Vikan


Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 27
SKYGGNA KONAN r r I MPI ARRI l-R 'szzr™™ I \r I Lmi \I JAKOBÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR sendi hann þá annan af háset- unum eftir lækni. Fyrir bragð- ið vantaði hann tvo menn. All- langt fyrir ofan Sand eru tveir bæir, sem heitir á Hellu, annar á Stór-Hellu, hinn á Litlu- Hellu. Á Stór-Hellu bjó full- orðinn maður, sem Guðmundur hét; hafði hann verið formaður alla ævi og aldrei verið í skips- rúmi hjá öðrum, en var nú hættur róðrum. Uppeldissonur hans var á bænum hjá honum. Þegar þeir frétta það, að tvo háseta vanti á bát hjá Lofti, bregða þeir skjótt við, hraða sér niður á Sand og fá að fara með honum þennan róður. Fórust báðir, en hásetarnir tveir, sá sem veiktist og hinn, sem fór að sækig. léékninn, reyndust ekki feigir. Likin rak öll þarna á fjöruna, nema eitt. Það var af ungum manni, Guðjón hét hann, Guðbjörnsson frá Sveins- stöðum. Hann fannst aldrei. — Að sjálfsögðu hafa lífgun- artilraunir þá verið með öllu óþekktar? — Já, en það var venja þeg- ur þannig stóð á, að maðurinn v'ar lagður á grúfu á tunnu, svo að sjórinn rynni upp úr honum. Og fyrir kom að það dugði. Aðrar lifgunaraðferðir þekkt- ust ekki. Það kom ekki að haldi í þetta skiptið. Læknirinn, sem sóttur var út í Stvkkishólm, kvað þá sjóreknu alla látna, þegar hann kom. „ÞÚ VERÐUR AÐ TALA VIÐ HANA JAKOBÍNU .. Það mun hafa verið vorið 1966 að góðkunningi minn, greindur og margfróður vestan af Snæfellsnesi, sagði við mig: „Þú verður að tala við hana Jakobinu Þorvarðardóttur í Melarbúð á Hellnum ...“ „Já, einmitt?" Ég beið þess endartak, að hann skýrði nán- ar hversvegna, og spurði svo, þegar það varð ekki: „Er það eldri kona?“ „Hún hefur einn um áttrætt.“ Yfirleitt þarf ég ekki að toga orðin út úr þessum góðkunn- mgja minum, því að hann er greiður i svörum og skilmerki- legur. En í þetta skiptið sá ég það á honum og heyrði, að hann bjó yfir einhverju, sem ekki lá á lausu. „Fróð og minnug kona?“ spurði ég enn. Hann svaraði því ekki bein- iínis. „Þú verður að tala við hana og ég skal reyna að sjá svo um að fundum ykkar beri saman, hvort sem verður að þú komir vestur eða hún eigi leið hingað suður. Ég hef svo ekki fleiri orð um það, nema hvað ég geri fastlega ráð fyrir, að þér muni þykja það nokkur ávinn- ingur að kynnast henni og ræða við hana.“ Svo fór, að Jakobína Þor- varðardóttir átti leið hingað suður áður en ég gat komið því við að skreppa vestur á Snæ- fellsnes. Dóttir hennar, búsett hér í Reykjavík, hringdi til mín og sagði mér, að hún væri hjá sér stödd, og að þessi áðurnefndi kunningi okkar beggja hefði sagt gömlu konunni að ég mundi eiga erindi við hana og hvað það væri. Er ekki að orð- lengja það, að stundu síðar sit ég á tali við Jakobínu Þorvarð- ardóttur frá Melarbúð á Helln- um á Snæfellsnesi. Og ég verð bess brátt vísari, að kunningi minn muni reynast sannspár rem endranær — að mér verði það ávinningur að kynnast þess- ari konu og ræða við hana. Jakobína Þorvarðardóttir er lág vexti, en þrekleg um herð- ar og ber það með sér, að ekki hefur henni verið fisjað saman meðan hún var og hét, og enn ber hún aldurinn bein í baki. ITandtak hennar er fast og hlýtt og lófinn mjúkur, en sinarnar á handarbakinu eins og hertir rtrengir og hnúarnir sterklegir; hær hafa áreiðaniega sjaldnast legið kyrrar í skauti um dag- ana þessar hendur. Hún er dökk vfirlitum eins og margt fólk við Breiðafjörð og hárið lítt tekið að grána, og miklar, dökkar brúnirnar undir háu og hvelfdu enni setja mjög svip á andlitið. Einhverntíma hafa það verið augun, dimm