Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 58
TVÆR FLUGUR I EINU HÖGGI
Þetta er svefnsófasettið Venus-Lux. Glæsilegasta svefnsófasettið á markaðinum.
KOMIÐ - SJÁIÐ - SANNFÆRIST
HlDS«3AIDNAHlDSI«) HIF.
Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 41694
minnsta kosti.“
Það var tekið að skyggja,
þegar báturinn litli þokaðist inn
fyrir Höfðann. Drengirnir sátu
sinn á hvorri þóttu og reru. Þeir
voru svitastorknir og þreytu-
legir. Þeir reru sleitulaust, en
árarnar hreyfðust seint og sila-
lega, og báturinn rétt aðeins sé
áfram. Hann var nú þyngri
undir árum en um morguninn,
því að hann var þóttufullur af
fiski bæði að framan og aftan.
Þar gljáði á grá og gul bök og
hvíta kviði, og hér og þar voru
blóðflekkir og lifrað fiskblóð.
Samfestingar drengjanna voru
líka drifnir blóði og ermar og
skálmar stirðnaðar af frosti. Nú
herti goluna, sem lagt hafði út
fjörðinn, og lágrisa vindaldan
hækkaði.
Um hádegisbilið hafði drifið
yfir snjóþoku, áður en dreng-
ina varði. Þorkell vildi þegar
halda af stað til lands, og Bjarni
litli lét hann ráða.
„Það var þessi stefna,“ sagði
Þorkell og sneri bátnum á
stjómborða, og aftur lét Bjarni
litli hann ráða.
Þeir reru um hríð þegjandi.
Svo lagði sá yngri upp árina og
mælti:
„Það er stillilogn og engin
alda. Við getum vel verið að
róa út úr firði.“
Þorkell leit hvasst við honum
og virtist ætla að ávíta hann,
en- hætti við það, hvarflaði aug-
unum og lagði einnig upp. Það
var satt, sem Bjarni litli sagði.
Þó að öldusog hefði verið við
Höfðann, þegar þeir héldu að
heiman, varð ekki séð hin
minnsta hreyfing á lygnum,
blýgráum fletinum. Þeir sátu
um hríð sinn á hvorri þóttu og
hreyfðu ekki legg eða lið. Svo
leit Þorkell á bróður sinn, föl-
ur, dapurlegur og skjálfandi.
„Nú þýðir ekki einu sinni að
leita að okkur,“ sagði hann með
munnherkjum. „Svona ætlar
þetta þá að fara.“
Bjarni litli sneri sér undan.
Herðarnar á honum skulfu. En
skyndilega vék hann sér að
bróður sínum og mælti, augun
vot, en festa og harka í rómn-
um:
„Við leggjum út, róum báðir
á sama borðið, róum í hring til
þess að halda á okkur hita.“
Og Þorkell rétti úr bakinu.
Þetta var heillaráð. Þeir tóku
báðir að róa, fyrst af kappi, síð-
an í hægðum sínum, gættu þess
aðeins að halda á sér hita. Þeir
héldu þessu áfram langa hríð,
en loks gerði Þorkell hlé á
róðrinum óg leit stóreygur og
undirleitur á bróður sinn.
„Eigum við að biðja hann,
Baddi litli?“ sagði hann hljóð-
lega.
„Nei,“ sagði yngri bróðirinn
hvasst og hélt áfram róðrinum.
Og Þorkell fór aftur að róa.
Enn leið góð stund. Svo fundu
þeir, að um þá lék svali, og
brátt tók þokuna að greiða í
sundur. Eftir nokkrar mínútur
var orðið fjallbjart. Bjarni litli
kinkaði kolli.
.„Ég vissi það,“ sagði hann,
„að hann mundi ekki gefa okk-
ur allan þennan fisk og lofa
okkur svo ekki að komast heim.
En sérðu! Við höfum áðan
stefnt út úr firði, — sko, við
erum utan við Höfðadjúpið.“
„Jæja, það þýðir nú ekki að
ræða um það,“ sagði Þorkell.
„Nú er að taka stefnuna laust
við Höfða og reyna að komast
heim í björtu. Hugsaðu þér
fólkið, þegar báturinn rennur
að bryggjunni!“
Bjarni litli svaraði ekki. En
hann brosti lítið eitt, og augun
tindruðu.
Hann hafði svo lengi vel róið
rösklega, en nú um hríð höfðu
áratogin verið stutt og máttlítil,
og þegar goluna og bárugjálfr-
ið jók, hætti bátnum að miða
áfram. Og þá er Þorkell herti
róðurinn, þrátt fyrir lamandi
þreytu í handleggjum og fótum,
snerist báturinn á stjórnborða.
Þorkell lagði upp og mælti:
„Við komumst aldrei inn í
vog, hvað þá inn að bryggju. Nú
er ekki annað ráð fyrir hendi en
lenda hérna upp í Höfðann og
svo fari annar okkar inn eftir
og sæki mannhjálp, en hinn nái
sér í stein í fjörunni, leggi bátn-
um og bíði.“ Hann sé saman í
herðunum, og titringur fór um
andlitið: „Það átti... átti þá
ekki að lánast okkur að kom-
ast inn að bryggju í björtu með
58 VIKAN 48. TBL