Vikan


Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 21
Moody Ðlues eins og þeir eru í dag. Frá vinstri: Mike Pinder, Ray Thomas, Justin Hayward, Creame Edge og John Lodge. ÞaS er at- hyglisvert aS bera myndirnar saman. stöðum, en á endanum vorum við komnir með ágætt kaup. En fólk mundi aðeins eftir okk- ur sem hljómsveitinni er hafði verið með „Go Now“ fyrir nokkrum árum og frammi- staða okkar var eftir því. Það var því greinilegt, að ef við gerðum ekki eithvað rót- tækt, myndi hljómsveitin fara á hausinn á nýjan leik. Því var það að við ákváðum að fara til London og byrja að spila þá músík sem við trúðum á. Þangað til höfðum við alltaf hlustað á forstjóra hljómplötu- fyrirtækjanna, sem höfðu ráð- lagt okkur að ætla á plötu ein- göngu það lag sem var um það bil 3 mínútur að lengd og byrj- aði á skemmtilegu og skiptu intrói, því þá gætu útvarps- þulirnir kynnt hana skemmtí- lega áður en kæmi að sjálfu laginu. Þetta ráð hafði ekki dugað okkur, Við ákváðum því að láta svona menn alveg eiga sig í framtíðinni og láta þá hirða sín ráð sjálfa. Þar með var staðan 1:0 fyrir þeim. Um það leyti keyptum við mellótrón- inn sem okkur hafði langað til að eiga í mörg herrans ár. Við áttum tæplega fyrir mat, en urðum að halda okkur að efn- inu, svo við leigðum okkur samkomusal í tvær vikur til að æfa í. Okkur fór mjög fram; við höfðum ekkert að gera, en við sömdum heila la'gaseríu, sem við kölluðum „Days of Future Past“. Það átti að verða fyrri hluti hljómleikaprógramms. Og þá hafði DECCA sam- band við okkur. Þeir voru að undirbúa nýja útgáfustarfsemi vegna þeirra nýja Deramic Sound System, og vildu að við tækjum upp fyrir þá sígilt verk í poppútsetningu. Við fengum eintak af sinfón- íu Dvoraks, „Nýi heimurinn“, og var sagt að taka út laglín- urnar og setja góðan takt við þær og svo framvegis. Peter Knight átti að gera útsetning- ar fyrir London Festival Orch- estra, sem átti að vera á bak við okkur, svo augljóst er að allt átti að vera mjög huggu- legt. Annaðhvort hljómar það sem brjálæði eða argasta ósvífni, en við höfðum vara heyrt hug- myndina fyrr en við vorum búnir að ákveða meiriháttar svindl. Áætlun okkar var á þá leið að í stað þess að gera það sem við höfðum verið fengnir til, ætluðum við að taka upp „Days of Future Past“ — á tæki DECCA og nota þeirra menn í þetta svindl með okkur. Fyrst þurftum við náttúrlega að tala Peter Knight inn í þetta með okkur. Auðvitað var hann heldur neikvæður til að byrja með en eftir að hann hafði hlustað á okkur féllst hann á að leggja höfuðið imdir öxina. Ég ber óskaplega virðingu fyr- ir hugrekki hans. Það er stórkostlega ótrúlegt hvað hægt er að spila með stórt fyrirtæki eins og DECCA. Við vorum með eítt af aðal- stúdíóum þeirra í tvær vikur, með heilan hóp af allskonar tæknimönnum í kringum okk- ur. En enginn, nei alls enginn, spurði nokkru sinni hvað við værum að gera. Og svo kom að degi uppgjörs- ins! DECCA hefur einskonar kvið- dóm sem ræður því hvort upp- Framhald á bls. 39. „MITT PERSÓNULEGA ÁLIT Á ÞÍNU PERSÓNULEGA ÁLITI.*. M Reykjavík, 25/2 1971. Blessaður! Þegar ég las greinar þínar eins og venjulega í 8. tbl. Vik- unnar, rak ég augun allt í einu í þessa setningu: „(Leiðinleg plata, LZ)“. Nú langar mig að vita hvort þetta var innskot frá þér eða hvort þetta var í grein- inni um Zappa þegar hún barst þér í hendur? í þessari setningu eru mjög margir ósammála þér og les- endur hafa alls engan áhuga á þinu áliti á þessum og hinum hlutum, en í þessum þætti þín- um í Vikunni finnst mér að þú látir of mikið skína í þitt álit á þessum og hinum hlutum. Ég hef haldið að þetta væri þátt- ur til skemmtunar ungum les- enum Vikunnar, en ekki til að koma þínum skoðunum á fram- færi. T. d. ef eitthvað gerist í popp-heiminum sem þér líkar Xf' 38 LIÍ/1 • ekki, nú þá er það prentað í blaðið sem núll og nix. Hins vegar þakka ég fyrir einstaka greinar sem ekki hafa verið fullar af persónulegum hugmyndum þínum. En þegar myndir voru þirtar af Kinks- tónleikunum, gerðirðu bara ekkert annað en skíta þá út. Hvað hefði verið sagt, hefðu þeir bara neitað að koma hing- að? Ja, ég vildi nærri því að svo hefði farið, því það er eins og núna séu þú og aðrir blaða- menn orðnir svo vandlátir með poppið síð'an Led Zeppelin komu hingað. Og þó að ég hafi síffur en svo á móti Led Zeppe- lin, má alls ekki dæma allar aðrar hljómsveitir eftir LZ, þeir voru þó kjörnir beztir í heimi 1970! En ég býst við að þú og þínir líkar hafi orðið ánægðir með Kinks hefðu þeir komið aðeins á undan Led Framhald á bls. 38. 12. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.