Vikan - 29.04.1971, Page 6
Sérhæfing skapar betri vöru — ótrúlega lágt verð.
SVEFN BEKKJA
Höfðatúni 2 (Sögin).
Simi 15581.
Þægilegur og vandaður svefnsófi, fáanlegur bæði sem eins
og tveggja manna.
1x2 Sveffnsöfinn
Þér sparið með áskrift
SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320
MIG ÐREYMÖI
Svar til „Ecco"..................
Okkur segir svo hugur að þú
skrifist eingöngu á við þennan
pilt en þekkir hann ekki meira,
og því eru allir draumarnir þér
viðvörun um að fara að öllu
með gát. Annar draumurinn, um
skipbrotið og afskiptaleysi með-
borgara þinna, bendir, að því að
við teljum, til þess að þú sért
hálf hrædd við almenningsálit-
ið og að þú gætir jafnvel hætt
á að gera einhverja skrítna hluti
til að sanna einlægni þína og
ást til piltsins. En ef þú ert viss
um tilfinningar þínar og hann
sömuleiðis, þannig að þið bæði
vitið hvaða máli hjartað talar,
ber ykkur skylda til að gera það
sem þið sjálf teijið rétt. Þessi
draumur, sem áður er talað um,
er þér þvi einungis vísbending
um að vera sterk og ana ekki
út í neitt óhuqsað.
Fyrsti draumurinn er aftur á
móti fyrir hamingju og vini þín-
um fyrir góðum afla og síðasti
draumurinn er fyrir trygglyndi,
upphefð og velgengni, fjárhags-
legri sem oq á annan hátt.
Rauð peysa og hvít
Kæra Vika!
Mig langar til að biðja ykkur
að ráða fyrir mig draum, því að
hann skiptir mig miklu máli.
Draumurinn er á þessa leið:
Mér fannst ég vera að koma í
skólann eftir páskafrí úti á landi.
Ég gekk inn um einhverja gler-
hurð, en hins vegar er engin
glerhurð í skólanum, þar sefn
ég stunda nú nám. Ég gekk
fram á gang, þar sem flestir
voru að reykja.
Vinkona mín gekk á eftir mér
og ég man mjög glögglega eftir
því, að ég var í rauðri peysu.
Jæja, það fyrsta sem ég sé,
þegar ég kem fram á ganginn
er strákur í mínum bekk, sem
ég er mjög ástfangin af. Ég
gekk til hans og spurði, hvort
hann ætlaði ekki að bjóða mig
velkomna. Þá lítur hann kæru-
leysislega á mig, gengur til
annarrar stúlku, tekur utan um
hana og lítur svo einu sinni enn
á mig með sama kæruleysis-
svipnum. Ég var alveg undrandi
á þessari framkomu hans, en
fór burtu. Seinna var skóla-
bjöllunni hringt Þá gekk ég
eftir ganginum og sá þar tvo
litla stráka að slást. Annar var
ber að ofan og alblóðugur. Ég
skipaði þeim að hætta þessu,
en þeir gegndu því ekki. Þá
þríf ég í strákinn, sem var a11-
ur blóðugur og tek hann í fang-
ið, svo að höfuð hans hvílir á
öxl minni. Ég sá ekkert sár á
honum, hins vegar lak einn
blóðdropi niður allt bakið. Mér
fannst ég á samri stundu vera
komin í snjóhvíta peysu.
Síðan kemur kennarinn og seg-
ir öllum krökkunum að fara inn
í stofu. Hann tók strákinn á öxl
sér og fór með hann burt.
Drengurinn virtist vera mjög
máttfarinn. Það var engu líkara
en hann svæfi. Þegar ég leit á
öxl mér, var þar dálítið blóð-
klístur, en samt ekki svo mikið,
að ég yrði að fara heim til að
skipta um peysu.
Draumurinn var nú ekki lengri.
En um morguninn, þegar ég
vaknaði, var ég hálf hrædd við
hvítu peysuna mína. Ég fór nú
samt í hana. En ég get ómögu-
lega hætt að hugsa um strákinn
og stelpuna.
Ég vona, að þið svíkið mig nú
ekki um ráðningu. Svo þakka ég
allt gott efni.
Helga.
Þetta er mjög einfaldur og
sterkur draumur, og hann tákn-
ar að öllum líkindum, að sá sem
þér er hjartfólgnastur um þess-
ar mundir, verður úr leik innan
skamms, en nýr kominn í spil-
ið. Þótt mikið sé um blóð og
rauðan lit í drauminum, táknar
það alls ekki að þetta gerist
með einhverjum ósköpum. Þvert
á móti fara skiptin fram hávaða-
laust og líklega samkvæmt þínu
eigin frumkvæði. Allavega munt
þú ekki eiga um sárt að binda
eftir að allt er um garð gengið,
heldur þvert á móti. Þú munt
verða afar hamingjusöm og
ánægð með breytinguna.
— Hæ, manni, þú misstir eitt-
hvað!
6 VIKAN 17. TBL.