Vikan


Vikan - 02.12.1971, Síða 9

Vikan - 02.12.1971, Síða 9
ISKUGGA EIKARINNAR Framhald, aj bls. 21. Áður en hún giftist var hún söngkona, já, og mjög efnileg söngkona. — Er það satt? Þá hefur læknirinn líklega verið hrif- inn af tónlist sjálfur. — Ég veit það ekki. Hann talar ekki um það að minnsta kosti. Hann talar reyndar held- ur ekki um bókmenntir og þau fara ekki í leikhús eða bíó nema örsjaldan. Það eina sem hann virðist hafa áhuga á eru sjúklingar hans og starf með- al þeirra. — Ef til vill hefur hún líka áhuga á starfi hans. — Húsmóðir með þrjú börn? spurði hún stríðnislega. — Það getur verið að hún sé forvitin. Hugsaðu um öll leyndarmálin, sem hún fær að vita . . . Allt sem hún hlýtur að vita . . . um allt sem sjúkl- ingar hans gera og segja. — Heldurðu í raun og veru að þessir sjúklingar geri eitt- hvað hræðilegt? Heidi var hugsandi. — Mér hefur aldrei dottið það í hug. Hvers vegna ættu þeir að gera eitthvað óhugnanlegt? Þeir hljóta að gera það, þess vegna eru þeir sjúklingar hans! Ef þeir gerðu það ekki, þá væru þeir eins og venjulegt fólk. — En þetta er venjulegt fólk! andmælti Heidi. ■— Hann- ah læknir hefur oft sagt að eini mismunurinn á þeim og venjulegi fólki . . . ■— Sé hvað, skaut Kollok inn í og rödd hans var áköf. — . . . er að þjáningar þeirra leggjast á tilfinningalíf- ið. Kollok var vonsvikinn. — Þetta fólk á bágt, sagði hún, — hræðilega bágt. En hann hefur aldrei talað neitt um hrollvekjandi atburði. -— En þeir gera það nú samt, sagði Kollok blátt áfram. — Það getur þú bókað og þú getur sagt lækninum þínum það með kveðju frá mér. Og ef Hannah læknir talar ekki um það, þá er það vegna þess að hann vill ekki hræða konu sína. — Hræða hana? En hvernig? Og allt í einu sá hún Tiddli fyrir sér, furðulega skýra mynd af dauða íkornanum, sem lá í sínu eigin blóði og rófan skor- in af. Hún varð náföl og saup hveljur. — Hvað er að? spurði Kol- lok. Hann reis upp og horfði á hana með áhyggjusvip. Hún sagði honum hvað henni hafði komið í hug. Ef það skyldi nú vera einn af sjúkl- ingum Hannah læknis, sem hefði drepið íkornann? Skorið af honum skottið . . . það var furðulegt að nokkur skyldi geta gert það. Svo hafði við- komandi komið dýrinu burt, eftir að hún var búin að sjá það, til að hræða hana, — til að koma henni burt úr húsinu, neyða hana til að yfirgefa börn læknisins — svo að hann gæti . . . gæti. — Þú ert allt of taugaveikl- uð, stúlka mín, sagði Kollok hlæjandi. Hann lét sig falla niður á kodda læknisins, kom sér vel fyrir og leit á hana með glettni í augunum. Framhald í nœsta blaði. ÍSL. PLÖTUR ... Framhald aj bls. 28. á markaðinn fyrir nokkrum vikum síðan. Tvær litlar plötur eru og í deiglunni hjá Tónaút- gáfunni: Tveggja laga plata með Jónasi R. Jónssyni, annað lagið þetta gamla, „Lovin* Things" og hitt nýtt eftir Einar Vilberg. Það mun reyndar vera eitt lag sett saman úr tveimur. Hin litla platan frá fyrirtækinu er fjögurra laga plata með Guð- mundi Hauki, söngvara Roof Tops, en þau lög voru tekin upp í Lundúnum í sumar, þegar Trúbrot hljóðrituðu „ . . . lifun“. Sitthvað fleira mun vera í bí- gerð hjá Tónaútgáfunni, en eins og Pálmi Stefánsson, annar for- stjóra fyrirtækisins, sagði, „þá er bezt að segja sem minnst, þvi það er ekki hægt að stóla á neitt í þessum bransa“. Síðari tveggja laga platan með Pétri Kristjánssyni frá LAUF-útgájunni var sögð væntanleg á markaðinn skömmu eftir síðustu áramót, en ennþá hefur ekkert bólað á henni. Herma nýjustu fregnir að hún eigi að koma út fyrir jólin í ár og skulum við vona að svo verði, svo hægt sé að afskrifa það fyrirtæki í eitt skipti fyrir öll. Það sama má segja um hljómskífugerðina SARAH. Frá HSH kemur ekki neitt. Já, Magnús minn, það er fátt um feita drætti þessa dagana. ☆ MÍTT - MTTT FRÁ BANDARÍKJUNUM HIÐ EINA ÁHRIFARÍKA - ORGINAL - RUSSIAN LEATHER IMPERIAL SAB Gleðileg jól! HERRA SNYRTIVORUR FALLEGIR GJAFAKASSAR ALLAR FLÖSKUR MEÐ EKTA 22 KARAT GYLLINGU ÍSLENZK- c>&meriólzcL ? Pósthólf 129 - Reykjavík - SuSurlandsbraut 10 - Sími 85080 ÞEGAR HÚN VELUR - ER VARAN FRÁ VAL VALS VÖRUR f HVERRI BÚÐ SULTUR SAFTIR ÁVAXTASAFAR TÖMATSÖSA Efnageríin VALUR Kársnesbraut 124 48. TBL. VIKAN 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.