Vikan - 02.12.1971, Side 23
mikið manntjón og eigna. í Vín-
arborg, hinni fornfrægu höfuð-
borg Austurríkis Ungverjalands
og aðsetri Habsborgarættarinn-
ar, ríkti hungursneyð. En svo
var víðar í Evrópu. Afleiðingar
hernaðarstefnu og landvinninga
komu nú hart við allan al-
menning, sem mátti líða fyrir
afglöp misviturra stjórnenda.
Það var líka mikið talað um
afvopnun þessa mánuði og frið-
arþingið svonefnda vakti vonir
þjóðanna um að kannski yrði
aldrei framar styrjöld. En þrátt
fyrir slíkt tal var eins og framá-
menn tryðu ekki þeim boðskap,
sem þeir þó gjarnan í ræðu og
riti fluttu almenningi. Endur-
vígbúnaður var hafinn þótt
hægt færi i fyrstu. Smáfréttir
hér og þar gáfu vísbendingu
um hvað í vændum væri. Tæp-
lega tveim árum eftir striðslok
barst sú frétt, að Bretar hefðu
lokið smíði stærra herskips en
áður hafði sézt. Það var 41.500
smálestir að stærð og gat farið
með 31 mílna hraða. Þetta
mikla herskip, sem átti að sam-
eina kosti þungbrynjaðra orr-
ustuskipa og léttra og hrað-
skreiðra tundurspilla hlaut
nafnið H.M.S. Hood. í fréttinni
sagði einnig, að þrjú eða fjögur
systurskip væru í smíðum.
Á Norðurlöndum hugsuðu
menn minna um vopnaskak, en
þ.ióðir sunnar í álfunni, enda
höfðu þessi lönd ekki dregizt
inn í ófriðinn, þótt hann geisaði
á næsta leiti. Árið 1919 fréttist,
að útgerðarfyrirtæki í Bergen
hafi látið smiða flugvél til fiski-
leitar og muni láta smíða fleiri,
ef sú fyrsta reynist vel. íslenzkt
b’að benti á í þessu sambandi,
að slik flugvél gæti komið sér
vel við síldveiði hér við land. Á
íslandi sátu menn ekki iðju-
lausir þessi misseri. Þótt full-
ve’di landsins hefði verið fagn-
að í skugga mikillar drepsótt-
ar, „spönsku veikinnar“ svo-
kölluðu, varð þessi stóráfangi i
baráttu landsmanna til full-
komins sjálfstæðis mikill hvati
hverskyns framkvæmda. ís-
lendingar deildu um alla mögu-
lega og ómögulega hluti þá eins
og nú. Blöðin voru stundum
full af skömmum, stundum
talsvert persónulegum, en þetta
var nú háttur mörlandans.
Meðal athafnamanna • þessa
timabils var einn, sem um hart-
nær 20 ára skeið hafði staðið í
stórframkvæmdum og rutt
ýmiskonar nýjungum braut.
Þessi maður var Jóhannes J.
Reykdal. Hann var Þingeying-
ur að ætt og uppruna, yngstur
fimmtán systkina frá Vallakoti
í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru Ásdís Ólafsdóttir, viðfræg
norður þar sem úrvals ljósmóð-
ir, og Jóhannes Magnússon. Jó-
hannes yngri fæddist 18. janúar
1874. Sex árum síðar brugðu
foreldrar hans búi og dvöldu
næstu árin með þrjú yngstu
börnin á ýmsum stöðum á
Norður og Austurlandi. Jóhann-
es hinn ungi var snemma ákveð-
inn í að sjá fyrir sér sjálfur og
þegar hann kom til Akureyrar
rúmlega tvítugur og hóf smíða-
nám, hafði hann safnað sér 600
krónum, sem þá var mikið fé.
Árið 1898 sigldi Jóhannes til
Kaupmannahafnar til þess að
leita sér framhaldsnáms í iðn
sinni og þar dvaldi hann næstu
árin. Hann kom aftur til íslands
1901, dvaldi eitt ár í Reykjavík,
en settist svo að í Hafnarfirði,
þar sem hann byggði nýjan
barnaskóla fyrir kaupstaðinn.
Þá voru svotil engar trésmíða-
vélar til hér á landi, sem létt
gætu mönnum störfin við smíði
hurða og glugga, svo nokkuð sé
nefnt. Jóhannes Reykdal sá, að
við svo búið mátti ekki standa,
og árið 1903 virkjaði hann Læk-
inn í Hafnarfirði og reisti fyrstu
trésmiðju á íslandi búna full-
komnum vinnuvélum. Vatns-
48. TBL. VIKAN 23