Vikan - 02.12.1971, Page 39
Jane Patrick, ICYE-skiptinemi
frá Nebraska, USA
Mitt meðal kynslóðar, sem hefur verið
ásökuð fyrir eiturlyfjaneyzlu, ofbeldis-
hneigð og sinnuleysi, verðum við vitni að
óvæntri breytingu — „Jesú-byltingu“, sem
hófst í Kaliforníu fyrir tveimur árum.
Margir af Jesú-fólkinu (Jesus freaks)
áttu við mjög alvarleg, persónuleg vanda-
mál að stríða áður en þeir snerust. Þetta
nýja líf virðist oft vera endurskipulagn-
ing á ötulum sjónhring viðkomandi í leit
að sjálfi, tilgangi og ástæðu fyrir. lífi
sínu.
Vonandi er þetta „fyrirbæri“ raunveru-
legt. Ef svo er, verður auðskilinni til-
beiðslu og kærleik á fyrsta og mesta fórn-
arlambi friðar og bræðralags, snúið upp
í raunveruleik daglegs lífs.
Helgi Pétursson,
gagnfræðaskólakennari
Nú á tímum álítur fjöldi fólks það skyn-
samlegast að trúa á mátt sinn og megin,
fremur en svo og svo óljósan Guð almátt-
ugan. Þetta er án efa bein afleiðing þess,
að þrátt fyrir kristna trú, sem og önnur
kærleikstrúarbrögð í þúsundir ára, fær
enginn séð að sambúð þjóða heims sé
beint yfirfull bróðurkærleika og friðar-
vilja. öllu sem maðurinn hefur byggt eða
uppfundið í framfaraátt getur hann nú
tortímt á fáeinum sekúndum með ægileg-
um gereyðingarvopnum. Það liggur því
beinast við að efla trú manna á hið góða
í þeim sjálfum og opna augu allra fyrir
því að örlög þeirra eru undir gerðum
mannanna komin, fyrst og fremst. „Það
sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður,
Framhald á bls. 8.
Siguröur Garðarsson, nemi
Jesú-hreyfingunni hef ég ekki kynnzt í
reynd og lítið hef ég lesið um hana. Mér
virðist þetta samt vera fyrirbæri ekki
ósvipað hippahreyfingunni á sínum tíma.
Hvort tveggja stefnir að göfugra mann-
lífi. Jesús Kristur er fyrir mér bezti mað-
ur sem lifað hefur. Kannski er sagan um
hann aðeins skáldsaga, en spekin er ofur-
mannleg. Ég styð Jesú. Jesús lifir!
Þuríður Friðjónsdóttir,
leikkona
Amerískt millistéttarfólk að skemmta
sér. í rauninni er sagan um Jesúm Krist
ekki eins einstæð í sinni röð og látið er
í veðri vaka. Við eigum líka í dag menn
og konur sem koma auga á óréttlætið
og kúgunina sem fer fram alls staðar i
kringum okkur. Svokallaðir „Jesú-bylt-
ingarmenn" biðja um að fá að borða sitt
„daglega brauð“ í friði, en gleymg þeim
sem aldrei fá tækifæri til að lifa nema í
vítahring fáfræði og fátæktar. Þeir Jesú-
ar sem Ameríka elur í dag eru taldir
hættulegir þjóðfélaginu eins og Jesús Jós-
epsson. Þeir eru hundeltir, fangelsaðir og
krossfestir. Eins og sagt er að Jesús hafi
dáið vegna synda mannanna, deyja þeir
vegna aðgerðarleysis hins „þögln meiji-
hluta“.
Helgi Þorláksson,
skólastjóri Vogaskóla
í þessum örfáu orðum mun til þess
ætlazt, að ég svari spurningu, án þess að
skilgreint sé, hvað í henni felst. Ég skal
reyna, en þekking mín á Jesúbyltingunni
er minni en skyldi. Hún byggist helzt á
greinum í tímaritinu Time (26. des. 1969,
21. júní og 25. okt. 1971), þætti í íslenzka
sjónvarpinu, söngleiknum „Jesus Christ
— Superstar“ og nokkrum kynnum frá
mánaðardvöl í Ameriku á síðasta vori.
Hér virðist um að ræða áhrifamikla
hreyfingu, sem einkum gætir meðal ungs
fólks í Bandaríkjum Ameríku, ber mjög
einkenni tízkuöldu (sbr. krossferðir á sín-
um tíma), en tízkueinkennin eru Jesús
Kristur, saga hans og kenningar, allt stíl-
fært á ýmsa lund. Táknmálið birtist í
áletruðum klæðum, tali og söng, og vísi-
fingurinn bendir upp, frá jörðu til him-
ins. Músíkin er sem oft áður máttugasta
sefjunaraflið. \
Svar mitt er þetta:
Jesúbyltingin er næsta eðlilegur og
æskilegur þáttur uppreisnar „ungs“ fólks
gegn hefðbundnu sinnuleysi, ofstjóm,
óstjórn og misstjórn valdaafla þjóðfélag-
anna, sem birzt hefur m. a. í andlegri og
veraldlegri mengun, fjárspillingu, hungri
og ofnautn, svalli, ofbeldi, kynþáttamis-
rétti, köldu stríði og gereyðingarstyrj-
öldum.
Það er næsta eðlilegt, að slík uppreisn-
arhreyfing eigi fyrsta og mesta útbreiðslu
í Bandaríkjunum. Þar eru andstæður
mestar, auðs og örbirgðar, þjóðema, kyn-
þátta, menningar og vanþekkingar. En þó
hygg ég þar bera hæst til orsaka and-
stöðu fólks við styrjaldarskelfingarnar í
Vietnam, tilgangslaust, vonlaust stríð, sem
hefur kostað nær 50 þúsund ungra Banda-
ríkjamanna lífið, örkuml enn fleiri og
mun um ókomin æviár marka ægispor á
þær 2 milljónir, sem heim eru komnar
og nefnast þar „þögli herinn", því að
fæstir þeirra fást til að segja nokkrum
frá viðburðum.
Sú hætta hefur farið mjög vaxandi, að
unga fólkið sneri í uppreisn sinni gegn
öllu kerfi þjóðfélagsins, að óminni og
eiturlyfjasvefn yrði athvarf þess. Sú upp-
reisn beindist gegn öllu eldra formi heim-
, Fmmhald á bls. 8.
48. TBL. VIKAN 39