Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 41

Vikan - 02.12.1971, Side 41
sitja hérna hjá mér stundarkorn og drekka eitthvað mér til sam- lætis? — Það veit hamingjan, ég er guðsfegin. Bókaherbergið var í skjóli og ýlfrið heyrist ekki þangað. — Það er sannárlega betra en að vera uppi og hlusta á þetta hrollvekjandi ýlfur, sagði hún og settist niður. —. Betra en. hvað? Bros hans var nú horfið. — Vælið frá Sírenugjótunni. Þetta yoðalega hljóð. Mig hryll- ir við því! — Ég heyri það varla nú orðið, en ég skil að þér finnist það óþægilegt. _ Hún dró fæturna inn undir sig. og tók við glasinu, sem hann rétti henni. —• Þið Alán voruð miklir.vin- ir, er það ekki rétt? spurði hann og rödd hans var mild. *— Ég hafði mikið álit á hon- um. Svo.flýtti hún sér að skipta um viðræðuefni. — Geturðu ekki bent mér á einhverja góða bók? —’ Það skal ég géra áður en þú férð upp. En talaði' við mig stundarkorn áður. — Hvað eigúm við að tala um? — Penelope. — Nei, helzt ekki, sagði' Hel- en. — Jú. Ég Verð • að minnsta kósti að biðja þig fýrirgefning- ar, ég kenni sjálfum mér um þetta, skilurðu það? — Mér finnst engin ástæða til þess. — Jú, Helen, mér er það full- ljóst að ég á sökina. Ég hefði mátt vita að ung og falleg stúlka gæti aldrei unað hér á eynni. Henni leiðist og ég get ekki veitt henni það sem hún krefst af lífinu. Rödd hans var daufleg ög þung og Helen vorkenndi hon- um svo að hún fékk kökk í hálsinn. — Það hafa verið aðrir menn, ég hef látið það óátalið, en það hefur ekki verið auðvelt. Ég ætti ekki að vera að íþyngja þér með áhyggjum mínum, en ég er aðeins í mikilli þörf fyrir að létta á mér, tala um þetta við einhvern. Síðan þú komst hing- að, hefi ég haft það á tilfinn- ingunni að ég gæti talað við þig, að þú værir skilningsrík. Já, það hafa fleiri menn komið við sögu. Alan. Og nú er það John Harvard, ég hefi séð hana fara þangað... Helen hafði ekki hugsað sér- að tala um samband sitt og Al- an, en það gæti verið honum léttir. — Ekki Alan, Charles. Þaú hafa kannski eitthvað daðrað . hvort við annað og það hefði getað orðið nánara samband, en svo kom ég þar á milli. Við Al- an elskuðum hvort annáð, við ætluðum að gifta okkur innan skamms .... Rödd hennar kafn- aði. Hann hallaði sér fram og greip hönd hennar og það var eitthvað í augnaráði hans, ein- hver þörf fyrir samúð, gagn- kvæman skilning. Hún dró höndina varlega til sín, eins og hún væri að forðast einhverja hættu. — Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af John Har- Vard heldur, sagði hún. — Hann er örugglega ekki sú mannteg- und, sem leggur sig eítir eigin- koriúm annarra. — Enginn skyldi taka hann of trúanlegan, hann er einmana og útskúfaður. — Útskúfaður? Charles stóð upp, gekk að skrifborðinu og kom aftur til hennar með úrklippu úr dag- blaði. Þar var sagt frá forn- leifafræðingi, sem hafði unnið að uppgrefti við Petra, sem var arabisk höfuðborg fyrir Krists burð. Einhverjir ómetanlegir gullmunir höfðu horfið og forn- leifafræðingur, John Harvard að nafni, hafði verið bendlaður við þjófnað á þéssum munum, eða að minnsta kosti fyrir að hafa ekki varðveitt þessa muni af meiri kostgæfni. Það hafði ekki verið hægt að sanna neitt, munirnir höfðu ekki komið í leitirnar og John Harvard hafði verið rekinn úr félagi fornleifa- .fræðinga,- — Það varð líka til þess að kona hans skildi við hann, sagði Charles. — Ég kenndi í brjósti um hann og veitti honum 'tæki-. færi til að • stunda störf sín hérn'a. Mér fannst hann. fá of hárðan dóm fyrir þessi mistök, ef það voru þá mistök. — Það var fallega gert af þér, sagði Helen hlýlega. — Það var ekki eingöngu í velgerðarskyni, sem ég gerði það. Ég hefi rhikinn * áhuga á uppgref.ti hérna á eynni og John er mjög fær í sínu fagi. — En hann stendur þá í mik- illi þakkarskuld við þig og myndi ábyggilega ekki launa það með því að svíkja þig á nokkurn hátt. ,-Það var langt frá því að hún tryði sjálf orðum sínum, því að það var eitthvað furðulegt við að Penelope skyldi heimsækja hann, þar sem hún lét í ljós andúð á honum, en það gat ver- ið að hún héldi því fram til að dyljast sjálf. En Charles var nú orðinn hressari í bragði. Það var reyndar furðulegt að hún hafði aldrei hugsað út í það að John Harvard hefði verið kvæntúr. Hún fann skyndilega til örþreytu og stóð upp. — Nú hlýtur Sírenuhljóðið að vera hætt, ég ætla að fara að sofa. Góða nótt, Charles. Hann hafði.líka staðið upp og hann tók andlit hennar milli lófa sinna og kyssti hana á enn- ið. — Sofðu rótt, Helen litla. En hve hann var notalegur, hugsaði hún, þegar hún gekk upp stigann og þegar hún var komin í rúmið, fann hún ennþá fyrir vörum hans. Þótt þetta hafi yerið lausleg snerting, fannst henni sem eitthvað byggi undir, eitthvað, sem gerði hana órólega. Hún óskaði að þetta hefði ekki skeð. Néesta morgun var Helen ákveðin í að gleyma þessum litla atburði kvöldið áður. Þessi koss var aðeins vináttuvottur, enda höfðu þau kynnst nokkuð undanfarna daga. Það gat ver- ið að hann væri í þörf fyrir að tala um hjónaband sitt. Helen varð því glöð, þegar Penelope sagði henni að þau hjónin ætl- uðu til St. Malo yfir helgina. — Þú hefur vonandi ekki neitt á móti því að vera ein í nokkra daga? — Auðvitáð ekki! Framhald, á bls. 96. 48.TBL. VIKAN 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.