Vikan - 02.12.1971, Page 26
Jakobína Þorvarðardóttir: — Mér verður starsýnt á þetta; sé aS það er fullorðins manns líkkista, Ijós með
gullinni, upprennandi sól á gaflinum, sem út vissi . . .
ÞEGAR LOFTUR FÓRST.
Var mikið útræði vestur þar,
þegar þú varst í bernsku?
— Það var útræði frá Sandi,
en ekki teljandi frá Arnarstapa,
enda fátt fólk þar þá. Á Sandi
var fleira fólk og margt sjó-
manna á vertíðum. Til dæmis
voru einir 14 á bænum, þar sem
ég var, en þar var líka tvíbýli.
Það var róið, bæði á stórum
bátum og smáum. En flestir
voru bátarnir þó frekar smáir.
— Voru sjóslys tíð?
— Kannski ekki eins tíð og
búast hefði mátt við, því að oft
var langt sótt. Jú, það fórust
bátar, og ekki alltaf langt frá
landi. Loftur, miðaldra og
reyndur formaður utan úr
Breiðafjarðareyjum, fórst þarna
uppi í vör að kalla um yor í
blíðskaparveðri, og með honum
níu menn. Ég var þá á milli
fermingar og tvítugs svo að síð-
an eru meira en sextíu ár.
— Og hvað bar til?
— í Keflavíkinni, þar sem
þetta gerðist, er klettarimi í sjó
úti, varla tuttugu faðma undán
landi og kallaður Þröskuldur.
Er djúpt fyrir utan hann og
innan, en brýtur á honum ef
eitthvað er í sjó, og svo var í
þetta skiptið þó að logn væri.
Yfir Þröskuldinn urðu bátarnir
að fara upp í vörina, sæta sjóar-
föllum og lagi svo að ekki tæki
niðri, og væri lágsjávað, urðu
þeir áð bíða fyrir utan. Að þessu
sinni komust þeir allir inn fyrir
heilu og höldnu, nema þessi eini
bátur. Honum hvolfdi á Þrösk-
uldinum og var sagt að Loftur
hefði tekið lagið of snemma.
Þeir fórust allir, en tvær eða
þrjár skipshafnir stóðu skinn-
klæddar í fjörunni og máttu
ekki hafast að vegna brimbrots-
ins á Þröskuldinum. Og enginn
syndur, hvorki af áhöfninni sem
fórst né þeim, sem stóðu í landi.
Það þekktist ekki þá. Það var
hörmulegt.
— Horfðir þú kannski sjálf
á slysið?
— Nei, ég var inni í bænum,
sem stóð þarna uppi á bakkan-
um, rétt ofan við vörina. En
vitanlega heyrði ég strax sagt
frá atburðum. Þrír komust á
kjöl, þegar bátnum hvolfdi og
var formaðurinn einn þeirra, og
kallaði hann til þeirra, sem í
fjörunni stóðu. Velktist svo bát-
urinn í brimbrotinu og háset-
„Ekki get ég neitaS
því, að mig hefur
dreymt fyrir ýmsu. En
ég hef ekki
kunnað að ráða
drauma mína fyrr
en eftir á, þegar
þeirvoru komnirfram.
£g hef því ekki
orðið margs vísari
um óorðna hluti af
þeim. Aftur á móti
hefur það komið
fyrir, að ég hef
séð atburði fyrir í
vöku; sýnir, sem bent
hafa mér á
ýmislegt....“
arnir tveir hurfu af kjölnum,
en formaðurinn hélt takinu enn
um hríð. Töldu þeir, sem horfðu
á slysið úr landi, að hann hefði
að lokum rennt sér í sjóinn,
þegar hann sá að allir hásetar
hans voru farnir. En — um leið
og hann sleppti takinu og hvarf,
þá rétti báturinn sig við og
skreið inn fyrir og á réttum kili
upp í lendinguna eins og róið
væri.
Þarna fórust bræður þrír,
synir ekkju, tvígiftrar, sem
misst hafði menn sína báða, og
átti nú tvo sonu eftir af seinna
hjónabandi. Aldraður maður,
sem lá blindur í kör, missti
einkason sinn og fyrirvinnu. Og
þarna sýndist það koma fram
sem oftar, að skilur milli feigs
og ófeigs. Daginn áður hafði
einn af hásetum Lofts veikzt, og
26 VIKAN 48. TBL