Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 47
Balanchine’s er bezt, og í nú- tíma-klassískum ballet er hon- um enginn fremri. — Hver er munurxnn á nú- tímaklassískum ballet og venju- lega klassiskum? — Þegar ég hugsa um klass- ískan ballet þá hugsa ég um þessa gömlu góðu eins og „Svanavatnið“, „Hnotubrjót- inn“ og fleiri. Þetta eru gamlir, klassískir ballettar, og nútíma- klassískur ballet er byggður á sama forminu og við höldimi okkur við sömu grunnatriðin. Þetta getur Balanchine betur en nokkur annar. í nútímaball- et er formið hinsvegar varla til. Þar getur maður gert svo til hvað sem er. Béjart á það til að tala í sínum dönsum, og mér finnst það ágætis dæmi um þá skoðun mína að hann sé allt of... ja, „commercial“, ef ég má nota svona orð. —• Það er állt í lagi, þetta orð er löngu landlœgt. En gœtir þú hugsað þér að koma heim, alkominn, og kenna? Reyna að koma islenzkum bállet á það stig sem hann gœti væntanlega verið á? — Alls ekki núna. — Nei, en eftir kannski 10 ár? — Hver veit? Ég hef aldrei planlagt neitt í sambandi við ballet. Ég tek hlutina eins og þeir koma og hingað til hefur það gengið vel, svo ég setla að halda því áfram. — Nú ertu 28 ára gamall; hvað getur þú búist við að vera áktívur í mörg ár í viðbót? — Einn erfiðasti hlutinn af þessu starfi er að halda sér við, og það veltur alveg á því hvern- manni tekst það, hvað maður dugar lengi. Yfirleitt er reikn- að með að karldansarar séu við þetta þar til þeir eru eru um það bil fertugir, en nú er til dæmis Erik Bruun, sá danski orðinn 43 ára og hann er ennþá að dansa í New York — og hann dansar ákaflega vel. Svo það er hægt að búast við að ég geti dansað í 10—15 ár ennþá ... að öllu óbreyttu. — Fara ekki flestir fyrrver- andi bálletdansarar út í það að kenna? — Jú, eða þá að kóreógraf- era. Sumir hætta alveg og reyna að snúa sér að einhverju öðru, en þeir eru færri. Mjög margir reyna fyrir sér í kóreógrafíu, og £ heiminum er mjög mikill hörgull á góðum kóreógröf- um. og aðrir stofna sína eigin dansflokka, litla flokka, og sýna hér og þar og semja. Sem dæmi um skortinn á góðum kóreó- gröfum, þá get ég nefnt þér að ballettar Balanchine’s eru sýndir um allan' heim. — En þú treystir þér ekki til að segja til um hvort þú kemur heim þegar þú hœttir að dansa? — Nei, ég veit ekkert um það. — Nær állir listamenn hálda því fram, að þeirra listgrein sé frjálsasta tjáningar- og túlk- unarformið. Finnst þér þú hnepptur eða takmarkaður á einhvem háttí þinni list? — Nei, allavega hef ég þá ekki gert mér grein fyrir því. Ég verð sífellt að halda áfram og reyna að. gera betur ef ég á ekki að staðna. Mér finnst al- drei neitt nógu gott hjá mér. í listinni eru engin takmörk. Hún er endalaus. Það kemur fyrir að þegar ég hef náð einhverju ákveðnu spori, sem ég hef unn- ið að í margar vikur, þá finnst mér ég hafa misst eitthvað annað í staðinn. En það er ekki oft sem ég geri mér grein fyrir því hvað það var sem ég missti — ef það.var þá eitthvað. — Þú ferð sem sagt álltaf á sviðið til að skemmta fólki? — Já, til að gleðja það. Það er svo lítið gert af því nú orðið, það er mikið meira um hitt. Þetta er heimur sem er erfitt að lifa í og ég vil gera mitt til að gera léttara á köflum. — Hvenœr kemur þú aftur? spurði ég. Hann leit upp og hló við. — Hver veit? svaraði hann. — Ef ég dansa í Evrópu getur vel verið að ég reyni að stoppa hér í nokkra daga, en það veltur alveg á hversu mikið ég dansa með flokknum; ég get ekki fengið frí þegar mér sýnist. Sjálfur veit ég ekki hvenær ég kem aftur, en mig langar til að koma fljótlega. Og það er búið að biðja mig að koma aftur ... Hann hló aftur. — Er eitthvað sem þú vilt segja sjálfur að lokum? — Tja... Eins og ég sagði áðan, þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast, en ég er ákaf- lega þakklátur fyrir móttök- urnar. óvald. SA6A SYNDUGU NUNNUNNAR Framhald á bls. 19. urnar, sem gengu árla til messu, hávaxna, herðabreiða „systur“, sem flýtti sér áfram og gekk mjög niðurlút. Þar var Gian Osio á ferð. Fljótlega var þetta á allra vitorði í klaustrinu. Sumar