Vikan - 02.12.1971, Síða 48
GINSBO ÚR
Vönduð gjöf
Nýjar gerSir
Kaupið úrin hjá úrsmið
Fagmaðurinn tryggir gæðin
FRANCH MICHELSEN
úrsmíðameistari
Laugavegi 39 - Sími 13462 - Reykjavík
til íéllu í húsum þeirra, er
mestar höfðu tekjumar, voru
orðnar ærið margar af konum
verkamanna og sjómanna.
Mamma skuldaði eitthvað f
kaupfélaginu og þóttist alls
ekki geta beðið um meira lán.
Hún hafði talað um þetta allt
saman við drengina sína núna
í fyrradag, sagt við þá, að hún
vænti þess af þeim, að þeir
tækju því með stillingu, þó að
hún gæti ekkert gefið þeim á
jólunum og litið breytt til í
mat. Upp úr nýárinu mundu
bátarnir fara að sækja sjó —
og nýtt hraðfrystihús tæki til
starfa, og þá yrði nóg og vel
borguð vinna. Nú var Þorláks-
messa á morgun, og svo hafði
þá Bjarna dottið í hug, að
þeir bræðurnir reyndu að
skreppa út í Höfðadjúpið. í
sumar höfðu þeir stundum selt
þorsk og kola fyrir tugi króna,
og mamma þeirra hafði hælt
þeim fyrir dugnaðinn, en Þor-
kell sagði, að það væri nú ann-
að hásumar en svartasta
skammdegið. Þessi fluga Bjarna
litla væri vitleysa og barna-
skapur, enginn fiskur í Djúpinu
og allra veðra von. En Bjarni
hafði skírskotað til þess, sem
Jakob gamli hafði margsagt
þeim um vetrarveiði í Höfða-
djúpi — og veðrið, — það gat
engu síður haldizt gott að vetr-
inum heldur en að sumrinu.
Hugsa sér að koma inn að
bryggju með nokkur hundruð
pund af stærðar þorski! Og loks
hafði Þorkell fallizt á að reyna
þessa ferð, úr því að útvarpið
og Jakob voru sammála um
veðrið.
Það var tekið að birta, þegar
drengimir töldu sig komna út
í Höfðadjúp. Þeir lögðu upp
árarnar og gripu til færanna.
Þeir höfðu aldrei rennt færum
í Djúpinu heldur aðeins inni á
grynningunni, og Þorkell sagði:
„Það er bezt að ég athugi
dýpið, en þú dokir við. Það á
að vera þrítugt og upp í fertugt
vatn í Djúpinu, en ekki nema
frá sjö og upp í fjórtán faðma
á grynningunni — mest átján,
hérna í hánorður á Bláfellið.
Hann fræddi mig um þetta,
hann Jakob gamli, einu sinni í
haust.“
Hann leysti utan af færis-
hönkinni, tók eina síldina, skar
af henni væna tölu og beitti síð-
an öngulinn, sem hann hafði
fágað vandlega daginn áður.
Því næst fleygði hann út lóðinu
og lét færið renna úr greip
sinni. Hann stóð þarna miðskips
í bátnum, grannur og renglu-
legur drengur, ljós yfirlitum og
bláeygur. Hann var sviphreinn
og góðlegur og svipurinn
greindarlegur. Bjarni litli sat á
hálsþóttunni. Hann var lágur
og hnellinn, dekkri á hár og
hörund og augun grá. Hann
var sviphreinn eins og bróðir
hans, en brúnaþyngri og festu-
legri. Út úr augum Þorkels
skein áköf óþreyja, en í augna-
ráði Bjama var dulkennd glóð.
Allt í einu hætti færið að
renna.
„Fertugt," sagði Þorkell. „Er-
um í sjálfum pyttinum." Hann
tók grunnmál og fór siðan að
keipa.
Bjarni litli fleygði sér út á
borðstokkinn og horfði niður í
sjóinn, eins og hann byggist við
að sjá fiskinn niðri í djúpinu.
I'orkell keipaði og keipaði og
varð ekki var, og brátt kom
vonleysisblær á andlitið. Hann
mælti:
„Vitaskuld fáum við ekki
nokkurt kvikindi."
Bjarni litli rétti sig upp og
lagði út árarnar.
„Við reynum að kippa norð-
ur í hallinn. Hann Kobbi gamli
hefur sagt, að þar væri oft fisk-
ur, þó að maður yrði ekki var
niðri í sjálfu Djúpinu.“ Og
Bjarni spyrnti fótum í þóttu og
reri bakföllum.
Þorkell dró upp, hugaði að
beitunni á önglinum og horfði
út á sjóinn. Loks sagði hann
andstuttur:
„Þetta ætti að vera nóg. Þetta
dýpi er ekki nema pyttskömm."
Bjarni litli lagði upp, og Þor-
kell renndi. Bjarni leysti utan
af færinu sínu. Svo leit hann á
Þorkel og sagði fastmæltur:
Framhald á bls. 57.
HANSA-húsgögn
H A N S A - gluggatjðld
HANSA-kappar
H A N S A - veizlubakkar
Vöndutí íilenzk framleiðsla.
Umboðsmenn um allt land
48 VIKAN 48. TBL