Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 15
HUGSIÐ VEL UM EIGINMANNINN GREINAFLOKKUR EFTIR STELLU BRUCE 3. GREIN Spennan í viðskiptalífinu hefur aldrei verið meiri en nú. Maðurinn þinn þarf að vinna meira en áður, í kapphlaupinu um betri lífskjör. Þetta eykur við eiginkonuskyldur þínar, þú verður að hjálpa honum til að mæta of miklu taugaálagi . . . ur, að meðaltali sex árum fyrr, og þá er líklega átt við velferðarþjóðfélög. Ef karlmenn gætu lært að mæta erf- iðleikum, án þess að taka alla hluti al- varlega, þá gætu þeir liklega átt lengri lífdaga. Sérfræðingum kemur yfirleitt saman um það að konumar geti gert mikið til að lengja líf eiginmanna sinna. Þú getur hreinlega bætt árum við líf mannsins þíns með því að hjálpa hon- um til að standa á móti þeim áhyggjum og streitu, sem nútima athafnalíf býður metorðagjörnum mönnum upp á. Stundum verður maðurinn lika að læra af biturri reynslu. Forstjóri hjá stóru byggingafyrirtæki, fékk mjög slæmt taugaáfall, eftir að hafa unnið sleitulaust í margar vikur, án þess að unna sér hvíldar. — fig fór í ferðalag til að jafna mig, sagði liann. — En ég gat hvorki sofið né hvílzt án þess að taka róandi lyf. fig varð að taka á öllum mínum vilja- styrk til að koma lífi mínu í rétt horf. Án hjálpar konu minnar hefði ég al- drei getað losað mig við þetta farg. Forráðamönnum nokkurra stórfyrir- tækja er það ljóst að vinnuálagið og samkeppnin stuðla að þvi að eyðileggja heilsu starfsmanna þeirra. — Við höfum splundrað mörgum hamingjusömum fjölskyldum, segir læknir við eitt af stærstu iðnfyrirtækj- um í Vestur-Þýzkalandi. — Við höfum okkar eigin sálfræð- ing, segir liann ennfremur, — en samt getur við ekki hjálpað fólki, sem í raun og veru hefur við erfið sálfræðileg vandamál að etja. Þá er það fjölskyldan, sérstaklega þó konan, sem hefur því hlutverki að gegna að leggja sitt af mörkum til að viðhalda heilsu fyrirvinnunnar, bæði líkamlega og andlega. — Ef lijónin geta talað saman um vandamálin sem fyrir koma yfir dag- inn, þá hafa þau náð langt, segir sál- fræðingur, sem starfar við stórt iðn- fyrirtæki. Hann segir frá einu sérstöku tilfelli. Ungur maður í toppstöðu ákvað að fara að heiman klukkutíma fyrr en venjulega á hverjum degi, til þess að geta komið heim til sin klukkutíma fyrr á kvöldin, svo hann gæti leikið sér við börnin áður en þau færu í rúmið. Á þann hátt eignaðist hann dýrmæta stund með fjölskyldunni á hverju kvöldi. Hann gaf líka konu sinni lof- orð um að vinna ekki aukavinnu á laugardögum og að taka ekki vinnu heim með sér, nema tvisvar í viku. Þekktur amerískur sálfræðingur, sem vinnur við stóriðjufyrirtæki segir: —- Eilt mesta vandamál hjá okkur er að fást við þær konur, sem vilja halda því fram að eiginmaðurinn taki vinnu sina fram yfir konu og börn. I mörgum til- vikum hafa þær á rétlu að standa. — Á fyrstu hjúskaparárunum ættu hjónin að gera það upp við sig hvað eigi að vera aðalatriðið í sambúð þeirra, segir sálfræðingurinn. — Á maðurinn að fórna heimilislifinu fyrir vinnuna i nokkur ár? Eða á hann að stilla metn- Frarrihald á bls. 43. 12. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.