nunnurnar þögðu af meðaumk- un, öðrum fannst þetta kitlandi og jafnvel spennandi og þær, sem annars hötuðu Marianna, þögðu vegna heiðurs klaust- ursins. Þær létu líka sem þær væru heyrnarlausar, þegar þær heyrðu sársaukavein frá klefa ungu nunnunnar eina nóttina. Það var ekki um að villast, þar var kona í barnsnauð. Barnið var andvana fætt og Gian tók barnslíkið með sér. Marianna lét ekki kvalirnar á sig fá, hún hafði mikil óþæg- indi af mjólkinni í brjóstun- um. Hún fleygði lyklinum, sem hún hafði látið gera handa Gi- an. Hún bannaði elskhuga sln- um að koma í viðtalsherberg- ið. Hún sat í klefa sínum til að gera yfirbót, en bað stundum systur Ottaviu, sem var gæzlu- kona hennar að gá fyrir sig hvort það gæti verið að Gian stæði við klausturmúrinn! Ef hann stóð þar, sagði hún æst: — Ég hef bannað honum að renna til mín augum eða að tjá mér ást sína! En finnst þér hann samt ekki fallegasti mað- urinn sem þú hefur séð? Marianna háði ógurlegt sál- arstríð. Að lokum fékk hún járnsmið til að smíða nýjan lykil að hliðinu. Árið 1604 fæddi hún lifandi dóttur. Gi- an Osio tók barnið með sér og lét skíra hana Alma Francesca og gaf henni föðurnafn sitt. f kirkjubókunum var nafn móð- urinn skráð „Isabella Meda, ókunn í héraðinu". Meda var nafn á þorpi í grenndinni, Isabella hét stúlk- an, sem hann kastaði eplinu í forðum. Litla stúlkan, Alma Francesca, var lifandi eftir- mynd ungu nunnunnar. Gian Osio sá ekki sólina fyrir dótt- ur sinni og umvafði hana ást- úð og klæddi hana í silki og knipplinga. Það var aldrei haft hátt um það hver hin raun- verulega móðir væri, þótt flest- um væri það Ijóst. Þegar Marianna missti föður sinn, var hún einkaerfingi hans og lögleg lénsfrú, þar af leið- andi varð hún auðugasta og valdamesta manneskja í Monza. Það var því ekki ráð- legt að tala um hið fyrra líf- erni hennar. f þvottahúsi klaustursins hóf- ust nú hræðileg morð. Góður ásetningur getur haft sínar skuggahliðar. Til þess að vernda hina leynilegu fjöl- skylduhamingju sína, sá Gian sig neyddan til að fremja morð. Þannig var mál með vexti: Tveim dögum fyrir heimsókn eins kirkjuhöfðingjans, lét Marianna setja þjónustusyst- urina Catarinu, sem hafði ver- ið hyskin við störf sín, í straff í þvottahúsi klaustursins. Þá hótaði Catarina að segja kirkju- höfðingjanum frá því hvernig telpan Alma Francesca væri til komin. Marianna varð skelfingu lostin og sneri sér til Gians Osio. Þá sömu nótt fór hann til þvottahússins í fylgd með Mariönnu, sem stóð hjá hon- um meðan hann sló Catarina niður. Til þess að kasta ryki í augun á varðnunnunum, hjó Gian gat á vegginn og það var látið út ganga að systir Cata- rina hefði strokið út um gatið. Meðan kirkjuhöfðinginn var í heimsókn, kom upp sá kvitt- ur í Monza að þjónustusystirin hefði alls ekki getað gert þetta gat, vegna þess að engin verk- færi voru í þvottahúsinu. Smið- urinn, sem hafði smíðað vara- lykilinn og lyfsalinn sem hafði sett saman hreinsiefni fyrir Marianna, sögðu hiklaust að systir Catarina hefði verið myrt. Það skipti engum togum, Gian þaggaði niður í þessum tveim vitnum; hann stakk smiðinn með rýting en skaut lyfsalann. Borgaralegu yfirvöldin sendu löggæzlumenn eftir morðingj- anum. Federico Borromeo kardínáli, var heiðarlegur, guðhræddur og réttsýnn maður, enda komst hann í heilagra manna tölu, sá sér ekki annað fært en að láta taka fasta Benediktsnunnuna, þrátt fyrir auð hennar og ætt- göfgi. Gian Osio hafði sloppið úr haldi og var þá búinn að vera á flótta í margar vikur, en þótt undarlegt megi virðast hvarf hann aftur dulbúinn til klaust- ursins í Monza. Það þekkti hann enginn, en hann heyrði Marianna hljóða, þegar hún var dregin út úr klaustrinu. Honum var ljóst að hann þurfti að fjarlægja allt sem gat bent á glæp hennar. Eins og lömb, til slátrunar leidd, báðu systurnar Ottavia og Benedetta Gian að hjálpa þeim til að flýja, því að þær héldu og það með réttu, að kardínálinn yrði þeim þungur í skauti. Dómurinn og framkvæmd hans var ótrúlega grimmilegt, jafn- 12. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.