- tón: „Vitaskuld má maður ekki liugsa um það, að litla ástmeyjan er tvöhundruð fjörutíu og fjög- urra ára“. „Nei“, sagði liann brostinni röddu. „Það má maður auðvitað ekki.... og nú verð ég að fara“. Þar dugðu engar úrtölur. undum okkar bar eklci sam- an fyrr en þrem mánuðum síðar. Við sátum fyrir framan blaktandi arineldinn hvor með sína pípu yfir einni whisky- flösku. Og í þessu andrúmslofti sagði vinur minn mér eina þá furðuleg- ustu sögu sem ég hef nokkru sinni heyrt áður. „Ég fer bráðum að deyja“, sagði hann, „og þegar þar að kem- ur, vil ég hafa fulla vissu fyrir því, að minni síðustu ósk, sam- kvæmt erfðaskrá minni, verði full- 14 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.