Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 18
Monza vildi vera karlmð
Nunnan frá
Hún var nunna. Hún hafði
fjólublá augu og munaðarleg-
an munnsvip. Hún bjó bak við
múra klaustursins í Monza.
Samvizkulaus þrjótur, Gian
Paolo Osio, komst með klækj-
um inn um klausturhliðið og
eyddi nóttum sínum með nunn-
unnu í klefa hennar.
Enn þann dag í dag er hlið-
ið við líði, hliðið, sem Mari-
Faðir Arrigone skrifaSi istarbróf-
in til nunnunnar og fékk þaS vel
borgaS.
Þarna var nunnan múruS inni (
þröngum klefa, þar sem hún stóS
í fjórtán ár.
anna de Leyva hleypti elsk-
huga sínum inn um og kallaði
yfir sig eilífa fordæmingu.
„Hún var fögur og blygðun-
arlaus,“ segir einn sagnfræð-
ingurinn. „Ástríðurnar blind-
uðu hana, hún óttaðist ekk-
ert.“ En fyrir ást sína varð hún
að gjalda með ómannúðlegum
kvölum.
Árið 1609 var Marianna de
Leyva „henni til sáluhjálpar“
múruð lifandi inni í litlum
klefa, þar sem hún átti að
kveljast til síðasta andvarps.
Gólfið var þakið hálmi og mat-
inn, ef mat skyldi kalla, fékk
hún gegnum lítið gat í múrn-
um. Skammturinn var ekki
stærri en svo að hún svalt
ekki í hel.
Hún sá ekki nokkra lifandi
veru, heyrði aldrei nokkra
mannsrödd. Hálmurinn fúln-
aði, fötin hennar héngu í tætl-
um og hún varð að standa á
nöktum fótum, sumar og vet-
ur, og vaða í sínum eigin úr-
gangi.
Hún varð veik, hresstist svo
aftur, svo oft að ekki verður
tölu á komið.
Með árunum missti hún al-
veg tímaskynið. En hún lézt
ekki. Og hún varð heldur ekki
brjáluð. ...
Þessi synduga nunna var af
auðugri aðalsætt komin. Faðir
hennar, Martino de Leyva
greifi, sem var lénsherra í
Monza, var auðugur maður og
hann var líka ákaflega ágjarn.
40.000 gullchudi, sem svara
til rúmlega 17 milljón króna á
nútímamælikvarða, komu í
hlut dóttur hans. Þessi auðæfi
hafði Marianna erft eftir móð-
ur sína, sem lézt á unga aldri.
Þar við bættist svo heiman-
mundur hennar. Faðir hennar
sá ofsjónum yfir að greiða
þessa peninga, hafði ekki frið
í sínum beinum dag eða nótt.
Hann hugsaði mikið um það
hvernig hann ætti að losna við
að greiða henni það sem henni
bar og komst loksins niður á
rétta lausn. Á einum stað segir
í sögu hennar: „Það varð eng-
inn undrandi yfir því að léns-
herrann sendi dóttur sina í
klaustur. Þá gat hann haldið fé
hennar og honum var borgið.“
Marianna de Leyva þorði
var ekki hentugur sálarfriði
ungu stúlkunnar.
Hún bar á vinstri hönd hring,
sem minnti hana á það daglega
að brúðgumi hennar væri á
himnum. Hún grét oft og reiði-
köst hennar voru oft slæm og
til vandræða fyrir nunnurnar
í klaustrinu.
Þá kom líka nábúi hennar,
Gian Paolo Osio til skjalanna.
Klausturgarðurinn i Santa Margherite klaustrinu ( Monza: Þama hitti
nunnan elskhuga sinn á laun. Hún fæddi honum tvær dætur, aðra and-
vana en hin var skírð Alma Francesca og hún gekk svo ( klautur til að
bæta fyrir syndir foreldra sinna.
ekki að andmæla föður sínum,
þegar hann fól Benediktssystr-
um uppeldi hennar.
Rúmlega fimmtán ára var
unglingurinn með fjólubláu
augun og munaðarlegu varirn-
ar látin sverja eiðinn við há-
tíðlega athöfn.
Þar sem Marianna var af að-
alsættum, varð hún að ganga
í klausturskólann. Þar voru
stúlkurnar með framtíðar-
drauma, drauma um ást og
hamingju. Þessi félagsskapur
Höll hans var rétt hjá klaustr-
inu og frá aldingarði hans gat
hann séð inn í klausturgarð-
inn. Marianna hafði oft tekið
eftir honum, þegar hann klifr-
aði hátt upp í greinar trjánna.
Einn daginn greip hann epli
og fleygði því yfir klaustur-
múrinn til fallegustu stúlkunn-
ar í skólanum, sem kölluð var
signorina Isabella.
Marianna fór ekki dult með
álit sitt á honum, kallaði hann,
sem var tuttugu og níu ára,
18 VIKAN 12. TBL.