Vikan


Vikan - 02.12.1971, Síða 39

Vikan - 02.12.1971, Síða 39
Jane Patrick, ICYE-skiptinemi frá Nebraska, USA Mitt meðal kynslóðar, sem hefur verið ásökuð fyrir eiturlyfjaneyzlu, ofbeldis- hneigð og sinnuleysi, verðum við vitni að óvæntri breytingu — „Jesú-byltingu“, sem hófst í Kaliforníu fyrir tveimur árum. Margir af Jesú-fólkinu (Jesus freaks) áttu við mjög alvarleg, persónuleg vanda- mál að stríða áður en þeir snerust. Þetta nýja líf virðist oft vera endurskipulagn- ing á ötulum sjónhring viðkomandi í leit að sjálfi, tilgangi og ástæðu fyrir. lífi sínu. Vonandi er þetta „fyrirbæri“ raunveru- legt. Ef svo er, verður auðskilinni til- beiðslu og kærleik á fyrsta og mesta fórn- arlambi friðar og bræðralags, snúið upp í raunveruleik daglegs lífs. Helgi Pétursson, gagnfræðaskólakennari Nú á tímum álítur fjöldi fólks það skyn- samlegast að trúa á mátt sinn og megin, fremur en svo og svo óljósan Guð almátt- ugan. Þetta er án efa bein afleiðing þess, að þrátt fyrir kristna trú, sem og önnur kærleikstrúarbrögð í þúsundir ára, fær enginn séð að sambúð þjóða heims sé beint yfirfull bróðurkærleika og friðar- vilja. öllu sem maðurinn hefur byggt eða uppfundið í framfaraátt getur hann nú tortímt á fáeinum sekúndum með ægileg- um gereyðingarvopnum. Það liggur því beinast við að efla trú manna á hið góða í þeim sjálfum og opna augu allra fyrir því að örlög þeirra eru undir gerðum mannanna komin, fyrst og fremst. „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, Framhald á bls. 8. Siguröur Garðarsson, nemi Jesú-hreyfingunni hef ég ekki kynnzt í reynd og lítið hef ég lesið um hana. Mér virðist þetta samt vera fyrirbæri ekki ósvipað hippahreyfingunni á sínum tíma. Hvort tveggja stefnir að göfugra mann- lífi. Jesús Kristur er fyrir mér bezti mað- ur sem lifað hefur. Kannski er sagan um hann aðeins skáldsaga, en spekin er ofur- mannleg. Ég styð Jesú. Jesús lifir! Þuríður Friðjónsdóttir, leikkona Amerískt millistéttarfólk að skemmta sér. í rauninni er sagan um Jesúm Krist ekki eins einstæð í sinni röð og látið er í veðri vaka. Við eigum líka í dag menn og konur sem koma auga á óréttlætið og kúgunina sem fer fram alls staðar i kringum okkur. Svokallaðir „Jesú-bylt- ingarmenn" biðja um að fá að borða sitt „daglega brauð“ í friði, en gleymg þeim sem aldrei fá tækifæri til að lifa nema í vítahring fáfræði og fátæktar. Þeir Jesú- ar sem Ameríka elur í dag eru taldir hættulegir þjóðfélaginu eins og Jesús Jós- epsson. Þeir eru hundeltir, fangelsaðir og krossfestir. Eins og sagt er að Jesús hafi dáið vegna synda mannanna, deyja þeir vegna aðgerðarleysis hins „þögln meiji- hluta“. Helgi Þorláksson, skólastjóri Vogaskóla í þessum örfáu orðum mun til þess ætlazt, að ég svari spurningu, án þess að skilgreint sé, hvað í henni felst. Ég skal reyna, en þekking mín á Jesúbyltingunni er minni en skyldi. Hún byggist helzt á greinum í tímaritinu Time (26. des. 1969, 21. júní og 25. okt. 1971), þætti í íslenzka sjónvarpinu, söngleiknum „Jesus Christ — Superstar“ og nokkrum kynnum frá mánaðardvöl í Ameriku á síðasta vori. Hér virðist um að ræða áhrifamikla hreyfingu, sem einkum gætir meðal ungs fólks í Bandaríkjum Ameríku, ber mjög einkenni tízkuöldu (sbr. krossferðir á sín- um tíma), en tízkueinkennin eru Jesús Kristur, saga hans og kenningar, allt stíl- fært á ýmsa lund. Táknmálið birtist í áletruðum klæðum, tali og söng, og vísi- fingurinn bendir upp, frá jörðu til him- ins. Músíkin er sem oft áður máttugasta sefjunaraflið. \ Svar mitt er þetta: Jesúbyltingin er næsta eðlilegur og æskilegur þáttur uppreisnar „ungs“ fólks gegn hefðbundnu sinnuleysi, ofstjóm, óstjórn og misstjórn valdaafla þjóðfélag- anna, sem birzt hefur m. a. í andlegri og veraldlegri mengun, fjárspillingu, hungri og ofnautn, svalli, ofbeldi, kynþáttamis- rétti, köldu stríði og gereyðingarstyrj- öldum. Það er næsta eðlilegt, að slík uppreisn- arhreyfing eigi fyrsta og mesta útbreiðslu í Bandaríkjunum. Þar eru andstæður mestar, auðs og örbirgðar, þjóðema, kyn- þátta, menningar og vanþekkingar. En þó hygg ég þar bera hæst til orsaka and- stöðu fólks við styrjaldarskelfingarnar í Vietnam, tilgangslaust, vonlaust stríð, sem hefur kostað nær 50 þúsund ungra Banda- ríkjamanna lífið, örkuml enn fleiri og mun um ókomin æviár marka ægispor á þær 2 milljónir, sem heim eru komnar og nefnast þar „þögli herinn", því að fæstir þeirra fást til að segja nokkrum frá viðburðum. Sú hætta hefur farið mjög vaxandi, að unga fólkið sneri í uppreisn sinni gegn öllu kerfi þjóðfélagsins, að óminni og eiturlyfjasvefn yrði athvarf þess. Sú upp- reisn beindist gegn öllu eldra formi heim- , Fmmhald á bls. 8. 48. TBL. VIKAN 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.