Vikan


Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR PAULE MASON SJÖUNDI HLUTI Hann hafði aldrei verið nærgöngull við hana. - Hann hafði ekki einu sinni kysst hana, þótt hún óskaði einskis frekar... FIMMTUDAGUR — Þú lítur ljómandi vel út í þessum bláa sloppi, sagði Kollok skyndilega í allt öðrum tón. Hann brosti og virtist glað- ur og áhyggjulaus aftur. — Ég var nú að hugsa það sama um þig, sagði Heidi, sem var undrandi og ánægð yfir þessari skyndilegu breytingu á honum. — Þú átt við að þú hafir hugsað það sama um náttföt læknisins. Þau fara mér Ijóm- andi vel, er það ekki? sagði hann og strauk ánægður brjóst sitt. — Jú, svaraði hún og roðn- aði. Hann fór að hlæja. — Hvað áttu við, stúlka mín? Segðu mér hvað þú ert að hugsa? Hún sagði ekki neitt og hélt niðri í sér andanum. Hann hélt áfram að hlæja og augu hans voru eins blá og náttföt lækn- isins. — Ég get það ekki, sagði hún og roðnaði ennþá meir. — Ég vil ekki segja þér það. — En þú þarft þess ekki heldur, tautaði hann og henni fannst máttur sinn þverra. Hann hafði aldrei verið nær- göngull við hana. Hann hafði ekki einu sinni kysst hana, þótt hún þráði það svo mjög. Hann snerti hana ekki held- ur núna, en henni fannst sem hefði hann gert það. Hún varð að tala, segja hvað sem væri, til að losa þessa spennu sem var á milli þeirra. — Dreymdi þig eitthvað í nótt? Hann varð hræðslulegur á svipinn, það var eins og and- litið lokaðist og hann leit til hennar, eins og á verði. — Hvers vegna spyrðu um það? — Ekki af neinni sérstakri ástæðu, sagði hún og yppti öxl- um. -— Er þetta ekki einmitt venjuleg spurning að morgni dags? — Það er nú undir ýmsu komið, sagði hann. Hann var ennþá á verði. — Ó, mér þykir svo gaman að dreyma, flýtti hún sér að segja. Þessi varðstaða hans hafði óþægileg áhrif á hana. — Finnst þér ekki gaman að draumum? - Dreymir þig oft? — Já, mjög oft! Á hverri nóttu! Til að dylja tilfinningar sín- ar, lagði hún áherzlu í orðin. — Manstu hvað þig dreym- ir? Hann reyndi að halda augna- ráði hennar föstu. — Ekki alltaf, sagði hún. — En ég vildi óska að ég gerði það. —t Hvers vegna? — Ég veit það ekki . . . kannske vegna þess að mér þykir mikið öryggi í því, eitt- hvert samhengi. Ef ég gleymi draumum mínum, þá er ég miður mín á daginn. Hún sá að þetta vakti áhuga hans, þótt hann reyndi að tala með ópersónulegri rödd, rétt eins og hún væri tilraunadýr, sem hann væri að athuga í einhverju sérstöku augnamiði. — Segðu mér hvernig þú ert miður þín. —■ Þegar ég gleymi draum- unum, finnst mér ég hafi misst eitthvað — einhvern hluta af sjálfri mér. Mér finnst ég þá ekki í samræmi við sjálfa mig. Ég reyni allan daginn að finna það sem ég hef misst. — Og finnurðu það? Hann var mjög ákafur. — Stundum. — Hvernig? — Stundum skeður eitthvað um daginn, sem minnir mig á drauminn. Það er eins og ég komist þá í samræmi. Strax. Það er eins og elding . . . Hef- ur þú ekki fundið þá tilfinn- ingu? Hefur þetta aldrei hent Þig? — Nei. — Manst þú þá ekki hvað þig dreymir? spurði hún og var nú sjálf orðin áköf. Henni fannst mjög mikilvægt að vita þetta. — Mig dreymir alls ekki. Mig hefur aldrei dreymt nokk- urn skapaðan hlut, sagði hann snöggt. — Aldrei? — Aldrei. Þau horfðu þögul hvort á annað, eins og eitthvað mikil- vægt hefði komið fyrir. Fyrir nokkrum augnablikum höfðu þau verið svo nálægt hvort öðru, en nú var eins og gjá hefði myndazt milli þeirra. Hún hló og flýtti sér að segja eitthvað, eins og til að brúa þessa gjá. — Að öllum líkindum gleym- ir þú bara draumunum, það er skýringin. En þig hlýtur að dreyma, það eiga allar mann- eskjur drauma, það er ég viss um; jafnvel dýrin. Hún sá eitthvert undarlegt blik í augum hans og hélt áfram að tala. Án þess að hugsa um hvað hún sagði, hellti hún úr sér heilmiklum orðaflaum: — Ég hef oft séð dýr sem dreyma. Bæði ketti og hunda. Hundar eiga ábyggilega oft drauma. Og hestar líka, þeir 20 VIKAN 48. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.