Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 31
Þannig lítur Bernhöftstorfan út frá lækjargötu. Yzt til vinstri er Barnhöfts bakariið, en yzt til hægri iandfógetahúsið, sem byggt var árið 1838 (sjá
teikningu). Árið 1859 var það stækkað mikið norður á bóginn og settur á það kvistur. Árið 1905 lét þáverandi eigandi, Guðmundur Björnsson
landlæknir, lengja gamla húsið með turnlaga viðbót, og íékk húsið þá þann svip, er það hefur hatdið síðan. í miðjunni er húsið Gimli, þar sem
nú er Ferðaskrifstofa ríkisins. Það hús lét Knud Zimsen, síðar borgarstjóri, reisa árið 1904.
þetta sé í Ingólfsbrekku. Þar
kemur það nafn fyrst fyrir svo
menn viti, en var lögfest 1848
; sem nafn á allri brekkunni milli
Bankastrætis og Bókhlöðustígs.
Þarna reisti svo Knudtzon
brauðgerðarhús, „hið fyrsta á
íslandi" eftir sjálfs hans sögn.
En það var nú ekki alveg rétt,
því að skömmu eftir aldamótin
hafði O. P. Chr. Möller (gamli
Möller) byggt ofurlítið „bökun-
arhús“, þar sem nú er vestur-
endinn á Hressingarskálanum,
og stóð Friðrik Hansen, einn af
Básendabræðrum, fyrir bakstr-
inum. En þetta fyrirtæki stóð
ekki lengi, og óvíst er hvers
konar brauð þar hafa verið bök-
uð. En brauðgerðarhús Knudt-
zons var fyrsta fullkomna „bak-
aríið“ hér á landi og það bakaði
„jafn gott brauð og kex eins og
hægt er að fá í Danmörk"
Knudtzon hélt því á loft, að
hann hefði orðið að flytja allt
efni í brauðgerðarhúsið frá
Kaupmannahöfn, við, kalk og
stein, því að á íslandi væri
ekki nokkur steinn hæfur í
bökunarofn, enda þótt allt land-
ið sé þakið grjóti.
Og svo lét Knudtzon reisa
þarna í grjóturðinni þau hús,
sem staðið hafa mjög lítið
breytt fram á þennan dag.- Hann
réði sem bakara Daniel T. Bern-
höft, sem hafði verið um tíma
í Vestmannaeyjum áður. Varð
brátt mikill menningarbragur á
öllu þarna. Lóðin var ræktuð,
gerður þar skrautgarður og
grafinn brunnur, sem, síðan
varð aðal vatnsból Austurbæj-
armanna þangað til vatnsveitan
kom. Var dæla í brunninum og
var hann því kallaður Bern-
höftspóstur eða Bakaríispóstur.
Göngubrú var gerð á lækinn,
svo að þeir sem áttu heima í
Miðbænum gætu átt auðvelt
með að sækja sér brauð í bök-
unarhúsið.
Árið 1845 keypti Bernhöft
eignina af Knudtzon fyrir 8000
rdl. Rak hann svo iðn sína
þarna fram til 1870, en þá var
talið að sonur hans, W. Bern-
höft tæki við. En það stóð ekki
lengi, því að hann andaðist
1871. Þá tók Johanne ekkja
hans við. Að henni látinni 1898
eignaðist sonur hennar, Daniel
Bernhöft yngri, fyrirtækið og
rak það til 1925. Þá seldi hann
alla eignina og kaupendur voru
KFUM og KFUK.
Á þeim 80 árum, sem Bern-
höftsættin réði þarna ríkjum,
voru ekki gerðar aðrar breyt-
ingar á íbúðarhúsinu en þær, að
1871 var það lengt suður á bóg-
inn, og 1885 var reist sölubúð
við norðurenda þess, og var það
sú útbygging er enn stendur.
Árið 1931 sóttu KFUM og
KFUK um leyfi til þess að reisa
þarna samkomuhús, sem væri
756 fermetrar að stærð. Mun þá
hafa verið ætlunin að rífa íbúð-
arhúsið. Fengu félögin nauð-
synleg leyfi hjá bygginganefnd
og bæjarstjórn. En nú komu
upp raddir um, að ríkið þyrfti
nauðsynlega að eignast þessa
Framhald á bls. 86.
Þannig leit hús Stefáns Gunnlaugssonar bæjar- og landfógeta upp-
runalega út. Úr þessu húsi vildi Jórunn, slSari kona Stefáns, ekki vfkja,
þótt þaS hetfði verið selt. Varð ioks að bera hana út úr þvl ( böndum.
Grindin í húsinu var alveg látin halda sér, svo a3 sá hluti hússins, sem
Stefán Gunnlaugsson byggði, stendur enn óhreyfður. Á sinum tfma
þótti þetta fegursta húsiS I bænum.
I
I
48. TBL. VIKAN 31