Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 14
Vinnan er komin í stað ástmeyjar- innar Flestar okkar þekkja hann, dauðuppgefna eigin- manninn, náfölan af þreytu, sem linígur niður í bezta hægindastólinn á kvöldin, eftir „hræðilegan dag“ á skrifstofu eða vinnustað. Og við höfum lagt þá spurningu fyrir okkur sjálfar hvort háerri laun og betri lifsskilyrði séu í raun og veru þess virði að leggja svona mikið í sölurnar. 'AIdrei hefur kapphlaupið í viðskiptaheiminum verið eins æðisgengið og nú á dögum. Nútima kon- an sér fjölskylduföðurinn kannske jafn sjaldan og sjómannskonur á skútuöldinni sína eiginmenn. Hagskýrslur segja að æ fleiri hjónaskilnaðir verði nú af völdum of mikilla anna og streitu. Amerískur sálfræðingur hefur sagt að fyrirtækið eða verzlunin sé nú komin í staðinn fyrir ástmeyna í hinum „ei- lífa þríhymingi“, og að rannsóknir hafi leitt í ljós að vinnan geti tekið allt að því 80% af tíma og orku eiginmannsins, það er að segja ef hann er í topp- stöðu í viðskiptaheiminUm, iðnaði, skipaútgerð og öðrum atvinnugreinum. Það er því sannarlega ekkert skrítið að þeim mönnum fjölgar stöðugt, sem þjást af streitu og taugasjúkdómum. Það er því ekki undarlegt að margir forstjórar vilji fá viðtal við eiginkonu manns, sem þeir hafa hug á að ráða í ábyrgðarstöðu, en það er orðið mjög algengt hjá stórum fyrirtækjum er- lendis. Það er ekki lítils virði að maðurinn eigi konu, sem er hyggin og hjálpsöm og veiti honum þann stuðning, sem er honum nauðsynlegur. Kvenkynið er, eins og allir vita, bæði sterkara og þrautseigara en karlmenn. Konur hafa miklu meiri aðlögunarhæfileika, eru betur til þess fallnar að taka erfiðleikum, sem ný staða getur haft í för með sér. Við konurnar eigum ósköp létt með að láta ekki áhyggjur hafa áhrif á okkur, en karlmönnum liættir við að burðast með þær, án þess að gera tilraun til að létta af sér okinu. Þeir strita meira, þeim er hættara við hjartasjúkdómum og deyja fyrr en kon- 14 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.