Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 21
sér, og það minnti Heidi á
eitthvað, sem henni var ekki
vel ijóst hvað var í augnablik-
inu. Hann ræskti sig hátíðlega
°g sagði, með rödd, sem minnti
ótrúlega mikið á Hannah lækni:
— Hefur þig dreymt eitthvað
fallegt í nótt?
Svo fóru þau bæði að hlæja.
— Stórkostlegt! hrópaði Hei-
di. — Þú ert ótrúlega líkur
honum!
— Hverjum?
— Hannah lækni, sagði hún
og var nú aftur orðin létt í
skapi. — Það var eins og hann
hefði sagt þetta sjálfur. Hvern-
ig ferðu að þessu?
Hún vissi að Kollok var mik-
il eftirherma. Það var næstum
óhugnanlegt. Kvöldið, sem hún
hitti hann í fyrsta sinn, hafði
hún sagt að hún væri mjög
hrifin af Louis Jouvet í kvik-
myndinni Le Bas-Fonds, og þá
hafði hún allt í einu heyrt
hann tala með sama málrómi.
Hún hafði litið í kringum sig,
eins og hún ætti von á að sjá
Louis Jouvet við hlið sér, þótt
hún vissi mætavel að leikarinn
var látinn. Kollok skemmti sér
konunglega yfir þessu. En þá
hafði hann líka hlustað á leik-
arann í tvær klukkustundir. Nú
hermdi hann eftir Hannah
lækni, þótt hann hefði aldrei
hitt hann.
fá jafnvel martröð og þá
hneggja þeir í svefni. É'g hef
oft séð það. Já, kýrnar dreym-
ir líka, ég veit það, ég hef séð
það sjálf.
— Ég er búinn að segja þér
, að mig dreymir aldrei, sagði
hann hljóðlátlega, en samt
mjög ákveðinn.
Þá þagnaði hún. Augu hans
urðu daufari og hún fann að
hún hafði eitthvað styggt hann.
— Viltu meira kaffi? spurði
hún og hún fann að hún var
einkennilega þurr í kverkun-
um.
— Já, takk.
Hún hellti í bollann og hann
drakk kaffið.
— Sjáðu til, sagði hún, óköf
í að skýra fyrir honum hvers
vegna hún hafði farið að tala
um þetta. — Hannah læknir
talar heilmikið um drauma og
hve mikla þýðingu þeir hafi.
Þegar hann er í góðu skapi,
spyr hann mig oft á morgnana
hvort mig hafi dreymt eitthvað
fallegt. Hann gerir þetta að
gamni sínu.
— Jæja?
— Já, honum finnst það
skemmtilegt, því hann brosir
alltaf, þegar hann spyr þann-
ig. En mér finnst það ekkert
fyndið, finnst þér það?
— Nei, sagði Kollok alvar-
lega.
Hann setti bollann frá sér á
bakkann, svo hallaði hann sér
aftur á kodda læknisins og
krosslagði handleggina á brjósti
— Hvernig heldur þú að það
sé að vera sálsjúkdómalæknir?
spurði hann allt í einu.
— Eflaust alveg hræðilegt.
Hannah læknir lifir og hrær-
ist alla daga innan um mann-
eskjur sem þjást af alls kon-
ar sálsjúkdómum, sinnisveikt
fólk. Það hlýtur að vera hræði-
legt, enda er hann dauðþreytt-
ur, þegar hann kemur heim á
kvöldin og það er sannarlgea
ekki skemmtilegt.
Jæja, er hann þreyttur á
kvöldin?
— Já. Hann hnígur oftast
niður í fyrsta stól sem hann
kemur í námunda við. Mér
finnst oft sem braki í beina-
grindinni, þótt hann sé alls
ekki gamall maður. En hann
situr auðvitað allan daginn í
akarinnar
— Hvernig ferðu að þessu?
spurði hún aftur. — Þú hefur
aldrei heyrt rödd læknisins.
Hann svaraði brosandi: —
Ég reyndi aðeins að gera mér
í hugarlund hvernig það er að
vera sálfræðingur, og þegar ég
var búinn að hugsa mér það,
þá kemur þetta af sjálfu sér.
— Þetta er stórkostlegt, ég
skil ekki hvernig þú ferð að
þessu. Hún virti hann fyrir sér
með aðdáun.
sömu stellingum. Ég er oft að
hugsa hvernig hann geti staðið
upp að dagsverki loknu. En
konan hans dekrar við hann,
þegar hann kemur heim; hefur
tilbúinn einhvern drykk handa
honum, spyr hann hvernig hon-
um líði og hvort hann sé ekki
svangur. Hún segir honum
hvað hún sé búin að búa til
góðan mat handa honum og
reynir að auka matarlyst hans
og láta hann slaka á spenn-
unni fyrir mat. En það tekur
oft langan tíma. Hann er eins
og hert stálfjöður, þegar hann
kemur heim úr vinnunni.
— Já, ég get skilið að það
sé mikið álag að hafa þetta
starf. Hefur þú nokkurn tíma
farið til sálfræðings?
— Nei, sagði hún brosandi.
— Við höfum ekki mikið af
sálfræðingum í Sviss.
— En Jung var svissneskur.
— Já, en það er sama. Freud
kom frá Austurríki, en nú
finnst mér eins og London sé
orðin miðstöð sálfræðinga..
— Heldurðu það? Miðstöð
fyrir allan heiminn?
— Já, Hannah læknir segir
það. Sjúklingar hans koma frá
öllum heimshornum.
— Jæja. Kollok var hugs-
andi á svipinn. — Hefur þú
nokkurn tíma heyrt Hannah
lækni tala um sjúklingana
sína?
— Stundum.
— Ég hélt þeir hefðu ekki
leyfi til þess. Eru þeir ekki
bundnir þagnarheiti?
— Jú, auðvitað. En beir eru
vísindamenn og verða auðvitað
oft að tala um sjúklinga sín á
milli. En að sjálfsögðu segir
hann aldrei nafn sjúklinganna,
þótt hann tali um þá heima.
Það hvílir sannarlega leynd yf-
ir starfi hans.
— En hann talar um sjúkl-
inga sína?
— Á ópersónulegan hátt, já,
og þá eingöngu við konuna
sína. Það hlýtur að vera mjög
leiðinlegt fyrir hana, heldurðu
það ekki?
— Leiðinlegt?
Hún leit undrandi á hann.
— Það gæti nú verið að hana
langaði til að tala um eitthvað
allt annað. Eitthvað sem hún
hefur sjálf gaman að. Mér finnst
eigingirni af honum að tala sí
og æ um starf sitt.
— En hvað veizt þú um
áhugamál hennar? sagði hann.
— Hún er húsmóðir og á þrjú
börn.
— Ég veit, til dæmis, að hún
hefur mikið yndi af hljómlist.
Framhald á bls. 9.
48. TBL. VIKAN 21