Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 50
1 næstu viku „Þegar við eignumst leikritahöfunda“. VIKAN heimsækir ungan leikara, Þórhall Sigurðsson Þórhallur Sigurðsson er í hópi þeirra ungu leikara, sem efnilegastir þykja og mestar vonir eru bundnar viS. í fyrra vakti hann athygli meS leik sínum ( „Malcolm litli", og í vetur hefur hann skemmt börnunum í hlut- verki Litla Kláusar. VIKAN heimsaakir Þór- hall í næsta blaSi og spjallar viS hann um leiklistina, framtíðaráform hans og sitthvaS fleira. Viðtalinu fylgja litmyndir af Þórhalli og fjölskyldu hans. Að deyja upp á japönsku ÞaS vakti heimsat- hygli, þegar jap- anska skáldiS Mis- jíma framdi hara- kiri. ViS birtum ævisögu Misjíma í næsta blaði, en hann er vinsælasta skáld Japans og var orðinn marg- faldur milljónamær- ingur. Ný og spennandi framhaldssaga „Á meðan bilstjórarnir voru á balli" nefnist ný framhaldssaga, sem hefst í næsta blaði. Hér er um að ræða hörkuspennandi saka- málasögu eftir Mignon G. Eberhart, sem eng- Inn má missa af. Páskamaturinn í Eldhúsinu Það líður óðum að páskum, og þá taka hús- freyjurnar að huga að matnum yfir þessa lengstu hátíð ársins. Dröfn H. Farestveit tek- ur páskamatinn til meðferðar ( næsta Eld- húsi Vikunnar. Þættinum fylgja myndir í fjórum litum. VIKAN ferávöllinn Handknattleikur er vinsælasta (þróttin þessa stundina. — VIKAN fylgdi með straumnum inn í Laugardalshöll á dögunum, og næst birtum við nokkr- ar svipmyndir það- an. HITTUMST AFTUR - ( NÆSTU VIKU LEIKFONG.. ■ ■ Framháld af bls. 10. mömmur, frœnkur og frændur Vestur-Þýzkalands til að draga ekki af sér við jólagjafakaupin handa þeim fjórtán milljónum borgara sambandslýðveldisins, sem eru undir fjórtán ára aldri. Herferðin tókst með ógætum: um jólin eyddu Vestur-Þjóðverjar nærri þrjátíu milljörðum króna í jólagjafakaup. Enda var fullyrt í dagblaðinu „Das Spielzeug“, að fjölmargar fjöl- skyldur litu á leikföng barna sinna sem virðingarmerki. Þegar að því kæmi að kaupa leikföng, væri því öll sparsemi látin lönd og leið. Hið gífurlega framboð leikfanga- framleiðenda á stöðugt nýjum og æsandi tækniundrum hefur vakið mikla gagnrýni þýzkra uppeldis- fræðinga. Einn þeirra, prófessor Horst Wetterling, hefur sakað fram- leiðendur um að „steypa börnum, sem eru of ung til að geta varið sig, í ráðleysi og ringulreið." Upp- eldisfræðingarnir segja að fram- leiðendurnir stefni ekki að því að börnin hafi sem mesta skemmtan af leik sínum, heldur að sem mest sé keypt. Og foreldrarnir eiga hér líka sína sök. Prófessor' Hildegard Hetzer, uppeldisfræðingurinn við háskólann í Giessen, segir: „For- eldrar virðast oft halda, að þeim mun dýrara leikfang sem þau kaupa barni sínu, því vænna þyki því um þá.“ Uppeldisfræðingarnir benda á, að börnin hafi að jafnaði miklu meira gaman af einföldum leikföngum, sem krefjist af þeim talsverðrar vinnu og útsjónarsemi, svo sem kubbum til að byggja úr, verkfær- um, ílátum, teningum, gestaþraut- um, . s. frv. Fyrir utan að þetta kostar foreldra og aðra gefendur engin teljandi fjárútlát, þá svala þessi leikföng sköpunar- og starfs- þörf barnsins og verða því til miklu meira gamans heldur en rándýr, tæknileg tryllitæki, sem venjulega bila eftir skamma notkun og verða þá aðeins til leiðinda. Ekki er þó því að neita að leik- fangaframleiðendur hafa eitthvað reynt að laga sig eftir kenningum þeirra uppeldisfræðinga, sem halda fram „rétti smábarnsins til mennt- unar“. En á jólavertíðinni gætir þó ennþá mest hinna æsandi, en end- ingarlitlu tæknilegu tryllitækja. ☆ 50 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.