Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 30

Vikan - 02.12.1971, Side 30
•srzx FYRSTA BAKARÍIÐ OG SOGULEGASTI UTBURÐUR I REYKJAVIK Um þessar mundir er einmitt tímabært að rifja upp sögu hinna frægu og umdeildu húsa í Bernhöftstorfunni. Hér segir ÁRNI ÚLA, rithöfundur, frá fyrsta full- komna bakaríinu og sögulegasta útburði í Reykjavík. Ekki er ósennilegt að margir, sem leið eiga um miðbæinn í jólaönninni, en koma þangað annars sjaldan, staldri við neðst i Bankastræti eða á Lækjar- götu og virði fyrir sér Bern- höftstorfuna, svo fræg og um- deild, sem þessi húsasamstæða er orðin. Allir vita, að hér er um gömul og söguleg hús að ræða, og langflestir vilja, að þau verði varðveitt í einhverri mynd, hvort sem stjórnvöldum þóknast að verða við þeirri ósk eða ekki. En hver er saga þeirra? Árni Óla, rithöfundur, hefur skrifað meiri en nokkur annar um fortíð Reykjavíkur. Hann hefur unnið ómetanlegt starf við söfnun heimilda um sögu höfuðstaðarins og átt sinn þátt í að vekja okkur til vitundar um þau verðmæti, sem óðum eru að glatast. í bókum hans er ýmsan fróðleik að finna um húsin í Bernhöftstorfunni, sem einmitt er tímabært að rifja upp nú. Hann hefur veitt Vik- unni góðfúslega leyfi til að birta eftirfarandi tvo kafla um Bernhöftsbakarí og landfógeta- húsið: FYRSTA FULLKOMNA BAKARÍIÐ HÉR Á LANDI „Árið 1834 fékk Knudtzon kaupmaður útmælda lóð, beint suður af „Konungsgarði". Var lóð þessi upphaflega 90 álnir frá austri til vesturs (niður að læk) og 56 álnir frá norðri til suðurs. Meginhluti þessarar lóðar var þrætuland, sem Reykjavik og Arnarhóll höfðu deilt um, en var með dómi yf- irréttar 1780 dæmt Reykjavík. Ekki þótti þó eftir miklu að slægjast, því að í skoðunargerð 1776 segir sýslumaður og 6 skoðunarmenn, að þeir „hafi fyrirfundið það (landið) mest- megnis bestanda að ofanverðu og upp við túngarðinn af ó- hræranlegu stórgrýti, en víða, sérdeilis um miðstykkið, sjáist smærri og stærri holur, hvar grjót eftir vitnanna udsigende, hefur verið upp tekið, svo þetta stykki auðsjáanlega er farið að forbetrast. Það neðsta á þrætu- plássinu, sem liggur við lækinn, er bezt, sem oss virðist megi með rækt og áburði mega ger- ast að temmilega góðu tún- stykki." Það er annars einkennilegt, að í útmælingunni handa Knudtzon er tekið fram, að land Litla húsiS neSst i Bankastræti, þar sem áður var fyrsta fulikomna bakaríiS hér á iandi, Bernhöftsbakarí, en nú er verzlun, hefur staSiS óbreytt sfSan það var byggt árið 1885. Eina breytingin er sú, að stórt Pepsi-Cola merki trónar nú fyrir ofan dyrnar sem tákn um auglýsinga- veldi nútímans. íbúSarhúsið þar fyrir aftan er elzt, byggt 1834, en árið 1871 var það lengt suður á bóginn. - 30 VIKAN 48. TBL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.