Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 6

Vikan - 02.12.1971, Side 6
FORMICA laminate Fyrir þá sem hafa efni á aS velja þaS bezta. G. Þorsteinsson & Jóhanson bf. Ármúla 1 - Reykjavík NÝTT FRÁ PIERRE ROBERT AFTER SHAVE DEMI SEC AFTER SHAVE SEC NÚ ER VANDINN AÐ VELJA, ÞVÍ NÚ FÆST PIERRE ROBERT „AFTER SHAVE" í ÞREM FRÍSKANDI ILMTEGUNDUM GLEÐILEG JÖL ISLENZK- c^m&rlólzcL f Pósthólf 129 - Reykjavík - SuSurlandsbraut 10 - Sími 85080 PÓSTURINN Heims um ból / 7 fréttirnar Fyrir nokkrum árum heyrði ég plötu einhvers staðar, þar sem einhverjir sungu „Heims um ból" á ensku og var eitthvað lesið ofan í sönginn. Þegar þetta var þótti mér þetta ekkert sér- staklega skemmtilegt; varð jafn- vel hneykslaður yfir því að vera að eyðileggja þennan fallega jólasálm með einhverju þvaðri. En svo hef ég alltaf verið að hugsa um þetta öðru hverju og nú er ég kominn á þá skoðun, að þetta hafi verið mjög gott og vil endilega eignast þessa plötu. Gallinn er bara sá, að ég man ekkert hvar ég heyrði plöt- una og því síður hverjir sungu og enginn sem ég hef spurt kannast nokkuð við þetta. Því leita ég til þín, Póstur góð- ur, þar sem ég veit að þú hefur leyst hin ótrúlegustu vandamál fyrir fólk. Veizt þú hverjir — eða hver — syngja á þessari plötu? Kær kveðja og fyrirfram þakkir fyrir hjálpina. Þ.Ú. Jú, það sem þú ert að tala um er „Silent Night/The 7 o'elock news" með bandarísku félögun- um Simon & Garfunkel á plöt- unni „Parsley, Sage, Rosemary & Thyme", en hún kom út hjá 1967. Þessi plata hefur fengizt hér í hljómplötuverzlunum og ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir þig að ná í hana, þar sem þeir Simon og Garfunkel hafa verið mjög vinsælir hér á landi sem annars staðar, en eftir því sem við bezt vitum eru þeir hættir að syngja saman. Svo fuilyrðir allavega sérfræðingur okkar í þessum málum. Á þessari plötu syngja þeir ann- ars „Heims um ból" og er fyrsta erindinu er lokið heyrir maður útvarpsþul lesa fréttir dagsins um morð, stríð, glæpi, eiturlyf, stjórnmálabrask og fleira. M. a. hefur hann eftir Nixon, sem þá var þingmaður, að helzti óvinur Bandaríkjanna í Indókína-strið- inu séu námsmenn og andstæð- ingar stríðsins heima fyrir. „Kristilegt víxlabetl" Virðulegi Póstur! Eins og þér er áreiðanlega kunn- ugt, þá hefur Bústaðasöfnuður verið að byggja sér kirkju, mik- ið musteri sem trónar efst í Fossvoginum. Mun þetta bákn hafa kostað einar 30 milljónir króna til þessa dags og að mestu — eftir því sem forráðamenn safnaðarins segja og ekki er bein ástæða til að rengja þá — fyrir frjáls fjárframlög sóknar- barnanna og annarra. Og þetta er einmitt aðalatriði bréfs míns. Þeir (forráðamenn safnaðarins) hafa þrástagazt á því að hofið sé byggt fyrir „frjáls" framlög, en hvað er frjálst við það að vera sífellt með betl og sníkjur og nú, í því sem þeir kalla „lokaátak", gekk það meira að segja svo langt, að þeir sendu öllum atvinnurekendum í bæn- um — og fleirum — 2000 króna víxil til samþykktar. Vissulega er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja snepilinn, en hver veit nema að það hefði í för með sér stefnulaust og for- dæmt ráf eftir að þessu lífi lýk- ur?! Hvað finnst þér, Póstur sæll? Er þetta ekki upplagt, þessi ósvífna frekja, til að fæla menn frá kirkjunum? Spirit. Pósturinn hafði frétt um þessa víxla Bústaðasafnaðar og satt að segja varð hann töluvert hissa, (því hann hafði alltaf haft mik- ið álit á forráðamönnum safnað- arins) og ekki sízt eftir að einn af kunningjum hans, sem alls ekki er atvinnurekandi, fékk sendan víxil með hátíðlegu bréfi er hófst á þessa leið: „Kæri atvinnurekandi . . ." En þeim í Bústaðasókn hlýtur að vera í sjálfsvald sett á hvaða hátt þeir safna peningum í kirkjubyggingu sína — svo fram- arlega sem það er heiðarlega gert . . . Og svo óskum við þeim til ham- ingju með kirkjuna, sem vígð var á sunnudaginn. 6 VIKAN 48.TBL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.