Vikan


Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 81

Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 81
í uppvexti þínum og síðar, að annarlegur kraftur þætti fylgja orðum vissra manna og kvenna vestur þar, og þá helzt ef þau væru mælt í reiði? — Svo var sagt, og því al- mennt trúað, að það yrðu áhrínsorð, sem þær manneskjur mæltu í reiði. Jú, og fólk kunni frá ýmsu að segja, sem virtist sanna það. En nú held ég að slíkt þekkist ekki lengur, góðu heilli. Það er horfið, eins og svo margt annað sem ýmist er farið eða á förum. — Góðu heilli? — Já, ég segi það, því að svo mikill vandi er með allt slíkt að fara, að fáir hafa þroska til þess. Gamli tíminn er undir lok liðinn, og þó að eftirsjá kunni að vera að einhverju því, sem hann hlýtur óhjákvæmilega að taka með sér, þá er það svo hverfandi, samanborið við all- ar þær breytingar, sem orðið hafa til bóta, að ekki tjóar að horfa í það. Ég nefni það ekki í sama orðinu, kjör almennings þá og nú. Þau eru svo gerólík á allan hátt, að samanburður kemur þar ekki til greina. — Þú minntist á það í upp- hafi þessa samtals okkar, að þú teljir þig geta verið ánægða', þegar þú lítur yfir öxl yfir þann langa veg, sem þú hefur farið? — Það er hver ferð sem henni lýkur. Ég hef átt góð börn. Tryggvi heitinn, tengdasonur minn, var mannkostamaður og ég á góðar tengdadætur og barnabörn. Víst er ég ánægð. — Hvað segirðu um þau áhrif sem þessi dulargáfa þín, skyggn- in, hefur haft á líf þitt yfirleitt? — Einungis það, að hún hef- ur engu breytt. Það hefur kom- ið fram, sem koma átti. En hinu get ég ekki neitað, að fyrir hana hef ég oft verið betur undir það búin að mæta ýmsu mótdrægu; mér hefur gefizt tími og tóm til að átta mig á hlutunum og sætta mig við þá, áður en þeir voru orðnir að miskunnarlaus- um veruleika. Og það, sem ég hef séð umfram það, sem allir sjá, hefur aldrei vakið með mér ótta. Síður en svo. Og í raun- inni hefur mér aldrei fundizt það annað en eðlilegt, rétt eins og það, sem ég sá og heyrði í veruleikanum... lír í GÆR OG f DAG ... Framhald, af bls. 13. sem hugsa um það sem hendi er næst. Margt bendir til að í heiðnum sið hafi þeir haft meira traust á álfum og öndum forfeðra, sem bjuggu nærlend- is við þá í hólum og fjöllum og voru þeim innanhandar við daglegt bústang, en hátignar- legum æðri guðum sem Æsir voru. Hefur niðurstaðan ekki orðið sú sama varðandi kristn- ina, eftir að hún kom í stað Asatrúar? —■ Ég tel, að íslendingar hafi einmitt ekki verið sérstaklega jarðbundnir, því síður áberandi realistar. Akuryrkjubændur eru bundnari við moldina sína en hirðingjar og fiskimenn. ís- lendingar hafa verið á sífelldu rölti og rjátli um land sitt, átt- hagafesta og óðalstryggð hef- ur verið minni hér en í nálæg- um löndum. Og landinn hef- ur dundað við svo marga iðju, sem raunsæir bændur annars staðar hafa varla sinnt, kveð- skap og lestur. Um heiðinn sið á íslandi vitum við satt að segja næsta fátt. En rétt tel ég það, að trúarviðhorf manna Hmrciswn7?-?i hafi mest mótazt af tilliti til sfit 30280-32212 nærtsékra vætta og er það ekki annað en kunnugt er um átrún- aði á líku stigi. Þegar kristnin kemur í landið gerist hið sama hér og annars staðar: Menn fá vitneskju um þann Guð, sem er í senn hærri en allir þeir guð- ir, sem þeir höfðu áður haft hugboð um, og jafnframt nær en allar vættir. Drottinn al- heims er bróðir mannsins, þátt- takandi í kjörum hans, smáum og stórum. Hvað þessi trú hef- ur verið mönnum í reynd í lífs- stríði alda, læt ég ósagt. „Til þess veit eilífðin alein rök“. — Tertúllían kirkjufaðir sagði viss trúaratriði kristninn- ar trúleg og sönn af því að þau væru heimskuleg og óhugsandi. Bendir það á að fráleitt sé að reyna að skilja eða skilgreina Guð á nokkurn hátt, ætla hon- um ákveðna eiginleika, eins og felst í orðunum: Guð er kær- leikur? Á maðurinn nokkurs annars kost en að meðtaka Guð, góðan, illan eða órahátt yfir þau og yfirleitt öll hug- tök hafinn? — Hin frægu orð „credo quia absurdum“, ég trúi þessu af því það er fjarstætt, eru þannig meint, að það geti ekki verið mælikvarði á það, hvað satt er um guðdóminn sjálfan, hvort það gengur upp eins og einfalt reikningsdæmi eða ekki. Ef Guð er til, Guð allrar til- veru, þá liggur það í hlutarins eðli, að hann rúmar meiri leyndardóma en svo, að manns- heilinn geti komið því öllu í litlu hólfin sín. Tertúllíanus vildi benda á það, að ef þú leggur út í að tala um Guð á annað borð, máttu gera þér ORÐSENDING Um þessar mutidir er njtt píputóbak boðið til sölu á islen"kum markaði í jjrsta sinn. Tóbak petta er ólíkt peim gerðum tóbaks, sem nú fást hérlendis. Tóbaks- blandan er að mestu úr Burlej og Maryland tegundum að viðbattum vindpurrkuðum Virginiu og Oriental laufum. Þessi njja blanda er sérlega mild í reykingu, en urn leið ilmandi og bragðmikil. Tóbakið er skorið i cavendish skurði, löngum skurði, sem logar vel án pess að hitna of mikið. Þess vegna höfum við gefið pví nafnið EDGEWORTH CAVENDISH. Reyktóbakið er selt í polyethylene umbúðum, sem eru með sérstöku ytrabyrði til pess að tryggja það, að bragð og rakastig tóbaksins sé nákvamlega rétt. Við álitum Edgeworth Cavendish einstakt reyktóbak, en við vildum gjarnan að pér sannfarðust einnig um pað af eigin reynslu. Fáið yður EDGEWORTH CAVENDISH í nastu búð, eða sendið okkur nafnyðar og heimilisfang svo að við getum sent yður sjnisborn. Síðan patti okkur vant unt að fá frá yður línu uni álit yðar á gaðum EDGEWORTH CAVENDISH. Heimilisfangið er: EDGEWORTH CAVENDISH Pósthólf: 5133, Rcykjavík. HOUSE OF EDGEWORTH RICHMOND. VIRGINIA. U.S.A. Stærstu reyktóbaksútflytjendur Bandarikjanna. Athugið Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. LITAVER 48.TBL. VIKAN 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.