Vikan - 02.12.1971, Síða 16
Friður á jörðu
f þúsundir ára hefur mann-
kynið vænzt friSar - en lík-
lega ekki af nógu mikilli ein-
lægni. Allavega mun erfitt að
finna í sögu þess ár, þar sem
fullkominn friður hefur ríkt á
jörðu.
1. Nokkrar svipmyndir frá stríðum aldar-
innar. Bandarískir hermenn vaða í land
í Normandí 1944.
2. Þýskar konur taka til í rústum Berlínar
1945.
3. Heimsstyrföldin fyrri fór fyrst og
fremst fram í skotgröfum. Myndin er af
frönskum hermönnum við Verdun, þar
sem ein mesta og sóðalegasta fjöldaslátr-
unin fór fram.
4. í upphafi fyrra stríðs var riddarálið
talsvert notað. Hér eru breskir riddara-
liðsmenn úr Norðimbralands-húsaraher-
deildinni í belgískum bœ.
5. Arabískur skæruliði einhversstaðar við
ísraelsku landamœrin. í skærustríðum nú-
tímans er landslagið notað til hins ýtrasta.
Ennþá hafa ekki á þessari öld upprunnið þau
jól, að friður hafi ríkt á allri jörð. Árekstrar,
stríð og kreppur hafa herjað mannkynið lát-
laust i tið núlifandi manna. Segja má að styrj-
aldir liggi eins og rauður þráður gegnum nú-
tímasöguna.
Stríð hefur í för með sér eyðileggingu. Ekki
einungis á mannvirkjum, heldur og á fólki,
á börnum sem vaxa upp foreldralaus, á ung-
mennum sem lifa í stöðugri nálægð við dauð-
ann, á öllum sem verða fyrir hörmungum af
völdum þess. Mörg þeirra sára, sem strið
snemma á öldinni veittu, eru enn ógróin.
Strið varpa skugga sínum á heilar kynslóðir
og leiða af sér ný stríð. Eftirfarandi listi sýnir
Ijóslega, hve takmarkað hefur verið um frið
í heiminum það sem af er öldinni:
1899—1902 Gull fannst í suður-afríska
fríríkinu Transvaal, og dró
það að sér straum enskra
innflytjenda. Hinir hollenzk-
ættuðu Búar, sem fyrir voru
í landinu, neituðu þeim um
borgararéttindi, og árekstrar
urðu afleiðingin. England
flutti hersveitir suður, og
stríð brauzt út á milli Breta
annars vegar og Transvaals
og Oraníu hins vegar. Um
jólin 1900 unnu Bretar loks
úrslitasigra. Beiskjan sem
stríðið lét eftir sig meðal Búa
efldi mjög með þeim þá
hörku, sem þeir nú sýna í
afstöðu til Evrópu og blökku-
manna í Suður-Afríku. í Kína
var uppreisn Boxaranna gegn
áhrifum Evrópu- og Ame-
ríkumanna barin niður af
mikilli hörku. Um jólin áttu
enskar, franskar, ítalskar,
þýzkar, austurrískar, rúss-
neskar, bandarískar og jap-
anskar hersveitir í bardögum
við Kínverja, og hlutar af
Kína voru hernumdir.
1902 Þýzkaland, Bretland og Ítalía
gerðu innrás í Venesúelu „til
að tryggja hagsmuni sína".
1903— 1906 Uppreisn í Suðvestur-Afríku,
sem þá var þýzk nýlenda.
Miklar ofsóknir á hendur
Gyðingum ( Rússlandi, fjöldi
drepinn.
1904— 1905 Rússland og Japan höfðu
þrætt um Mansjúríu og Kór-
eu. 1904 brauzt út stríð á
milli þeirra, og þá um jólin
var loft mjög lævi blandið í
Rússlandi, verkföll og óeirð-
ir. Fólk svalt, og tuttugasta
og annan janúar 1905, „blóð-
sunnudaginn", hófst fyrri
rússneska byltingin.
1906—1911 Óeirðasamt ( Marokkó,
árekstrar milli stórveldanna,
sem þar kepptu um ítök,
Frakklands, Spánar og Þýzka-
lands.
1908 Ungtyrkjabyltingin f Tyrk-
landi.
1909—1910 Spánverjar berjast við Kabýla
í Marokkó.
1910- 1911 Uppreisn í Mexíkó. 1910:
Bylting í Portúgal. Óeirða-
samt á Indlandi og Filipps-
eyjum.
1911— 1912 Ófriður með ítölum og Tyrkj-
um.
1912—1913 Fyrra Balkanstríðið. Bylting f
Kína, stofnað lýðveldi.
16 VIKAN 48. TBL