Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 35

Vikan - 02.12.1971, Side 35
og margir hálf-Indíánar geru. Við bjuggum hér og þar.“ Drengurinn var í samfestingi og jakka af föður sínum, og hefði sá getað verið frakki á honum, hefði hann ekki farið honum svo illa. Klippt var framan af ermunum til þess að hæfa drengnum, og það var nú allt og sumt. Vasarnir voru of neðarlega, svo að drengurinn varð að hafa hnefana kreppta til að halda höndunum heitum. Nú var klukkan ellefu fyrir há- degi. Pabbi hans Dónalds fór inn um dyrnar, og hann ætlaði að- koma fljótt aftur og síðan ætl- uðu þeir að fara heim og mamma og pabbi myndu hætta að rífast. Haggerty’s kallaðist þessi staður. Það var inngangur á horninu og annar niðri i þver- götunni. Harry Efaw fór út um dyrnar á 37. stræti fimm mín- útum eftir að hann fór inn. Hann hafði ekki gleymt drengn- um úti á götunni, hann vildi bara losna burtu frá honum einn dag, losna frá þeim hinum Hka. Hann hafði fengið sér \ ií-kiglas, sem kostaði of mikið. Glasið kostaði kvartdollar, og það var of mikið fyrir einn lít- inn viskísjúss. Hann hvolfdi í sig drykknum, og flýtti sér síð- an út þaðan. Hann ætlaði sér að koma aftur eftir fáeinar mín- útur og sækja strákinn og fara svo að kaupa mat og meðöl og fara heim og athuga hvort nokkuð væri hægt að gera fyrir iitlu, veiku stúlkuna. En hvern- ig sem þetta nú var, hvað sem hann hugsaði, þá hélt hann bara áfram að ganga. Loks fór Dónald inn, og sá þá, að þar leit öðruvísi út en í nokkurri annarri búð, sem hann hafði séð. Maðurinn í hvíta jakkanum horfði á hann og sagði: — Hér máttu ekki vera. Farðu heim, drengur. — Hvar er hann pabbi minn? — Er einhver hér inni faðir þessa drengs? hrópaði maður- inn, og þá sneru sér allir sem þar inni voru við, og horfðu á drenginn, sjö menn sátu og horfðu á Dónald. Þeir horfðu á hann andartak, og svo sneru þeir sér aftur við og héldu afram að drekka og spjalla. — Pabbi þinn er ekki hér, liver sem hann nú er, sagði maðurinn. — Harry, sagði Donald. Harry Efaw. — Ég þekki engan sem heit- ir Harry Efaw. Komdu þér nú lieim. — Hann sagði mér að bíða hér fyrir utan eina mínútu. — Já, ég skil. Það kemur fjöldi fólks hingað inn og fær sér drykk og fer svo út aftur. Hann hefur líklega gert það. Og ef hann hefur sagt þér að bíða fvrir utan, þá er bezt þú gerir það. Þú mátt ekki vera hér inni. — Það er kalt úti. — Ég veit að það er kalt úti, sagði barþjónninn. En þú mátt ekki vera hér inni. Bíddu úti eins og pabbi þinn sagði þér að gera, eða farðu bara heim. — Ég get það ekki, sagði drengurinn. — Veiztu hvert heimilisfang- ið er? Drengurinn skildi greinilega ekki hvað þessi spurning merkti svo að barþjónninn reyndi að orða hana öðruvísi. — Veiztu hvaða númer er á húsinu og hvað gatan heitir? — Nei. Við fórum. Við áttum að kaupa meðöl handa Alice. — Já, ég skil, sagði barþjónn- inn, þolinmóður, og ég veit líka að það er kalt úti, en það er alla vega bezt að þú farir héð- an út. Smástrákar mega ekki vera hér inni. Maður á sjötugsaldri, meira en hálffullur og hálfdauður stóð upp frá borði sínu og gekk til barþjónsins. — Ég skal gjarna fara heim með drenginn, ef hann getur vísað veginn. — Seztu, sagði barþjónninn, strákurinn ratar ekki heim. — Hann ratar kannski, sagði maðurinn. Sjálfur hef ég átt barn og gatan er enginn staður fyrir lítinn dreng. Ég vil gjarna fara með honum heim til henn- ar mömmu hans. — Ég skil það, sagði bar- þjónninn, en farðu nú og seztu. — Ég ætla að fara með þig heim, stráksi minn, sagði gamli maðurinn. — Seztu nú, næstum því æpti barþjónninn, og gamli maður- inn sneri sér vonsvikinn við.. — Hver heldurðu eiginlega að ég sé? sagði hann stillilega. Drengurinn er hræddur og hon- um er kalt og hann verður að komast heim til mömmu sinnar. — Viltu vera svo elskulegur að fá þér sæti? sagði barþjónn- inn. Ég veit allt um þennan dreng. Og þú ert heldur enginn maður til að fara með drenginn heim til mömmu hans. — Einhver verður að fara með hann heim til hennar mömmu hans, sagði gamli mað- urinn mjúkmáll, og svo hikstaði hann. Hann var í svörtum, poka- legum fötum, og barþjónninn vissi að hann hafði fengið þau hjá góðgerðastofnun. Hann hef- ur haft á sér kringum þrjátíu eða fjörutíu sent fyrir bjór, peninga, sem hann hefur trú- lega betlað á götunni. — Það er kominn þriðji dag- ur jóla, hélt sá gamli áfram. Það er ekki svo langt liðið frá jólahátíðinni að einhver okkar get.i látið hjá líða að reyna að minnsta kosti að hjálpa litlum dreng að rata heim. — Hvað gengur eiginlega á? drafaði í öðrum kráargesti, þar sem hann sat á stól sínum. — Ekkert, sagði barþjónninn. Pabbi þessa drengs hefur sagt honum að bíða hérna fyrir ut- an, það er nú ekki annað. Bar- þjónninn sneri sér að Donald Efaw. Ef þú veizt ekki hvernig þú átt að komast heim, þá skaltu bíða fyrir utan, eins og pabbi þinn sagði, og síðan kem- ur hann áreiðanlega aftur og sækir þig. Út með þig núna. Drengurinn fór út fyrir, og tók sér stöðu, þar sem hann þegar hafði staðið í meira en klukkutíma. Gamli maðurinn þokaði sér fram og í áttina til hans. Barþjónninn teygði sig þá yfir barborðið og greip í axlir mannsins, er hann stóð í sveiflu- hurðinni, sneri honum alveg við og leiddi hann aftur að stólnum. — Seztu nú, sagði hann hæg- lætislega. Það er ekki þitt mál að hafa áhyggjur af drengnum þarna, og ég skal sjá um að ekkert illt komi fyrir hann. — Hver heldurðu eiginlega að ég sé? sagði gamli maðurinn enn einu sinni. Barþjónninn stóð í dyrunum á kránni, og skimaði upp og niður eftir götunni. Hann var stuttur maður, kraftalegur íri, og hann sneri sér við og sagði: — Hefurðu litið í spegil ný- Framhald á bls. 60. eftir pabba sínum, sem ætlaði aðeins að Hann tiafði staðið eina klukkustund og beðið bregða sér frá í fáeinar mínútur..; 48. TBL. VIKAN 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.