Vikan


Vikan - 02.12.1971, Síða 69

Vikan - 02.12.1971, Síða 69
t voru negldir yfir rúmin til að verja þau leka, þegar rigndi. Þó áttu að heita timburgólf í flestum baðstofum, að ein- hverju leyti að minnsta kosti. — En mataræðið ... — Fólk svalt yfirleitt ekki. Ó-nei. En þá var líka allt mat- arkyns nýtt. Og enginn legði sér nú til munns sumt það, sem fólk saddi á svengd sína þá — og varð gott af. kannski var það HÁFURINN, SEM BJARGAÐI. Faðir minn herti mikið af þorskhausum. Ég man að oft voru stórir hlaðar af þeim á skemmuloftinu. Og þá var háf- urinn hirtur og ég veit það, að það var hann, sem hélt lífinu í okkur. Hann var verkaður á sérstakan hátt og allt öðruvísi en annar fiskur. Fyrst og fremst var hann alltaf blóðgaður í sjó, um leið og hann var dreginn og þess vandlega gætt að allt blóð rynni úr honum. Því var trúað þá, að blóð hans væri eitrað. Þegar kom í land, var hann flattur og kasaður. Loks var hann þveginn og hertur. Þann- ig verkaður varð háfurinn betri en nokkur annar harðfiskur, mýkri og ljúffengari. Þá veidd- ust alltaf þessi ósköp af háf og þetta var aðalmatarforðinn til vetrarins hjá mörgum. Hákarl veiddist líka nokkuð og var góður matur, þegar hann var vel verkaður, en hann var ekki eins algeng fæða. Og svo var það skatan; það veiddist allt- af talsvert af henni og hún var etin, bæði hert og kæst. Á vor- in var svo alltaf talsvert af nýi- um fiski. — En mjölmatur? — Það var ekki mikið um hann, og hann var sparaður. En kálmeti var talsvert, fólk rækt- aði gulrófur og hirti hvert kál- blað til matar. Líka njólablök- ur, þær voru mikið etnar og taldar hollar og næringarmikl- ar. Þá var slátursoði aldrei hellt; það var sýrt með káli og njólablöðum og notað til drykkjar við þorsta — þá þekktist ekki kaffi að heitið gæti — og eins var það haft í súpu og grauta til að spara útá- kastið. Þegar ég var krakki, heyrði ég frá því sagt að lækn- ir nokkur, Gísli að nafni, væri einhverntíma á ferð um Snæ- fellsnes. Var það sagt, að hann hefði kallað njólablökurnar ,-blessaðar himnablökur11, svo dýrmæt næringarefni hefðu þær að geyma og þau orð hafa haft sín áhrif. Það heyrði ég h'ka sagt, að hann hefði komið þar að, sem verið var að slátra hrossi og furðað sig á því að hellt var vökvanum, sem sett- ist ofan á blóðið, þegar það var tátið standa fyrir — því að í vökva þessum væri einmitt allt sykurefni blóðsins, átti hann að hafa sagt. Eftir það var þessari gömlu venju hætt. — Var hrossakjöt þá almenn fæða þar vestra? — Já, og hefur áreiðanlega oft bjargað mörgum frá hungri og skorti. Yfirleitt var fólk þá komið upp á lag með að verka það á sama hátt og nú; það var saltað ofan í tunnur og salt- pétri stráð í það, síðan var grjót borið á tunnuhlemminn til að fergja það. Faðir minn lét kind- ur í skiptum fyrir ung hross, því að honum fannst hrossa- kjötið drýgra búsílag. Og allt var hirt, hrossablóðið notað í slátur, sem var bezti matur og soðið af því geymt og sýrt eins og annað slátursoð. Að vísu eimdi þá eitthvað enn eftir af þeirri andúð, sem höfð var á fólki sem borðaði hrossakjöt áð- ur fyrr, þegar lítill þrifnaður var hafður við nýtingu þess, en hún var að mestu úr sögunni. • — Eina spaugilega sögu get ég sagt þér af mér í sambandi við þetta, frá því ég var krakki. Mér er það atvik minnisstætt, þó að ekki sé það merkilegt. Þegar okkur þyrsti krakkana, drukkum við súra kálblöndu, en okkur var sagt, að við ætt- um ekki að drekka vatn, það þvægi innan úr okkur matinn. Nú er það eitt kvöld að haust- iagi, að við höfðum verið að borða harða þorskhausa, og ég verð ákaflega þyrst. Ég fer því fram í búr til að fá mér að IGNIS þvottavélar þvo torþvott, Bio (leggja í bleyti). Þvo aðalþvott, margskola og þeytivinda. Sér ullar- og nylon-kerfi. IGNIS þvottavélin er samt sem áður ein ódýrasta þvotta- vélin á markaðnum í dag .... Þjónusta hjá eigin verkstæði. Varahlutir fyrirliggjandi. — Þvottadagur án þreytu — dagur þvotta — dagur þæginda. O RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660 drekka. Þar stóð venjulega pott- ur einn, sem var hafður undir drukk, og í honum tréausa, en pottur þessi gekk undir nafn- inu „klampi“. Auðvitað var niðamyrkt í búrinu, en ég þreif- aði mig áfram að pottinum, sekk í ausunni og ber hana báð- um höndum að munni mér, því að hún var nokkuð þung fyrir mig þá. Svo þyrst var ég, að ég drakk úr henni í teyg, og það var ekki fyrr en ég renndi nið- ur síðasta sopanum, að ég fann að annað bragð var að drukkn- um en venjulega. Þegar inn kom, spyr ég mömmu, af hverju það sé svona slæmt bragð af drukknum í honum „klampa“. Þú hefur þó ekki farið að drekka úr honUm? segir mamma. Drakkstu hrossablóðið? Og það er ekki sökum að spyrja, ég fer að hágráta og hélt að ég mundi líklega deyja. Ég man þetta eins Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. 48. TBL. VIKAN 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.