Vikan


Vikan - 29.04.1971, Page 5

Vikan - 29.04.1971, Page 5
þig að birta bréf mitt, eins fljótt og mögulegt er! Jæja! Eg er eins og flestar sext- án ára stelpur hrifin af strák! En ég vissi bara alls ekki, að hann væri búinn að vera hér í allan vetur, fyrr en ég sá hann um daginn, og þá tók hjartað að slá örar! Ég fer aldrei á böll, þótt mig langi, því ég er of feimin, en hvernig í ósköpunum á ég þá að ná í hann, og bara ekki ég ein, heldur fleiri hafa tekið eftir að hann horfir og fylgist mér mér, þegar við er- um til dæmis í bíó, en hann er átján-nítján ára. Finnst þér það of mikill aldursmunur? Ó, elsku Póstur, reyndu nú að hjálpa mér! Þakka allt gott í blaðinu. Bless, ein í Eyjum. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er hún og stafsetning- in? Fyrst af öllu verðurðu að reyna að hrista af þér eitthvað af feimninni og koma þér á böll, þar sem þú getur átt von á að hann sé. Ur því að það er svona greinilegt að hann hefur áhuga, ætti hann þá að herða upp hug- ann og reyna að ná sambandi við þig. Ekki sakar heldur að þú gefir þig á tal við hann að fyrra bragði og gefir honum einhvern áhuga í skyn. Aldursmunurinn er ekkert til að skelfast yfir. Skriftin er skýr og regluleg, en villulaust er bréfið ekki. Kynslóð eftir kynslóð Kæri Póstur! Ég þakka þér allt gamalt og gott. Það er búið að vera mikið rifr- ildi hér á heimilinu vegna þess að við vorum að tala um kyn- slóðir. Hvað þýðir orðið kyn- slóð? Elsku Póstur, viltu segja mér hvort einhver viss aldur sé bundinn við hverja kynslóð. — Hvað er meint með því þegar fólk segir: „kynslóð eftir kyn- slóð". Elsku Póstur, ég vona að þú gefir mér gott svar, en látir bréfið ekki lenda í ruslakörf- unni eins og þau sem ég hef áður skrifað. Hvers vegna eru alltaf höfð svona léleg danslög í útvarpinu á laugardags- og sunnudagskvöldum? Hvernig er stafsetningin og skriftin hjá mér? Með fyrirfram þökk. Ein spurul á fimmtánda ári. P.S. Hvað getur þú lesið úr skriftinni? Kynslóð merkir oft þann hluta þegna samfélagsins sem eru á líkum aldri. Þegar talað er um aldamótakynslóðina, er átt viS þá sem voru upp á sitt bezta kringum síðustu aldamót. Nú heyrist oft minnzt á „ungu kyn- slóðina", og mun þá einkum átt við það fólk, sem er á tán- ingaaldri eins og sakir standa. Einnig getur kynslóð haft sömu merkingu og ættliður; þannig ert þú af næstu kynslóð á eftir kynslóð þeirri, sem foreldrar þínir tilheyra. Merking orðsins er sem sagt teygjanleg og hæp- ið að tengja við það ákveðinn árafjölda. Hvað veldur lagavalinu í út- varpinu um helgar vitum við ekki, en hvers vegna skrifarðu ekki þangað og skammast? Hver veit nema þú fengir þá lög eft- ir þínum smekk, maður skyldi ætla að starfsmenn útvarpsins væru allir á hjólum til að geðj- ast hlustendum. Skriftin er slæm og eina hroðalega stafsetningar- villu sáum við við yfirlestur bréfsins. Ur skriftinni er því miður ekki gerandi að lesa. Maður og kona úr vatnsberanum Kæri Póstur! Ég leita til þín eins og aðrir, ekki að ég sé í vandræðum eða svoleiðis, heldur bara af for- vitni. Mig langar að vita hvern- ig maður og kona úr vatnsber- anum fara saman. — Ég þakka fyrir söguna Gullni pardusinn, hún er stórfín. Getur þú sagt mér hvað þú lest úr skriftinni, ég er átján ára táningur. Með fyirfram þökk. Einn átján ára. Þau fara vel saman, verða yfir- leitt góðir vinir. Engu að síður er fullyrt, að fremur sjaldan verði úr hjónabandi hjá tveim- ur vatnsberum; þeir séu of lík- ir til að sjá hvor öðrum fyrir nægilegri tilbreytingu. Skriftin bendir til að þú sért góðlyndur og tilfinninganæmur. B l 'JS L w 0 Q| SPIRA svefnbekkurinn hannaður af Þerkeli 6. Guðmundssyni B Ú S L w 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — S(MI 18520 MIDA HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320 17. TBLVIKAN 5 avwisv.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.