Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 27
\
I
slíku yfir, því Jerome Robbins og Balanchine eru þeir
bezlu í heiminuin í dag.
—...En hver áhrif hafði þetta á meðdansara þína?
— Tja .. . Þessi grein kom út þegar ég var hjá Hark-
ness, og meðdansarar mínir sáu hana svo sem. Fæstir
sýndu nokkur viðbrögð, en þeir sem það gerðu glöddusl
með mér. Það er bara að samkeppnin er svo gifurlega
hörð, að þetta gelur haft ýmisleg áhrif — ef það hefur
þá áhrif á annað borð, sem ég hef ekki hugmynd um.
Helgi Tómasson slettir einstaka ensku orði, og á erfitt
með að tjá sig á köflum. — Ég lief aldrei þurft að tjá
mig um ballet á íslenzku fyrr, sagði hann. — Þegar ég
var í Danmörku þá hugsaði ég um ballet á dönsku og
nu liugsa ég um hann á ensku. Þess vegna kemst ég i
örlítil vandræði þegar ég þarf að fara að hugsa um
þetta á islenzku allt í einu.
En íslenzkan hans er góð, miðað við að hann hefur
verið erlendis í nær 10 ár samfleytt. Hafa margir dvalið
skemur erlendis og átt í meiri erfiðleikum með að tala
tungu feðranna er heim var komið-
Undanfarin ár hefur fjöldi balletsýningagesta aukizt
alveg gífurlega, og mun láta nærri, að á fimm árum hafi
hann tvöfaldast, ekki aðeins í New York, heldur öllum
heiminum. Meira að segja á Islandi, og er nokkuð víst
að ekki hefði verið hægt að selja upp á finnn ballet-
sýningar hér á landi fyrir fimm árum. Yið spurðum
Helga, hvort hann teldi einhverja ástæðu liggja til þess-
„Ég hef aldrei planlagt neitt í sambandi viS ballet . . ."
arar aukningar:
— Fólk er farið að koma aftur og aftur, vegna þess að
því likar það sem það sér, og ástæðan fyrir því er sú, að
ballet er í stöðugri framför. Dansararnir verða æ hetri
og kóreógrafian sömuleiðis, sérstaklega eftir þá Balan-
chine og Jerome Robbins. Þá eru kröfurnar, sem eru
gerðar til dansara, það miklar nú orðið, að þetta leggst-
allt á eitt. Til dæmis gera áhorfendur miklu meiri kröf-
Framháld á bls. 46.
12. TBL. VIKAN 27