Vikan


Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 49
Svör við hver, hvar, hvenær: •ja t|e5( je6ac| 'jsel>|3|>| ge jn6u0| nj0 u|660 uo 'jn|0A uj0s jeujns jujel j|dj0A ue6n|^|pw — -n|sAsepueJts J ja >)!As6ne|gn9 uuijaeg '£261 !6u|c)|e e naes >191 unp) -uu|jngeuj6u|c)u0A>( j>)2U0|si jisjAj j0 uoseujelg h 6jp!qj6u| Unibike: Einhjól Bandarískur uppfinningamaður í Monroeville í Pennsylvaniu, Frank Malick að nafni, hefur fund- ið upp nýtt farartaeki, sem hann nefnir „Unibike". Er þetta farar- taaki á aðeins einu hjóli og hefur uppfinningamaðurinn vitaskuld marglýst þvi yfir að þetta sé fram- tíðin. (Enginn efast um að þetla er hans framtið; ef tólið selst ekki fer hann á hausinn!) Einhjólið er benzíndrifið og er hægt að keyra það á miklum hraða. Enn er Malick sjálfur þó sá eini sem hefur þorað það, en stjórn fer fram með eins- konar fjarstýringu, eins og sjá má af myndinni. hvar er bærinn Guðlaugsvik á landinu? hver var fyrsta konan, sem tók sæti á Alþingi [slendinga? hvenser ársins verpir mölflugan? I 5. tölublaði birtum við gamla mynd frá Reykjavik, þar sem tré og garðar voru til sannrar prýði. Okkur hefur borizt nokkur vitn- eskja um þessa mynd, meðal ann- ars eftirfarandi bréf: Heilir og sælir Vikumenn! Ég hef alltaf ætlað að hripa til ykkar nokkrar línur varðandi mynd, sem birtist í 5. tbl. 33. árg. 1971. Þessi fallega mynd er ábyggilega tekin í Suðurgötu. Hvort Suðurgata var til 1940, um það leyti sem myndin var tekin, það má guð almáttugur vita, en ( dag er hún til, eins og þið hljótið að vita. Jæja, húsið næst á myndinni mun vera númer 10, þar sem myndasafn vikunnar Fönix er núna til húsa. Ekki er hægt að segja annað en að um- hverfið þar í kring sé fallegt í dag ekki síður en það var um 1940. Næst er þá húsið númer 8, og það er bara nokkuð þokkalegt þar í kring. Ég kikti á þessa húsa- röð þarna um daginn. Þetta virt- ist allt stemma, þakgluggarnir á stnum stað og stromparnir einnig. Svo kemur húsið númer 6, en það sést ekki á myndinni, enda eins og tíeyringur á milli tveggja fimm- eyringa. Þá er eftir númer 4, og er það fallegt hús, eins og reynd- ar flest af þessum gömlu húsum. Það sem var númer 2 er horfið; var rifið fyrir nokkrum árum, ef ég man rétt. Síðast en ekki sízt ber að nefna húsið í hægra horninu. Það held ég endilega að séu Uppsalir sál- ugu, sem rifnir voru fyrir örfáum árum. Jæja, drengir! Þá kveð ég ykk- ur að sinni og bið ykkur vel að lifa. Haldið áfram að birta gaml- ar myndir í þessum dúr, því að þetta er nefnilega skratti sniðugt hjá ykkur. Hulda Jósefsdóttir, Staðarbakka 30, Reykjavík. „Kúba stendur ekki ein“ Svo stendur á veggnum, sem er i Santiago, höfuborg Chile, sem er annað ríkið í Latnesku Ameríku er kemst undir stjórn sósíalista. Salvadore Allende, hinn nýi for- seti Chile, fylgir nú fordæmi Castros og sósíalísérar landið, þjóðnýtir fyrirtæki og rekur am- eríska úr landi. Bandarísk blöð eru vond út f sósíalistana, kommana og famsóknarmennina sem stjórna í Chile og lítt þarf að efast um að CIA er eins og lundahópur ( land- inu og grefur undan öllu sem eftir lætur — og jafnvel meiru. Þegar Allende tók við völdum flúðu margir ríkir Chilebúar úr landí, en nú hafa þeir öðlast von um að komast heim á ný. Astæðan er sú að Allende sýnir ekki nægileg- an lit á að nálgast fólkið. Hann hefur flutt úr gömlu fbúðinni sinni í nýja villu, umgirtri sundlaugum og tennisvöllum. vísa vikunnar Forlög búin heimi hjá hendur trúar sýna. Skorið lúaletur á lófa og hnúa þína. Stephan G. Stephansson. V______________________________________________________________________) ll. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.