Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 43
Hann hefur dálítinn formála á því: „Ég held að einstaklings- hyggja og félagshyggja séu tveir andstæðir eðlisþættir. Ég geri ráð fyrir að í hverjum einstaklingi séu þeir báðir fyr- ir hendi en í misríkum mæli. Sé annarhvor sterkari hinum verður hann ríkjandi og við- komandi einstaklingur mótast af honum og kallast þá eftir atvikum einstaklingshyggju- maður eða félagshyggjumaður. Það er skoðun mín, að ríkj- andi þjóðskipulag þjáist öllu meir af of mikilli einstaklings- hyggju en ofgnótt félagshyggju. Þessi skoðun leiðir af sér það sjónarmið, að hvers konar sam- býli, í breiðara formi en hin hefðbundna tvenndarfjölskylda, sé þroskandi fyrir hvern ein- stakling og þá um leið heppi- leg fyrir mannfélagið í heild. Það eru þessi sjónarmið, auk þeirra vissu að án tilrauna verða engar framfarir, sem eru þess valdandi að ég bý í þessu sambýlisformi.“ Við erum aftur komnir inn til Danna og Magga gefur okkur meira kaffi. Við ræðum saman um guðfræði og þegar umræðurnar eru orðnar of al- varlegar, ákveðum við að fara að koma okkur af stað, endur- nærðir á sál og líkama eftir óvenjulega lífsreynslu: það er sem sé hægt að lifa kommúnu- lífi. Við hittum þó ekki alla íbú- ana, að heiman voru Sóla, sem er systir Bildu og 18 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð; Inga, sem er 20 ára og vinnur á saumastofu og Oddný sem er 21 árs og í Kennaraskólanum. Bekkjar- systir hennar, Emilía, sém er systir Helga, árinu yngri en stóri bróðir, sat heima og spil- aði á spil hjá Hallmundi. „Það er með herkjum að okkur tekst að bera upp síð- ustu spurninguna: hvort við megum ekki koma aftur við tækifæri og njóta þessa þægi- leea félagsskapar og andrúms- lofts? Þau hlæja: Jú, hér eru allir velkomnir, en drykkjusvín og fylliraftar óvelkomnir í meira lagi. ó. vald. VATNSRÚMIÐ VAGGA SÆLUNNAR Framháld af bls. 19. umst í rúmi og í rúmi deyjum við venjulega. Það voru Eg- yptar til forna sem fundu það út fyrstir manna að það var mun þægilegra að hvilast í tré- rúmi en á jörðinni. Þeir fundu þá upp léttar hvílur, sem hægt var að færa til. (Jesús sagði við lamaða manninn: „Tak sæng þína og gakk“). — Þetta form hefur haldizt fram á þennan dag sem legubekkir með ýmsu móti. Sólkonungurinn Lúðvík XIV. hafði mikinn áhuga á skraut- legum rúmum, hann lét smíða 142 rúm úr éik, skrautlega skorin og máluð. Á tuttugustu öldinni var mikið gert af því að finna út alls konar setbekki og sófa, sem hægt var að nota fyrir setpláss á daginn en rúm á nóttunni. En þetta hafa yfir- leitt ekki verið þægilegar hvílur og líka var mikið verk að búa um þær. Prior sá strax að það var hægt að framleiða þessi vatns- rúm með ýmsu móti, frá því að vera einfaldar dýnur, sem hægt var að breiða út á gólfi og til þess að vera glæsilegur dvalarstaður. Hann gerði ýms- ar tilraunir og þar á meðal geysistórt rúm (fokdýrt), með innbyggðum bar, stereo-útbún- aði, litasjónvarpi og alls konar þægindum og að auki hvílu- himin úr spegilgleri. Flestir vilja hafa vatnsrúm- in stór, svo kölluð King-size og þá eru þau venjulega hituð upp. Það er barnaleikur að búa um þessi rúm. Vatnið er látið renna inn í plastpokann og svolítil ögn af efni sem ver gerlagróðri látið í. Lokið er svo öruggt og plastið svo sterkt að það er talið nærri ómögulegt að dýnan leki. Samt er efni til viðgerðar látið fylgja með, ef svo ólíklega skyldi vilja til að gat kæmi á plastið, en það er þá venju- lega af manna völdum. ☆ ÞEGAR RIGNIR Á PRESTINN Framhald af bls. 13. að þú hafir á réttu að standa. Upp á síðkastið hefur mér fundizt að þú værir mér fjöt- ur um fót. Ég sting því upp á því að við þökkum hvort öðru fyrir samveruna og skiljum, ■—■ förum sitt í hvora áttina. Er það allt í lagi? Hann hafði ekki hreyft nein- um mótmælum. Hafði ekki þrek til þess. — Allt í lagi, elskan, ef þú vilt hafa það þannig. Og þar með hvarf Sally út úr lífi hans. Nú var honum ljóst að hann hefði aldrei átt að sleppa henni, því að um leið og hún var horfin, rann sannleikurinn upp fyrir hon- um; hann elskaði hana og hún hafði alltaf verið uppistaðan í lífi hans, frá því hann hitti hana fyrst, þegar þau voru bæði statistar í Shakespeare- stykki. Þau höfðu lifað saman súrt og sætt, verið saman um von- brigði og vandamál og bæði borið sömu ósk í brjósti, ósk- ina að fá einhvern tíma hið gullna tækifæri. En svo fékk hann að heyra að hann hefði aðeins verið henni fjötur um fót og þar með var sambandi þeirra slitið, um alla eilífð, hélt hann. . . . Fjögurra tíma flug beint i úrvalsleyfi á baðströndum Mallorca FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 40 /f / r 17. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.