Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 18
Næstum því 70 prósent af
miðaldra mönnum í hinum svo
kölluðu velferðarríkjum eru of
feitir. Það er ömurlegt að sjá
manninn sinn verða æ feitari
með hverjum degi sem líður,
þrátt fyrir rándýrar, hitaein-
ingasnauðar kjötmáltíðir og
bragðlaust heilsubrauð. Það er
ekki eingöngu ömurlegt, það
er blátt áfram hættulegt. Sér-
fræðingar hafa lengi verið
sammála um að þrjár stórar
máltíðir séu alltof mikið fyrir
miðaldra menn, sem stunda
kyrrsetustörf, nema þá að
hann þjáist af næringarskorti.
Því meira sem hann borðar,
því meira er álagið á hjarta
hans og þar af leiðandi meiri
hætta á hjartasjúkdómum, sem
í stöðugt ríkari mæli leggjast á
miðaldra menn.
En það er nokkur huggun í
því að það er venjulega ekki
konunni að kenna. Það lítur út
fyrir að karlmenn yfirleitt séu
ekki til þess fallnir að halda
megrunarkúra.
Maðurinn lofar oftast hátíð-
lega, þegar hann fer að heim-
an að morgni að borða ekki
nema eitthvert snarl í hádeg-
inu. Nokkrum tímum síðar er
hann orðinn svangur og þá
hættir honum við að skreppa
inn á veitingastofu og fá sér
eitthvað að drekka, te, kaffi
eða súkkulaði með vínarbrauð-
um, sem eru mjög hitaeininga-
rík.
Hópur sérfræðinga í Banda-
ríkjunum hefur rannsakað
hvers vegna tveir þriðju giftra
manna eru að meðaltali 10%
of þungir.
Árangurinn af þeim rann-
sóknum sýna að konurnar
verða að taka til sinna ráða.
Mennirnir ykkar láta sér ekki
nægja að troða í sig vínar-
brauðum, ís og pylsum. heldur
SETJIÐ HANN Á
MEGRUNARFÆÐI
SEX DAGAVIKUNNAR
drekka þeir kannski töluvert
magn af öli, víni og sterkum
drykkjum.
Það getur verið að maðurinn
þinn reyki um það bil 5 kíló
af tóbaki, borði 100 pylsur og
110 brauð aukalega á ári. —
(Svo vitnað sé í bandarísku
rannsóknina). Þótt þetta séu
rannsóknir, sem gerðar eru í
Bandaríkjunum, þá á það sér
hliðstæður í öðrum löndum, og
það er greinilegt að þetta eru
of margar hitaeiningar. Ef þú
vilt halda í manninn þinn, verð-
urðu að gera eitthvað og það
strax.
Því miður eru það fáir karl-
menn, sem vilja viðurkenna að
þeir séu of feitir. Flestir segja
að þeir séu ekki feitari en aðr-
ir menn, segjast aðeins vera í
meðalþyngd.
En meðalþyngd þarf ekki
endilega að vera rétt þyngd.
Beinabygging og vöxtur er ekki
tekið með í reikninginn.
Svo þá er ráð að í næsta
skipti sem maðurinn þinn gort-
ar af því að hann hafi rétta
meðalþyngd, þá er ekkert ann-
að að gera, en að klæða hann
úr skyrtunni, hvað sem hann
segir, og láta hann leggjast á
bakið á gólfinu. Ef maginn er
nokkurn veginn sléttur, má slá
því föstu að hann sé ekki skað-
lega feitur. En ef ístran skagar
upp fyrir brjóstkassann, er
kominn tími til að athuga mat-
aræði hans.
Svo skaltu láta hann standa
upp og klíptu hapn í bakið
fyrir neðan rifbeinin, þá
kemstu fljótlega að því hvort
hann er of feitur.
Það er líka skynsamlegt að
minna manninn þinn á það hve
hættulegt það er að burðast með
of mikil hold (en það verðurðu
að gera varlega). Miðaldra
maður, sem er 10 kílóum of
þungur, er í meiri hættu en sá
jafnaldri hans, sem er 10 kíló-
um léttari.
