Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 44
EIGUM AVALLT FJOLBREYTT ÚRVAL AF ÞROSKANDI LEIKFÖNGUM ÚR TRÉ OG PLASTI EINNIG HIN VIÐURKENNDU SÆNSKU BRIO-TRÉLEIKFÖNG LEIKFANGAVEB Klapparstíg 40 - Sími 12631 sér um ennið og kom sér fyrir á afsíðis stað í garðinum. Tveim tímum síðar kom annar löðursveittur hestur til Fallowmead og reiðmaðurinn, Blair læknir, stökk af baki og flýtti sér inn í húsið. Á mögru andliti hans mátti sjá þreytu- drætti og þegar hann kom auga á Kit, gegnum opnar dyrnar, bölvaði hann lágt og gekk inn. —• Hvers vegna situr þú hér? spurði hann reiðilega. — Sagði ég þér ekki að hver mín- úta væri dýrmæt? Kit hrökk við, en hreyfði sig ekki. — Ég gleymdi því, sagði hann með svo annarlegri rödd að Alex starði undrandi á hann. — Gleymdir? Undrun lækn- isins varð að reiði. — Gleymd- ir, þegar um líf og dauða er að ræða? Hann hélt áfram inn gólfið, meðan hann talaði og þá sá hann svipinn á Kit. Hann greip um handlegg hans og spurði, með allt öðrum hreim: — Guð minn góður, hvað hef- ur komið fyrir? Kit hafði kreppt hnefann um einhvern hlut. Hann starði á Alex, eins og hann væri nú fyrst að koma auga á hann, þvínæst opnaði hann lófann og sýndi honum pardusnæluna. Svo sagði hann með sömu von- leysisröddinni: — Hún veit það, Alex! Chelsham jarl var hér, þegar ég kom. Blair gaf frá sér skelfingar- óp, en Kit heyrði ekki til hans. — Á einhvern djöfullegan hátt hefur hann komizt að öllu saman og sagt henni það. É'g kom of seint. Læknirinn opnaði munninn, til að segja eitthvað, en hætti fljótlega við það. Eftir nokkra þögn, spurði hann: — Hvað sagði hún? — Við mig — ekkert! Um leið og ég kom inn í stofuna heyrði ég að hún hrópaði að það væri ekki satt og að ég myndi aldrei ljúga að henni. En þegar hún sá að hann hafði á réttu að standa og var að því komin að falla í ómegin, þá mátti ég ekki einu sinni nálgast hana. Rödd hans brast og hann sneri sér undan. — Hún hörfaði frá mér, Alex og svipurinn í augum hennar var bitrari en nokkur orð hefðu getað verið! Það varð dauðaþögn eftir þessa kvalastunu, og að lokum gekk Blair til Kits, sem laut höfði, lagði höndina á öxl hans og sagði: — Tíminn læknar öll mein, Kit, og þú hefur nægan tíma til að sættast við hana. En hitt getur ekki beðið. — Nei! Kit leit upp og hristi höfuðið, eins og hann vildi reyna að hugsa skýrar. — Guð fyrirgefi mér! Ég hef kannski eytt of löngum tíma. Farðu til hennar, Alex, segðu henni hvað komið hefur fyrir. Ég skal hugsa um hestana. — Hvar er hún? — f herberginu sínu, Regina er hjá henni. Hann greip Blair í arminn. — Segðu henni var- lega frá þessu, Alex! Henni líður nógu illa samt. Þegar læknirinn barði að dyrum hjá Damaris, heyrði hann hvíslandi raddir og eftir andartak voru dyrnar opnað- ar og Regina kom út. Hörku- svipur hennar breyttist, þegar hún sá hver þetta var og hún opnaði upp á gátt. — Blair læknir! sagði hún lágt. — En hve ég er fegin að þér komuð. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Alex gekk inn og sá Damaris á legubekknum við gluggann, með spenntar greipar og mjög niðurlúta. - Vesalingurinn litli! sagði hann blíðlega og lagði hönd sína á ljósan kollinn. — Elsk- an litla, þetta var harkalegt að láta þig kynnast sannleikanum á þennan hátt. — Þú veizt það þá? — Já, barnið mitt, ég veit það. En það er ekki þess vegna sem ég kom hingað núna. Hann virti hana fyrir sér með at- hygli. — Damaris, hefurðu þrek til að taka á móti öðru höggi? —- Þrek? Hún gretti sig. — Já, hvað er það? — Það er viðvíkjandi Nick. Hann særðist í orrustunni um silfurskipið. Viltu koma með mér til hans? Hún stóð upp. — Já, það vil ég, sagði hún með hljómlausri rödd. — Regina, viltu finna einhverja yfirhöfn fyrir mig? Hvernig vildi þetta til? Blair hugsaði sig um svo- litla stund. -—- Það var alltof mikið áræði, sagði hann treg- lega. — Hann hafði fyrirskip- anir frá Kit, en það lítur út fyrir að hann hafi verið ákveð- inn í að vera sá fyrsti sem stigi fæti um borð í skip Spánverj- anna. Hann lagði „Jane“ of snemma að skipinu og svo varð hann viðskila við félaga sína, svo þeir gátu ekki komið hon- um til hjálpar. Regina kom með bláa silki- slá og lagði hana um axlir vin- konu sinnar. Damaris sagði: — Er hann hættulega særður? — Hann er að dauða kom- inn, svaraði Blair hljóðlátlega og Damaris lokaði augunum. — Það er kraftaverk að hann skuli vera ennþá á lífi. — Við skulum þá flýta okk- ur, sagði hún og gekk út úr herberginu.. Alex hrukkaði ennið og leit á Reginu. — Hún er alltof ró- leg sagði hann lágt, — viljið þér vera hér, þegar við kom- um til baka? É'g held hún þarfnist yðar. Fyrir utan stóðu þrír hestar söðlaðir og Kit var kominn á bak. Damaris leit ekki á hann, en lét Alex hjálpa sér á bak og svo þeysti hún af stað. Mennirnir tveir riðu þöglir á eftir henni. „Jane“ sigldi til hafnar und- ir stjórn annars manns, en Nick lá í gamla klefanum sín- um um borð í „Loyalist". Hann lá grafkyrr með lokuð augu og fjólubláir skuggar undir aug- unum voru einu litarbrigðin á tærðu andlitinu. Jafnvel þykka ljósa hárið var dautt og glans- laust. Damaris beygði sig yfir hvílu hans. — Nick! hvíslaði hún. — Nick! Hægt og með erfiðismunum opnaði hann augun. Hann reyndi að segja eitthvað en varð að gera fleiri tilraunir, þangað til það heppnaðist. — Damaris? Eða er mig að dreyma? — Nei, þig er ekki að dreyma. — Þú ert kominn heim, Nick. — Heim? endurtók hann. — Hvar er það? Einu sinni var það búgarður í stórum dal, en það er svo langt síðan. Ég ætl- aði að kaupa land og byggja hús.... Röddin þvarr og hann lokaði augunum. — Við byggjum það saman, sagði hún blíðlega og strauk hárið frá enni hans. Tárin runnu niður kinnar hennar en röddin var róieg. — f grænum dal. . . . Höfuð hans hreyfðist aðeins á koddanum. — Það er of seint. Þetta er kv.eðjustund, ástin mín. Hann leit nú á Blair lækni, sem stóð við hlið þeirra. 44 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.