Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 5
Svar til Skugga Kona, sem þannig er ástatt um, ætti helzt aS lerta fyrst til heim- ilislæknis og leita í samráSi viS hann frekari aSstoSar. Bóka- kostur um þessi efni er heldur takmarkaSur á íslenzku, enda svo aS heyra aS tepruskapur varSandi þetta sé meiri hér á landi en meS nágrannaþjóSun- um flestum. Þær bækur, sem út hafa komiS um þessi efni, munu fæstar nýjar af nálinni og þvf spursmál hvort rétt er aS benda á þær. En efalaust myndu lækn- ar geta vísaS á þær, ef þeir sæju ástæSu til. Erfitt er aS svara því hvort nauS- synlegt sé aS kona fái full- nægingu viS samfarir; þaS er nokkuS komiS undir mati hvers og eins á því hvaS sé „nauS- synlegt". En vitaskuld getur ó- fullnægjandi ástalíf valdiS margskyns sálarlegum truflun- um, sérstaklega ef hlutaSeigandi fólk leggur mikiS upp úr þeirri hliS mannlifsins. Kannski væri ekki fjarri lagi aS minna þetta fólk á aS þótt kynlífiS sé aS vísu mikill þáttur í mannlffinu, þá er þaS langt i frá sá eini. Vikan hefur, ef viS munum rétt, eitthvaS efni birt viSvfkjandi þessu, og er vel hugsanlegt aS meira verSi gert aS því. HvaS sfSarnefnda vandamálinu viSvfkur ber manni, sem þannig er ástatt fyrir, fyrst aS snúa sér til heimilislæknis sfns eSa hér- aSslæknis, sem mundi þá vísa honum til tryggingalæknis, er gæfl örorkumat. UpphæS bót- anna yrSi þá komin undir niS- urstöSum þess mats. Skriftin er ekki ósnotur, en dá- IftiS laus ( sér, eins og þér hafi veriS dálitiS órótt þegar þú skrifaSir bréfiS. Svar til „einnar seytján ára“ Fyrst þiS hafiS veriS saman áS- ur, og hann er ekki feiminn, eftir því sem þú segir, þá virS- ist liggja í augum uppi aS hann vilji ekkert hafa meS þig aS gera meir. Hvers vegna má GuS vita, þaS ættir þú frekar aS geta rennt grun f en viS. Og þetta aS heilsa þér ekki einu sinni, þegar hann sér þig, en nauSþekkja þig þó, þaS er erfitt aS kalla annaS en beinan dónaskap. — Ætli þaS sé nokkur eftirsjá í honum, eftir alit saman? Skriftin er vel læsileg, en vant- ar mikiS á í fágun og snotur- ieik, og ekki er bréfiS heldur villulaust. Vegna þess hve Iftil festa er í skriftinni treystum viS okkur ekki til aS lesa neitt úr henni. A og B Kæri Pósturl Mig langar að biðja þig að hjálpa mér úr vandræðum. Ég er hrifin af tveimur strákum, og eru þeir í sama tækk, og við í sama skóla. Annar, sem við skulum kalla A, kom oft til mín og lánaði mér hálsmenið sitt, en svo hætti hann að koma til mín, en er byrjaður að koma aftur. En hinn, sem við skulum kalla B, er Ijóshærður (ég er Ijóshærð) en minni en ég. Þeir eru báðir mjög sætir, en ég veit ekki hvorn ég á að taka, vilt þú reyna að hjálpa mér? Vilt þú svara mér fljótt áður en það verður of seint. Fyrirfram þakkir. — Hvernig er skriftin? E.H. „Ég vildi kasta krónu, en þeir eru bara þrír," stendur f slag- ara sem var á gangi um þaS leyti sem þú fæddist. Lýsingin, sem þú gefur á piltunum, er svo óljós að ómögulegt er fyrir ókunnugan að átta sig á, hvor skárri sé. Og fyrst þeir eru bara tveir, hvers vegna þá ekki að kasta krónu? Skriftin er nokkuð falleg og regluleq, en nokkuð erfiðlega gekk okkur að greina hana frá pappírnum. Bassaleikari í Rolling Stones Kæri Pósturl Við erum hér tveir félagar sem ekki eru á eitt sáttir. Hver er bassaleikari í Rolling Stones? Viltu gera svo vel að segja okkur það. Það er mikið í húfi. Með fyrirfram þökk. Lallar. Bill Wyman heitir hann. MIDA PREIMTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320 AÐEIHS 112 KRÓNUH Á 100 KÍLÓMETRA Hver hefur ekki þörf fyrir flest heimilistæki þó að hann eigi bifreið? SKODA bifreiðar gera yður kleift fremur öðriim að eignast hvorttveggja. Miðað við aðra algenga 5 manna bifreið, sparið þér 16.000.00 krónur árlega í bcnzíni ( miðað við 20.000 km árlegan akstur), sem þér getið varið til kaupa á heimilistaekjum eða öðru því, sem hugurinn giraist, t. d. sumarleyfisdvöl á Kanaríeyjum. SKODA 100. — Glæsilegt darmi um liagkvæmni og smekk. Innréttingar og frágangur í sérflokki. Diskahemlar — Tvöfalt bremsukerfi — 4ra hraða þurrkur — Bamalíesingar Radial hjólbarðar — OG EYÐIR AÐEINS 7 LlTRUM A 100 KM. VEEX3ERÐAÞJ0NUSTA — VARAHLUTAÞJÓNUSTA — 5 ÁRA RYÐKASKÓ. Það er þcss virði aö kynna sér SKODA. SýningarbQI á staðnum. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. ’AUÐBREKKU 44 - 46 SlMI 42600 KÓPAVOGI 12. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.