Vikan


Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 67

Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 67
Auðvitað alltaf — Hvaðan hefur hann fengið þennan frakka? Drengurinn sneri sér frá og horfði niður fyrir sig. — Þetta er einn af gömlu jökkunum mínum, sagði bar- þjónnjnn. Hann á reyndar sjálf- ur jakka, en honum þykir bara vænt um þennan. Drengurinn horfði allt í einu vongóður upp til barþjónsins. — Já, það er nú þannig með þessa peyja, John, þeir vilja alltaf líta út eins og umrenn- ingar. — Satt er orðið, sagði hinn. Hann fór úr hvíta jakkanum, smeygði sér í yfirhöfnina sína og tók drenginn sér við hönd. — Góða nótt, sagði hann, og kvöldþjónninn svaraði og horfði á hann fara út á götuna með drenginn. Þeir gengu saman í rökkrinu í þrjá stundarfjórðunga, þar til þeir fóru inn í sætindabúð og settust þar við barborðið. — Súkkulaði eða vanillu? — fssóda með vanillu og ann- an með súkkulaði, sagði bar- þjónninn við gotterískarlinn, og þegar drykkirnir voru komnir á barborðið, byrjaði barþjónn- inn á vanillusódanum. Dreng- Agfa Iso-Pak- myndavélin er tilvalin fyrir byrjendur. Verö aöeins kr. 1056.00 Agfa Iso-Pak C, er fyrir kasettu-filmu og flashkubb, sem snýzt sjálfur viö hverja myndatöku. Verö aðeins kr. 1644.00 Agfalso-Pak Ci, er fyrir kasettu-filmu og flashkubb, en þar að auki sýnir hún rautt Ijós ef næg birtuskilyrði eru ekki fyrir hendi. Verð aöeins kr. 2242.00 Agfa-Gevaert urinn drakk hinn, og siðan gengu þeir aftur út í snjóinn. — Reyndu að muna í hvaða átt þú átt heima. Geturðu það? — Ég veit ekki hvaða átt. Barþjónninn stóð kyrr í snjónum og reyndi að gera það upp við sig, hvað gera skyldi, en það var erfitt að finna lausn, enda fann hann hana ekki. — Já, sagði hann að lokum. Heldurðu að þú gætir sofið heima hjá mér og krökkunum mínum? Ég á tvo snáða og eina litla stúlku. Við finum einhvern stað handa þér að sofa á og á morgun kemur hann pabbi þinn og sækir þig. — Gerir hann það? — Það er alveg öruggt. Þeir gengu áfram í snjónum, og þá heyrði barþjónninn að drengurinn byrjaði að gráta hijóðlega. Hann reyndi ekki að hugga drenginn vegna þess að hann vissi að það þýddi ekkert að hugga hann. Drengurinn féll heldur ekki saman, hann grét bara hljóðlega og gekk áfram með vini sínum. Hann hafði heyrt talað um ókunna og hann hafði heyrt talað um fjendur og honum hafði skilizt að það væri það sama, en þarna var maður, sem hann hafði aldrei r.éð áður, og hann var hvorki ókunnur eða fjandmaður. Og samt var hann svo hræðilega einmana að vera svona án síns slæma pabba. Þeir byrjuðu að feta sig upp nokkur þrep, sem voru þakin snjó og vinur drengsins sagði: — Hér eigum við heima. Við skulum fá okkur svolítið af heitum mat og síðan getur þú sofið til morguns. Þá kemur hann pabbi þinn að sækja þig. — Hvenær kemur hann? sagði drengurinn. — Á morgun, sagði vinur hans. Þegar þeir komu inn í upp- ].ýst húsið, sá barþjónninn að drengurinn var hættur að gráta. Kannski hættur að gráta fyrir fullt og allt. SKYGGNA KONAN I MELARBÚÐ Framhald. af bls. 27. ég öllum búskap. Hafði ekki neinar skepnur eftir það, en vann sisvona tíma og tíma hjá öðrum, einkum við rakstur og heyskap á sumrin. En er nú hætt því líka. Hvernig var líðan fólks og afkoma þar vestra, þegar þú varst að alast upp? — Það var mesta furða hvað fólk komst af, en ekki þýddi að bjóða neinum nú þau lífskjör, sem bóttu gæmileg þá. Svona er það nú samt — ég held að fólkið, sem' ólst upp við þessi kröppu kjör, hafi orðið öllu seiglumeira en sú kynslóð, sem nú er á miðjum aldri eða yngri, hvernig sem það má vera. — Náði fólk háum aldri þá? — Já, já. Ég man eftir mörgu fólki, háöldruðu, þegar ég var að alast upp. Einkum konum. Það var eins og karlmenn ent- ust verr. Og væri banahættara. Sumir fóru í sjóinn, og svo var það lungnabólgan; það fóru margir úr henni á bezta aldri. Og þó að konurnar yrðu að taka til hendinni, þá held ég að karlmennirnir hafi yfirleitt orð- ið að þola meiri þrældóm, og sér í lagi vosbúð. — Hvernig var húsakostur- inn? — Hann var ósköp lélegur. Ég man eftir því, að lambsjórar 48. TBL. VIKAN 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.