Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 20
Ómar Valdimarsson
heyra
&'» má
HVÍTUR BLUES FRÁ
TEXAS
BANDARÍSKI BLUESLEIKARINN JOHNNY WINTER REKUR SÚGU SÍNA
Johnny Winter er átakanlega
horaður, 27 ára gamall hvítingi
(albínói) frá Beaumont í Texas.
Svo mikið stendur í passanum
hans, en það sem ekki stendur
þar er að B. B. King álítur hann
bezta blues-gítarleikara vorra
daga, og tæplega er hægt að
fara fram á huggulegri með-
mæli, því B.B. King er sjálfur
álitinn (einn) sá bezti. Hér á
eftir talar Johnny um sjálfan
sig og sína músík.
— Ég var 11 ára gamall þeg-
ar ég heyrði blues í fyrsta
skipti. Þá var ég nýlega búinn
að eignast fyrsta gítarinn minn,
svo mér fannst ekki koma neitt
annað til greina en að spila
blues. Ég hafði aldrei heyrt
neitt því líkt, svo ég keypti all-
ar blues-plötur sem ég náði í,
og ég átti innan tíðar mjög gott
blues-plötusafn, með fólki eins
og Howlin’ Wolf, Muddy Wat-
ers, Bobby Bland og B. B. King.
— Ég held að Howlin’ Wolf
hafi verið sá fyrsti sem ég
heyrði í. Hann var með svo
skrítna rödd, að ég vissi ekki
almennilega hvað var að ske.
Ég heyrði í honum í útvarps-
stöð í Freeport, Louisiana, en
þar voru allar helztu blues-
stjörnurnar. Ég hlustaði á þenn-
an þátt á hverju kvöldi og
keypti plöturnar sem þar voru
spilaðar. Svo spilaði ég Jögin
þeirra sjálfur og reyndi að búa
til ný sóló og svoleiðis. Ég varð
líka fyrir áhrifum af þeim sem
þá voru vinsælli, til dæmis
Carl Perkins, Jerry Lee Lewis
og Elvis Presley, sem þá var að
byrja.
Winter eignaðist sinn fyrsta
rafmagnsgítar þegar hann var
12 ára gamall, en þá hafði hann
æft sig í eitt ár á gamla gítar-
inn sem afi hans gaf honum.
— Um leið og ég var búinn
að læra örfá grip fór ég að
spila með Edgar bróður mínum.
Við sungum lög sem Everly
Brothers voru með og fleira
slíkt. Edgar er þremur árum
yngri en ég og hann var ekki
nema 7 eða 8 ára þegar við fór-
um að syngja saman, en ég var
orðinn 15 ára þegar ég fyrst
stofnaði hljómsveit.
— Ég man ekki einu sinni
eftir því þegar ég fyrst fór að
hafa áhuga á músík. Það var
músík allt í kringum mig og
um leið og ég gat farið að gefa
frá mér hljóð söng ég. Pabbi
kenndi mér að spila á ukelele,
en mig langaði alltaf að spila
á klarinet. Menn eins og Benny
Goodman og Artie Shaw voru
að mínu skapi, en þegar ég var
6 ára gamall fékk ég vaxtar-
truflun í efri góm, fékk skög-
ultennur, svo ég varð að hætta.
— Það lá við að það færi
með mig. Ég trúði því varla: Ég
var búinn að ákveða að verða
frægur klarinetleikari og svo
varð ég að hætta. En þá kenndi
pabbi mér að spila á ukelele, og
um leið og ég var orðinn nægi-
lega stór til að halda á gítar,
sneri ég mér að honum.
— Ég var fimmtán ára þegar
ég spilaði fyrst inn á plötu. Það
vildi þannig til, að í sambandi
við sjónvarpsþátt var efnt til
samkeppni á meðal gítarleikara
og söngvara. Ég vann þessa
keppni — . sjónvarpsþátturinn
hét „Go Johnny Go“ — og fékk
tækifæri til að spila inn á plötu
fyrir fyrirtæki í Beaumont.
Hún hét „Schoolday Blues“ og
hinum megin var „You Know
I Love You“. Af þessu seldust
285 plötur og hún varð númer
8 í Beaumont.
— Um það bil ári síðar byrj-
aði ég að spila inn á plötur fyr-
ir annað fyrirtæki í Beaumont
og var að því í nokkur ár. Sum-
ar upptökurnar seldum við,
m.a. nokkrar til Atlantic og
eina til MGM. Annars spilaði
ég allt mögulegt í þessa tíð og
allt var tekið upp. Nærri allt
hefur komið út núna — og
jafnvel meira til. Ég hef séð
og heyrt plötur með efni sem
ég man ekkert eftir að hafa
nokkurn tíma spilað, en er þó
skrifaður fyrir.
Þegar Johnny Winter fór að
heiman, hélt hann til Chicago,
þar sem hann bjóst við að
komast inn í virkilegt blues-
andrúmsloft. Það tókst svo sem,
en honum gekk erfiðlega og
hann spilaði aðallega í litlum
klúbbum. Og hann heldur
áfram sögu sinni:
— Allir helztu blues-leikar-
arnir sem ég hafði hejrrt um
komu frá Chicago eða voru þar
um eitthvert skeið. Ég hélt að
ég myndi sjá og heyra þetta
fólk í eigin persónu — en það
var langt í frá.
— Ég var ráðinn til að spila
í klúbbi nokkrum í gamla
20 VIKAN ll.TBL.