Vikan - 02.12.1971, Side 14
JOLAGJOFIN HENNAR
Skyndilega lögðu þeir báðir eyrun við og litu
inn til eyrarinnar, sem þorpið stóð á. Þar kom
vélbátur á fullri ferð, hvítur skafl undan stefni
og bógum....
MÖMMU
JÓLASAGA EFTIR AAYNDSKREYTING:
GUÐMUND GÍSLASON HAGALÍN HALLDÓR PÉTURSSON
Tveir drengir læddust hljóð-
- lega í tunglskininu niður á milli
húsanna yzt í þorpinu, héldu
síðan út frosna mela niður í
lítinn klettavog. Þeir voru báð-
ir klæddir dökkum samfesting-
um, voru í hnéháum sjóstígvél-
um, höfðu trefla um háls og
sjóhatta á höfði, bundna undir
kverk. Á höndunum höfðu þeir
hvíta belgvettlinga með rönd-
óttri fit. Þeir báru á vinstri
handlegg olíubornar hlífðar-.
svuntur, og annar hafði poka-
skjatta á hægri öxlinni, en hinn
tvær árar.
Þeir námu staðar undir lág-
um kletti innst í voginum. Inn
í þennan klett gekk hellisskúti,
sem var svo langur og breiður,
að í honum gat staðið lítill bát-
ur. Sjórinn hafði grafið þennan
skúta inn í bergið smátt og
smátt fyrir ævalöngu. Landið
hafði hækkað, síðan sjórinn
vann þetta verk, svo að nú var
öruggt að geyma bát í skútan-
um, jafnvel í foráttu vetrar-
brimum. Og í honum stóð bát-
ur, sem pabbi drengjanna hafði
átt og þeir höfðu fengið að fara
á út á fjörðinn, þegar bezt var
og blíðast í vor og sumar.
Mamma hafði látið hann Jakob
gamla velja handa þeim sjó-
veðrið, lofað þeim að fara, þeg-
ar þessum aldraða formanni bar
saman við veðurspá útvarpsins.
„Heldurðu, Jakob minn, að
mér sé óhætt að sleppa drengj-
unum fram fyrir landsteinana í
dag?“ sagði hún við gamla
manninn og forðaðist eins og
heitan eldinn að minnast á út-
varpið, því að Jakobi gamla var
illa við veðurspárnar. Hann
sagði, að gömlum sjóhundi eins
og sér fyndist ekki mikið að
marka, hvað þeir segðu, þessir
lærðu fyrir sunnan. Þá væri þó
barómetiS að skömminni til
skárra, þó að því væri varla
treystandi — eins og öllum
þessum apparötum, — mundi
reynast bezt, að menn stóluðu
á augun og reynsluna, ajamm,
hræið mitt!
Áður en Jakob svaraði
mömmu, leit hann til lofts, beit
á kampinn, skaut augunum á
ská í allar veðuráttir, nusaði og
dró djúpt andann og klóraði sér
í skegginu með fingrunum. Svo
sagði hann þá oftast — og var
ofurlítið þvoglumæltur, því að
hann var orðinn næstum tann-
laus:
„Tja, tjú, jú, — ætli það ekki,
rýjan mín? Ég held það eigi að
vera óhætt, Gunnu-skinn.“
En stundum sagði hann líka:
„U-humm, — ekki þori ég að
fullyrða neitt um það, hræið
mitt, — nei, ég tek klárlega
enga ábyrgð á því, að bliku-
Framhald. á bls. 46.
14 VIKAN 48. TBL