og djúp, sem þar réðu mestu, og þó að glóð þeirra sé nokkuð tekin að fölskvast fyrir þverrandi sjón, á tillit þeirra enn sína festu og dul, enda hafa þau fleira séð, en það, sem allir mega líta. Og frásagnargáfa þessarar öldnu, snæfellsku alþýðukonu, sem aldrei hefur tyllt sér á skólabekk um dagana, er stór- merkileg. Meðan við sátum yfir kaffinu og rædduró laust og bundið um daginn og veginn, veitti ég því strax athygli, að hún talaði óvenjulega hreint og látlaust mál; annað snart mig ekki. En um leið og við erum orðin ein og hún fer að segja frá atvikum og atburðum, sem hæst ber í minni, er sem mál hennar losni úr viðjum hvers- dagsleikans. Lág röddin verður fyllri og þróttmeiri. Hún talar hægt, en án hiks eða þagna nema þar, sem við á, og beitir áherzlum af næmri hófsemi í samræmi við frásögnina. Og það er eins og orðih raði sér sjálfkrafa í felldar og hnitmið- aðar setningar, engu of eða van, og hvert atkvæði kemst á- reynslulaust tii skila. Frásögn- in af sjóslysinu, sem hér fór á undan er skráð orðrétt eftir henni. Eins sumir kaflarnir í eftirfarandi viðtali okkar. Það veitir lesandanum þó einungis nokkra hugmynd um málfarið. Um sjálfa framsögnina verður hann bví miður engu nær — þá töfrum slungnu og kynngimögn- uðu frásagnarlist, sem lifði og þróaðist öldum saman með ís- lenzkri alþýðu og reis hæst á rökkurstundum undir lágri bað- stofusúð eða við glóðarbjarma frá sótroknum eldhússhlóðum, en deyr með Jakobínu Þorvarð- ardóttur og hennar kynslóð og verður aldrei meir. SVIPMYND LANGRAR ÆVI. — Þú ert fædd að Arnar- stapa? — Já, ég er fædd að Stapa. Móðir mín. Kristín Teitsdóttir, var fædd á Öndverðarnesi, en faðir minn, Þorvarður, var norð- lenzkur. Hafði komið sem vinnumaður að Arnarstapa og þar kynntust þau. Ekki veit ég ætt hans, eða hvaðan hann var af Norðurlandi. Ég fór ungling- ur að heiman, og það var ekki verið að segja krökkum þess- háttar. Maður hafði ekki held- ur hugsun á að spyrja neins, og sé ég eftir því nú. Við vorum sjö systkinin. Systurnar sex og erum þrjár enn á lífi, en þessi eini bróðir okkar er löngu lát- inn. Ég var fimmta barnið. Fór að vinna fyrir mér strax eftir ferminguna, og var hingað og þangað eins og gengur. Ég var tuttugu og eins ár, þegar ég giftist; fyrstu tvö árin vorum við hjónin að Brekkubæ, þá eitt ár úti á Malarrifi, en þaðan fluttumst við að Melarbúð á Hellnum og þar hef ég verið síðan, eða í fimmtíu og fjögur ár. Maðurinn minn, Sigurbjörn, sem var fimmtán árum eldri en ég, lézt 57 ára að aldri; veiktist af taklausri lungnabólgu og sagði læknirinn, að það hefði verið hjartað, sem bilaði. Ég hef því verið ekkja í full þrjátíu og sex ár. Við eignuðumst f-imm börn, tvær dætur og þrjá syni, en einn þeirra lézt á tvítugs- aldri. Önnur dóttirin, yngsta barnið, fæddist vanheil. Hún var hjá mér, þangað til hún var um fimmtugt, en þá varð ég fyrir veikindum, meðal annars varð ég að ganga undir augna- uppskurð hér fyrir sunnan, og þá neyddist ég til að láta hana frá mér og dvelst hún nú á hæl- inu í Kópavogi. Það var sárt fyrir mig, því ég hafði einsett mér að lifa fyrir hana. Síðustu þrjú árin hef ég verið ein míns liðs í Melarbúð — og ætla mér að vera það á meðan ég get. Jú, það hefur oltið á ýmsu. En ég má vera ánægð, finnst mér ... — Var ekki erfið afkoma hjá þér, einni með börnin, eftir að maðurinn þinn lézt? — Það var það. Jú, það var erfitt, en ég komst þó sæmilega af. Þá hafði ég kindur og bú, en þegar ég var komin að sextugu, tók heilsan að bila, og þá hætti Framhald á bls. 67. 48.TBL. VIKAN 2?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.