Vikan


Vikan - 02.12.1971, Page 24

Vikan - 02.12.1971, Page 24
K------------------- HINZTA SIGLINGIN aflið var notað til þess að knýja vélarnar, svo sem rétthefil, þykktarhefil, „fræsara“ og mis- munandi sagir og borvélar. Alls kostaði trésmiðjan 16 þúsund krónur og þótti mikið fé. Kn Jó- hannes lét skammt stórra högga milli. Árið eftir, 1904, keypti hann rafal og tengdi hann vatnshverflinum, sem sneri vinnuvélunum. Hann fékk Hall- dór Guðmundsson, sem þá var nýkominn til landsins í lið með sér og frá þessari fyrstu rafstöð á íslandi fengu 16 hús í Hafn- arfirði rafmagn. Nokkru síðar pantaði Jóhannes Reykdal stærri rafstöð, sem hann setti niður ofar í Læknum og enn fengu fleiri Hafnfirðingar raf- magn. Það sem þessi áræðni athafna- maður tók sér fyrir hendur næstu árin væri efni í heila bók. Hann byggði rafstöðvar, náði upp sokknu skipi fullu af kol- um, o.fl. o.fl. Árið 1912 seldi hann hlutafélaginu Dverg í Hafnarfirði trésmiðjuna við Lækinn og sneri sér að öðrum verkefnum um hríð. Meðan heimsstyrj öldin 1914—1918 geis- aði undirbjó hann nýtt fyrir- tæki og 1919 fór hann til Norð- urlanda til innkaupa. Hann stofnsetti þá nýja trésmiðju og timbursölu og enn tók hann Lækinn í þjónustu sína, en nú ofar en áður. Flutningur á timbri til fslands hafði allt frá landnámstíð verið erfiðleikum bundinn. Jóhannes Reykdal datt ráð í hug. Honum hug- kvæmdist að flytja timbrið hingað í stórum flotum eða flekum, sem dregnir væru af gufuskioum, helzt sterkum dráttarbátum. Tvo fékk Jó- hannes með sér til þess að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd. Hann leitaði fyrir sér víða á Norðurlöndum og lagði hugmyndina fyrir ýmsa aðila, en þar sem þetta var nýmæli og ísland fjarlægt fékkst ekk- ert tryggingarfélag til þess að taka að sér að tryggja slíka flutninga. Þegar útséð var að ódýrasta flutningaleiðin var ekki fær, ákvað Jóhannes að taka þá næstódýrustu. Hún var að flytja með seglskipi. Eftir að hafa leitað fyrir sér um hríð, frétti hann af skipi sem ef til vill myndi henta. Skipið lá í Kaupmannahöfn, en var annars sænskt; skráð í Stokkhólmi, 400 lestir að stærð og hét EOS. Eos var smíðað um 1880 og hafði siglt víða um höf. Þar sem það var, er nú var komið sögu, orð- ið um fertugt, voru verkefni fyrir það ekki tiltæk, og þess vegna hafði það legið í Kaup- mannahöfn á þriðja ár sam- fleytt. Nokkru áður en kaupin voru afráðin, hitti Jóhannes ungan íslenzkan sjómann, sem um hríð hafði verið háseti og stýrimaður á dönskum skipum. Hann hét Einar Jónsson. Þenn- an mann réð nú Jóhannes Reyk- dal til þess að- verða skipstjóra á Eos og sigla því til fslands. Einar réð þegar skipshöfn, þrjá Dani og þrjá íslendinga. Það var strax augljóst er þeir komu um borð í skipið, að þar þyrfti margt gott handtak að vinna, áður en lagt yrði í haf. Eos var barkskip þrímastrað og voru f’estar rár niðri á þilfari, þegar Einar tók við skipstjórn. Strax var hafizt handa um að koma uno rám, skipta um tóverk og slá undir seglum. Þar sem skip- ið átti að lesta timbur í Halm- stad í Svíþjóð var ákveðið, að þar skyldi það einnig fara í þurrkví til botnhreinsunar, því örugglega myndi mikill gróður vera kominn á botninn eftir ianga legu í Höfn. Þar sem skip- ið var ennþá undir sænsku flaggi, þótt það væri eign ís- lendinga, óttaðist Einar, að það vrði stöðvað, þegar siglt yrði út. úr Kaupmannahöfn og fram hjá tollbúðinni, en ieyfi til söl- unnar úr landi í Svíþjóð var ennþá ekki fengið. í byrjun júnímánaðar 1919 var lagt af stað frá Kaupmanna- höfn. Dráttarbátur tók skipið í tog, þar sem seglabúnaður var ekki kominn í lag og margt ó- unnið um borð. Skipið komst úr höfn án erfiðleika og sam- dægurs til Halmstad í Svíþjóð. Vegna mikilla anna við slipp- inn í Halmstad reyndist ekki unnt að taka skipið á þurrt til botnhreinsunar. Þeir tóku það ráð að halla því sitt á hvað og skafa það sem til náðist með iöngum sköfum. Tveim mönn- um hafði verið bætt við skips- höfnina, sem nú taldi níu manns. Þeir unnu af kappi við að útbúa Eos. Allar rár voru komnar upp. Skipt um allt hlaupandi tóverk og mörgum nvjum slegið undir. Önnur voru endurbætt og lagfærð. Skinið var hiaðið timbri og í öndverðum júlímánuði var allt ti’búið. Enn stóð þó á leyfi til þess að selja skipið úr landi í Svíþjóð. í tíu daga til viðbótar varð skipið að liggja í Halm- stad meðan beðið var