Vikan - 29.04.1971, Síða 40
LÆKNIR
RÆÐIR AF
HREINSKILNI
UM
semá
erindi til
allra hjóna
40 VIKAN 17. TBL.
Já, eitthvað til að berjast fyrir.
Hvað er þá friður?
Bylting? Tja, þingeyska. Við
spyrjum hvort ekki séu ein-
hverjir í hópnum af þeim sem
hafi verið við Miðkvísl. Jú, þær
Magga og Hódda voru þar.
„Það vissi, held ég, enginn að
það þyrfti að sprengja þarna,
svo Laxá gæti runnið sinn
gamla farveg,“ . segir Hódda.
„En það er alveg eins víst og
að ég er hér, að Laxárvirkj-
un átti dýnamítið.“
Lifi málstaðurinn!
Áður hafa verið starfræktar
kommúnur í Reykjavík og til
eru þær fleiri en ein núna.
Flestir setja kommúnur í sam-
band við eins konar mynd af
skítugum ungmennum sem
kalla sig hippa, iðka stóðlíf og
étur hass og fleira ámóta út
á grautinn sinn. Sú mynd er
sennilega alröng í flestum til-
fellur og í Brautarholtstilfell-
inu þarf ekki að ræða það
nánar. En við erum forvitnir
og spyrjum um partýhald.
Helgi er að skvetta framan
í sig rakspíra áður en hann fer
og fylgist með syndum ann-
arra. „Hér hefur aldrei verið
haldið almennilegt partý,“ seg-
ir hann. „Fólk sefur hér eitt
og sér og hass vitum við ekki
hvað er. Við notum sem sé kan-
il út á mjólkurgrautinn okkar.“
Við höldum áfram að ganga
um húsnæðið og út úr einu
herberginu berast okkur org-
eltónar. „Við erum meira að
segja svo heppin," segir Danni
um leið og hann opnar inn í
herbergið, „að við höfum okk-
ar eigin organista."
Organisti kommúnunnar er
Kristján, 21 árs gamall Kenn-
araskólanemi.
Þegar hér er komið sögu
þykir okkur upplagt að varpa
fram gáfulegri spurningu um
hvers vegna organistinn hafi
hafið kommúnulíf. „Eg tel að
mér hafi verið nauðsynlegt að
hafa einhvern félagsskap í
vetur og þess vegna gekk ég
óhikað í þessa kommúnu. ÍSg
held að félagsskapur sé hverj-
um manni svo mikil nauðsyn,
að miklu megi fórna fyrir hann
á vissum skeiðum í lífi manns.
En ég myndi ekki ráðleggja
þetta neinum sem ekki væri
viðbúinn að lifa samkvæmt
boði félagslegra tengsla í einu
og öllu.“
Hann virðist vita nákvæm-
lega svarið við spurningu okk-
ar því hann hættir ekki einu
sinni að láta fingurna líða eft-
ir nótnaborðinu.
Næsta herbergi er það yzta
og á hurðinni er stór þrykki-
mynd af Andrési Önd. Þai
fyrir neðan eru þrír krossar og
Danni segir okkur að herbergi
þetta heiti „Hreysi“, en vegna
skreytinganna á hurðinni sé
það kallað „Andrés eitur í
Hreysi". Hinum megin á veggn-
um eru upplímd blöð sem eitt-
hvað er letrað á.
„Eru þetta húsreglurnar? '
spyrjum við.
„Nei,“ svarar hann. „Hér eru
engar reglur, enda væru þær
ekki nema til þess að brjóta
þær. Okkur kom strax saman
'um að bera traust hvert til
annars og þar með væru allar
reglur úr sögunni. En þetta eru
samt reglur þarna á veggnum,
og þær útlista hver á að þvo
stigann hverju sinni. Ef við
þvoum niður í anddyri fáum
við afslátt af húsaleigunni, svo
við höfum tekið það upp.“
Við lesum yfir listann og
sjáum að neðst á honum er því
lýst yfir að sá sem ekki standi
í sínu stykki verði útnefndur
sóði með mestu skömm. „Áður
var refsingin sú að átti að hafa
menn í matinn,“ segir Danni,
„en ýmissa hluta vegna, m. a.
af heilbrigðisástæðum, var
hætt við það og þessi afstaða
tekin upp, enda öllu svaka-
legri.“
Við höldum til baka inn í
enda eftir að hafa farið í gegn-
um eldhúsið hinum megin og
komum við í herbergi sem er
eins konar forstofa þess eld-
húss. Þar er mikið áberandi
veggur einn svartur til hálfs.
Mann rekur i rogastanz við að
sjá þennan vegg, og hefur svo
víst verið um fleiri, því þetta
er einmitt sá frægi veggur,
„Rogastanz". f þessu herbergi
sitja foreldrar barnsins með
það í fanginu og skeggjaður,
ungur maður ræðir við þau —
og les Vikuna þess á milli. Það
er Bragi kórformaður. Móðir-
in er eitthvað að dedúa í eld-
húsinu inn í milli og eftir að
hafa myndað barnið og for-
eldrana við vegginn Roga-
stanz, kveðjum við.
Það er enn verið að spila í
herbergi Hallmundar lista-
manns. Á eins konar hálfum
vegg stendur hendi ein ægileg,
og Hallmundur segir okkur að
fyrir nokkrum árum hafi Mynd-
lista- og handíðaskólinn feng-
ið það verkefni að gera skúlp-
túr, hendi. „Eg valdi hendina
sem missti manninn í stríðinu,“
segir hann og glottir í gegnum
skeggið. En hvers vegna býr
Hallmundur í kommúnu?