Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 47
I NY stuðla- LAUSN SRILRUM Léttur veggur meS hillum og skápum, sem geta snúiS á báSa vegu. SmiSaSur í einingum og eftir máli, úr öllum viSartegundum, Teikning: Þorkell G. GuSmundsson húsgagnaarkitekt. SÖLUSTAÐIR: Sverrir Hallgrímsson, SmíSastofa, Trönuhrauni 5. Sími: 51745. Hús og skip. Sími: 84415. HíbýlaprýSi, Hallarmúla. Sími: 38177. Það var þá þess vegna að okkur var sleppt. — í£g vissi að það gat ekki verið tilvilj- un! sagði Bill. — Að þér skyld- uð einmitt koma á vettvang á þessu augnabliki, á ég við. Hver var það sem hringdi til yðar, Brannigan? Brannigan hristi höfuðið. — Ég hef mikið hugsað um það, læknir, og er kominn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið kvenmaður. — Hver? — Ég veit það ekki, ég er ekki einu sinni alveg viss um að það hafi verið kvenmaður. Röddin var há og hvínandi, og það gat hafa verið karlmaður, sem hefði þá látizt vera kona. Svona, heyrið þér. . Hann talaði í falsettu og hristi höf- uðið vonleysislega. —• Það eina sem ég er viss um er að það getur ekki hafa verið ungfrú Bennet. Það getur hafa verið einhver, sem vissi að John Ransome yrði myrtur, og að ungfrú Bennet var á leið til hans og að sá hinn sami hafi viljað koma sökinni á hana. Þetta sagði ég við Wilkinson, og hún fékk að fara heim. En, bætti hann við, — það hjálpar engu að síður lítið fyrst ungfrú Bennet var þarna. Og enn sem komið er hafa þeir ekki komizt á spor neins annars. Nema þá.... Hann leit afsakandi á Bill. — Þið frændi yðar báðir höfðu ástæð- ur til að vilja ryðja Ransome úr vegi. Því verður ekki neit- að. Hann hafði rétt fyrir sér. Því varð ekki neitað. — Ég hef hallazt að því að það hafi verið ritarinn hans, sagði Brannigan. — Ég á við kvenmanninn sem vann hjá honum. Hún var vön að hringja í mig öðru hvoru, til að láta mig vita að ég gæti sótt launin mín heim til hans, eða til að gera eitt eða annað fyrir hann. En hver sem það hefur verið, þá er útlitið ekki mjög gott fyrir ungfrú Bennet. Bill hrukkaði ennið og leit á mig. — Vissi Sugar að þú ætlaðir til Johns eftir töskun- um áður en þú kæmir til henn- ar að klippa Maurice? Með öðrum orðum sagt: var það Sugar sem hafði reynt að beina athygli lögreglunnar að mér? — Nei. Hún hringdi í mig síðdegis. Hún átti þá annríkt og ég líka. Það var rétt áður en Lady átti að gjóta. Ég er viss um að ég nefndi ekki við neinn að dótið mitt væri hjá John. Bill stóð upp. — Ég ætla að hringja til Everetts. Hann gekk að símanum, sem var við hliðina á peningakassanum. Það var farið að dimma úti, og Brannigan sagði að vetur- inn virtist á næstu grösum. Svo kom Bill aftur. — Everett segir að John hafi vitað af töskunum í þvotta- herberginu. Honum líkaði það ekki og sagði eitthvað um að heimili hans væri engin vöru- geymsla. En Everett minntist ekki á það við neinn annan . . . ekki heldur Rosie. Má bjóða yður annan bjór, Brannigan? Hann kinkaði kolli, og Bill gaf þjónustustúlkunni merki. Svo sagði hann: — Brannigan, þér hafið staðið í sambandi við lögregluna. Ég hef spurt Wil- kinson um þetta, en hann hef- ur ekki svarað neinu að gagni . . . Vitið þér nokkuð um skýrslu lögreglulæknisins? Eg á við . . . hvenær heldur lög- reglan að frændi minn hafi verið skotinn? Brannigan varð undrandi á svip. — Um það leyti sem ég kom að honum. — Já, en.... Ég hef hugsað um eitt. Það er alltaf erfitt að tímasetja dauðsföll nákvæm- lega. Að þessu sinni var óvenju heitt í húsinu, og líkið mundi því hafa stirðnað seinna en ella.... — Ungfrú Bennet sagðist hafa heyrt hann tala við ein- hvern, þegar hún kom heim til hans, skaut Brannigan inn í. — Hún heyrði raddir. Hún gerði ráð fyrir að það væri John og einhver annar. — Það gat hafa verið út- varpið! brauzt út úr mér. — Ég heyrði raddirnar aðeins ógreinilega, og ég gerði ráð fyrir að dyrnar væru lokaðar. Það getur hafa verið í útvarp- inu, og að það hafi verið stillt lágt! Brannigan hristi höfuðið dapurlega. — Það var hljótt eins og í gröf — afsakið sam- líkinguna — þegar ég kom. Ekkert opið útvarpstæki. — John frændi átti útvarps- tæki, sem hægt var að tíma- stilla, sagði Bill. — Það hefði getað verið stillt þannig að það þagnaði klukkan níu. — Það veit ég, Ransome læknir, sagði Brannigan. — En það breytir engu. Þótt svo að ungfrú Bennet hafi heyrt í út- varpi en ekki í viðstöddum mönnum, þá var hún engu að síður stödd á staðnum, því er nú fjandans ver. Hún var þar þegar hann var skotinn, og ... Hann hikaði, en hélt áfram 17. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.