eftir leyf- inu, sem loksins kom. Skips- höfnin var samdægurs skráð á skipið hjá danska ræðismann- inum á staðnum, og síðari hluta iaugardags var allt tilbúið. Ein- ar skipstjóri ákvað að sigla snemma næsta morgun ef vind- ur yrði hagstæður. Allt gekk það eftir áætlun. Hafnsögumað- urinn kom um borð og dráttar- bátur til þess að færa Eos út úr höfninni. Vindur var af suð- austri og gott veður. Meðan dráttarbáturinn dró Eos út úr höfninni, út á skipaleið settu skipverjar hvert seglið af öðru og þegar hafnsögumaður fór frá borði og dráttarbáturinn sneri til lands, sigldi Eos fyrir fullum seglum norður með Svíþjóð áleiðis út Kattegat. íslandsferð- in var hafin. Þótt stríðinu væri lokið, var ekki þar með sagt, að allar hættur sem því voru samfara væru úr sögunni. Tundurdufla- belti var í Kattegat, en skipa- leiðir meðfram því við strend- ur Svíþjóðar og Danmerkur. Einar ákvað að sigla Svíþjóðar- megin. Þeir höfðu gott leiði, unz kom út í Skagerak, Þá lygndi skyndilega og innan stundar lagði inn vestan öldu. Síðan golaði af norðvestri, og brátt var kominn stormur beint á móti. Eos slagaði nú sólarhring eftir sólarhring móti norðvest- an stormi. Skyggni var slæmt, þoka og súld, og aldrei sást til sólar. Þeir fundu, að skipið sigldi illa. f Halmstad höfðu þeir hitt sjómenn, sem þekktu Eos og sögðu, að skipið væri góður siglari. Eitt sinn hefði það hleypt undan ofviðri í Biscay- flóanum og loggað 16 sjómílur á klukkustund á reiðunum ein- um saman. Skýringin á gang- tregðu gamla Eos var Einari og hans mönnum nærtæk: Lítið gagn hafði sýnilega orðið af botnhreinsuninni, sem þeir skioverjar framkvæmdu sjálfir í Halmstad. Fjórtán dögum eft- ir að þeir fóru frá Svíþjóð, var Eos kominn undir Skotland. Þar var sömu sögu að segja og í Kattegat. Stórt tundurdufla- belti lá frá suðurodda Hjalt- ’ands undir Skotland og frá Marstenen í Noregi að Hvít- ingsevju að sunnan. Einar ákvað að fara fram hjá tundur- duflabeltinu meðfram Skotlandi og norður með Orkneyjum og út á Atlantshafið hjá Fair Isle. Þeir hreoptu nú slæmt veður, dimmviðri og vestlæga storma hvað eftir annað. Skyggni var sama og ekkert og ekki bætti úr skák, að nú sáu þeir hvað eftir annað tundurdufl á reki, sum rétt við skipssúðina. Mað- ur var hafður framá til þess að fylgjast með duflunum, svo að hægt væri að sveigja frá þeim í tíma. Þeir þekktu, að duflin voru flest af enskum uppruna, en er kom norður með Orkn- eyjum urðu þýzk tundurdufl á leið þeirra. Eitt slíkt hafði næst- um því lent á skipinu, en þeir sáu það kastast frá í boðföllun- um. Þau þýzku voru hættulegri, með lengri hornum og stærri. Þeir höfðu siglt norður í nokkra daga með stefnu í sundið við Fair Isle, án þess að sjá til sól- ar eða sjá land. Tundurdufla- belti var skammt undan og fjöldi dufla á reki. Þeir sáu þá herskip koma á eftir og fór mikinn. Þegar það kom nær sást, að það var frá Bandaríkj- unum og hafði uppi merki, að- vörun um hættu. Skipsmenn sögðu þeim á Eos, að þeir stefndu á horn tundur- duflabeltisins og gáfu þeim upp stefnu og vegalengd í sundið við Fair Isle. Þeir myndu sjá dufl eftir að vera búnir að sigla vissa vegalengd og þar ætti að beygja. Eos sigldi nú uppgefna stefnu og þótt skipsmenn sæju ekki duflið fundu þeir réttu leiðina og voru þar með komn- ir út á Atlantshaf. Litlu síðar lygndi og kulaði aðeins af vestri. Þeir slöguðu nú mpð stefnu á Færeyjar. Tóku hvern bóginn af öðrum og alltaf mið- aði í áttina þótt seint gengi. í Svíþjóð hafði verið matar- skömmtun og matarforði skips- ins því í minnsta lagi. Eftir nokkra daga lygndi alveg og nú lá Eos á lognkyrru hafinu. Ekk- ert að sjá nema haf og loft. Dag nokkurn sáu þeir reyk við hafs- I brún og litlu síðan kom línu- veiðari í sjónmál. Þeir drógu upp merki um að línuveiðarinn kæmi í kallfæri og spurðu hvort ; þeir hefðu nýjan fisk til sölu. Norðmennirnir voru til í að selja fiskinn og Einar skipstjóri fór á skipsbáti Eos við þriðja mann yfir. Hann fór upp í brú til skipstjórans meðan fiskur- inn var látinn í bátinn og endir j viðtals þeirra skipstjóranna var, að Einar gaf norðmanninum ákavítisflösku, en fékk stóra lúðu í staðinn. Það var gott að fá nýmetið og nú vonuðust allir eftir leiði. En góða veðrið hélzt og þeir lágu marga daga til við- bótar á lognkyrrum sænum 24 VIKAN 48. TBL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.