Það er táknrænt dæmi frá
Noregi á stríðsárunum; þá var
ómögulegt að ná í smjör, ost
og egg og meðalþyngd Norð-
manna lækkaði, en dauðsföll-
um af völdum hjartasjúkdóma
fækkaði um 30 prósent.
Eftir að 25 ára aldri er náð,
þarf líkaminn æ minni nær-
ingu, en eiginmenn okkar borða
jafnmikið og áður, ef ekki er
tekið til einhverra ráða til að
koma í veg fyrir það. Rann-
sóknir hafa sýnt. að kyrrsetu-
maður eyðir lítið meiri orku á
daginn en þegar hann liggur í
rúmi sínu og sefur.
Kyrrsetumaður þarf að með-
altali ekki fleiri en 2500 hita-
einingar, en flestir borða miklu
meira en því svarar.
Það hefur líka komið í Ijós
að menn, sem reyna að koma
í veg fyrir of mikla fitu og
stilla sig um að borða fullar
máltíðir, eiga það til að fá sér
aukabita, sem þá er ekki vand-
lega valinn, með tilliti til hita-
eininga.
Amerískur læknir, sem er
sérfræðingur í næringarefnum,
segir:
— Margir menn reyna að
grenna sig, borða hitaeininga-
snauðan morgunverð, hafa með
sér brauðpakka á skrifstofuna.
En yfir daginn eru þeir kann-
ske að snarla eitthvað, borða
vínarbrauð með kaffinu og eru
samt svangir þegar þeir koma
heim og þá vilja þeir fá góða
máltið, sem oftast er of hita-
einingarík, já, og borða jafnvel
fitandi ábæti.
Annar læknir segir: — Flest-
ir af sjúklingum mínum, sem
eru alltof feitir, halda því fram
að þeir borði ósköp lítið. En
þegar ég hef farið að rannsaka
málið og heimta nákvæma
skýrslu um mataræði þeirra,
þá kemur í ljós að þeir borða
þrjá fimmtu hluta af dags-
skammti á kvöldin, og þá
venjulega mjög þungan mat.
Líkaminn getur ekki losað sig
við þær hitaeiningar sem eru
um fram þörf á nóttunni, svo
það safnast á líkamann sem
fita.
Hvað eigum við að gera við
mennina okkar, svo þeir safni
ekki hættulega miklu spiki?
Fyrst og fremst á maðurinn að
fá skynsamlegan morgunverð:
ávexti eða ávaxtasafa, eitt egg
og tvær brauðsneiðar með litlu
smjöri, kaffi eða te. Eftir slíka
máltíð ætti hann ekki að láta
freistast til að fá sér aukabita
fram að hádegi.
Miðdegisverðurinn á auðvit-
að að vera nærandi: mikið af
grænmeti, kjöt eða fiskur en
ekki of mikið af kartöflum,
einhver léttur eftirmatur, t. d.
ávextir eða ber með súrmjólk,
ekki rjóma. Kökur með kaffi
eru algerlega bannaðar.
Þekktur læknir hefur sagt:
— Næringarefnalega séð lifum
við alltof hátt. Matartilbúning-
ur er orðinn svo fjölbreyttur
og mörg ný efni komin til.
Alls konar litarefni, sykur og
gervibragðefni, freista þeirra
sem ekki hafa nægilegan vilja-
styrk og borða meira en hollt
er.
Þú getur minnkað möguleik-
ana á því að maðurinn þinn
fái hjartasjúkdóma, með því að
gefa honum mat sem hefur lít-
ið koiesteroimagn (kolesterol
er fituefni sem sezt innan á
æðaveggina).
Þær fæðutegundir sem inni-
halda mikið af þessu efni eru:
hrogn, egg, nýru, smjör og
dýrafita, lax og fitandi mjólk-
urvörur.
En á hinn bóginn er það ekki
18VIKAN ll.TBL.