Vikan


Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 15
nægt. Án þess að geta rökstutt það á nokkurn hátt, ber ég barnslegt traust til yðar. Viljið þér takaþetta að yður“? „Með ánægju“. „Þakka yður fyrir“. „Þá mun ég segja yður sögu mína, og hana megið þér birta að mér látnum með því skilyrði, að þér breytið nöfnunum. Gangið þér að þessu“? „Já“. „Þér lofið mér því, að þér mun- uð uppfylla síðustu ósk mína“? Ég rétti lionum böndina, og bann bélt fast um bana eitt and- artak. „Gefið mér svolítið meira whisky, en verið ekki að liafa fyrir því að bæta vatni i það. Skál“! „Skál“! Hann tæmdi glasið í einum teig. Ífyrri heimsstyrjöldinni — hóf hann frásögn sína — barð- ist ég með Rússum. Ég var tekinn til fanga i Þýzkalandi, og þegar byltingin brauzt út í Rúss- landi 1917, ákvað ég að snúa elcki aftur beim. Ég gerðist þýzkur rík- isborgari og opnaði lækningastofu í Berlin. Ilún gekk ekkert sérlega vel, þartil ég fór að snúa mér að þvi að fegra andlit. Þér getið tæp- lega gert yður í bugarlund liví- lik fróun er í slíku starfi. Ef lækn- ir bjargar sjúklingi frá dauða, er sjúklingurinn búinn að gleyma honum innan þriggja mánaða. Sú manneskja sem öðlast aftur sjálfs- traust sitt við læknisaðgerð er lækninum þakklát alla ævi. Það sem ég á við er, að fegurðarskyn mitt hefur orðið til þess að gera margar manneskjur hamingju- samar, og að ég get ekki séð neina sanngirni í því, að einmitt þetta fegurðarskyn mitt bafi orðið til þess að steypa mér í glötun. Verið nú ekki svona nizkur á whiskýið! Ég varð frægur maður. Eftir eitt ár bafði ég minn eigin litla einka- spítala í Berlin, með mörgum að- stoðarlæknum og hjúkrunarkon- um. Það kom að því, að konan mín og dæturnar tvær fóru að kvarta um, að ég sinnti þeim ekk- ert. Þá lofaði ég þeim því, að í fjóra mánuði ársins skyldi ég ein- göngu helga mig þeim. Ég keypti lítið hús í Kolberg, litlum baðstað við Eystrasalt, og þar dvöldumst við á hverju sumri. Þannig var málum liáttað, þeg- ar ég sat einn morgun aleinn við morgunverðarborðið og opnaði dagblaðið „Pommersche Zeitung“. Á mynd á skrifborðinu brostu þær til mín, konan mín og dætur, en þær voru farnar á undan mér til Berlínar til þess að hlífa mér við ferðatöskuumstangi. í dálkunum um list og vísindi las ég tilkynn- ingu um, að rússneska undrabarn- ið, þrettán ára cellóleikarinn Tat- jana Ivanovna Petrova, sem vakið befði geysimikla athygli á fyrslu bljómleikum sínum í Berlin viku áður, myndi koma fram bér i Kol- berg næsta sunnudag — það var tveim dögum síðar — með aðstoð hljómsveitar staðarins, sem fengi til þess liðsstyrk, og myndi efnis- skráin frá Berlín verða endurtek- in hér. Á efnisskránni væri m.a. A-moll konsert Volkmanns og Ungversk Rhapsodia eftir Popp- er. Ég er vantrúaður á undrabörn. En það sem vakti sérstakan áliuga minn í þessu tilfelli var, að þrettán ára gömul stúlka skyldi geta leik- ið verk, sem ég hafði glímt við árangurslaust í 30 ár. Hrein for- vitni réði því, að ég keypti mér aðgöngumiða, og sú staðreynd líka, að Tatjana var landi minn. Og þarsem þjónandi læknir Gilda- skálans var veikur, var ég meira að segja settur í hans sæti á fremsta bekk. Stóri salurinn var geigvænlega þéttsetinn. Hljómleikarnir hófust ekki fyrr en tuttugu minútum á eftir tilsettum tíma, og menn voru farnir að piskra um, að Tatjana befði allt í einu orðið veik og gæti sennilega ekki komið fram. En loks birtist hljómsvéitarstjórinn Dr. Schmidt. Hann sló i púltið lyfti stafnum, og Beethoven- hljómar fylltu salinn. Dr. Sclnnidt var hylltur að verð- leikum, er hann lét stafinn falla. Éftirvæntingin magnaðist upp í hreinan æsing. Næst á efnisskránni átti að vera A-moll konsert Volk- manns með Taljönu Ivanovnu Pet- rovu sem einleikara. Orðrómurinn um, að eitthvað hefði komið fyrir hana fór eins og eldur i sinu. Ég var í uppnámi eins og skólastrák- ur. Óróinn óx um allan helming, er dyrunum var lokið upp og Di- etz greifi frá Hohenturm var flutt- ur inn i lijólastól, kjólklæddur. Ef þér eruð kunnugur i Berlín liljót- ið þér að þekkja hann. Tveir þjón- ar lyftu honum úr hjólastólnum og settu hann í sætið við hliðina á mér. „Daginn,“ sagði hann, þegar ég heilsaði honum. „Kem ég of seint?“ „Ekki til þess að lilusta á Tat- jönu,“ hvíslaði ég. „Heyrðuð þér hana í Berlin?“ „Hvort ég gerði!“ skrikti hann. „IIa!“ Og liann fór með liendina ofan í brjóstvasann og dró fram krumpað blað, sem hann hélt upp að nefinu á mér með titrandi hendi. Þetta er listi yfir borgirn- ar í hljómleikaför hennar. Ég ætla að sækja alla hljómleika hennar. Líf mitt liefur aflur feng- ið lilgang!“ „Vonandi gelur hún leikið,“ sagði ég. „Ég heyri sagt að hún sé veik.“ 1 sama vetfangi stóðu allir hljómsveitarmennirnir á sviðinu upp eins og einn maður. Lófatak- ið dundi. Fiðluleikararnir slógu með bogum sinum á bök fiðlanna. Tatjana — lof sé móður henn- ar — var ekki klædd eins og undrabarn. Hún var i látlausum dökkbláum flauelskjól, sem um- lukti grannan likama hennar eins og fagurt ljóð, og varð frekar til að leyna þrettán ára aldri hennar en að undirstrika hann. Hún ruddi sér braut á milli liljómsveitar- mannanna með hröðum skrefum og hélt cellóinu á lofti. Vissulega var hún náföl. Tatjana stóð nú fremst á svið- inu. Hún lineigði sig fyrir hljóm- sveitinni og síðan fyrir áhorfend- um. Þvínæst seltist lmn niður og stemmdi hljóðfærið. Hún liélt eyranu að strengjunum til þess að geta hlustað gegnum stöðugt lófa- tak úr salnum. Hún varð að standa upp aftur til að lineigja sig. Siðan varð allt hljótt. Dr. Schmidt, sem stóð við stjórnandapúltið, sneri sér að áheyrendum til að segja eittlivað. En er Tatjana gaf frá sér smá- Framhald á bls. 40. 11. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.