Vikan - 02.12.1971, Page 86
Þessi glæsilegu hornsófasett fást hjá Trétækni.
Fáanleg í teak, palisander og eik. - Sófarnir fást í öllum lengdum.
Úrval áklæða, mjög ódýr og vönduð.
TRÉTÆKNI
Súðarvogi 28, 3. hæð - sími 85770.
fullnægju. Ég set ekki allt á
sama bás af því, sem nefnt er
í spurningunni. En hitt er stað-
reynd, að það er varla til svo
afskræmisleg trúarbábylja, að
menn í afkristnuðu umhverfi
geti ekki gripið til hennar eins
og þyrstur maður þrífur vatns-
glas. Og fjöldi manna eltist við
eitt af öðru og nemur hvergi
staðar, hefur trúmál að föndri.
Eitt tel ég öruggt: Hvorki við
né heimurinn yfirleitt verður
nokkurn tíma án trúar af ein-
hverju tagi. Nútíminn hefur
þegar sýnt það, að afneitun
kristinnar trúar leiðir ekki til
þess, að maðurinn verði tabula
rasa, autt blað, í trúarefnum.
Þess vegna tel ég, að hver hugs-
andi maður ætti að hugsa út í
þá spurningu, sem Jesús beindi
einu sinni til lærisveina sinna,
þegar fjöldinn hafði snúið við
honum baki: Ætlið þér einnig
að fara burt? Þeir svöruðu: Til
hvers ættum vér að fara? Þú
hefur orð eilifs lífs. Ævarandi
svar. Því er og verður kirkj-
an tiL dþ.
FYRSTA BAKARIIÐ OG
SÖGULEGASTI...
Framhald af bls. 31.
lóð, og allar lóðirnar í Ingólfs-
brekku, til þess að reisa þar op-
inberar byggingar. Varð það svo
úr að félögin höfðu makaskipti
við ríkisstjórnina á þessari eign
og Hressingarskálanum.
Árið 1933 fékk Kron svo leyfi
til þess að reisa múrhúðað timb-
urhús norðan undir geymslu-
húsinu við Skólastræti, og hef-
ur haft verzlun þar til skamms
tíma...“
SÖGULEGASTI ÚTBURÐUR
í REYKJAVÍK
Þá víkur sögunni að öðru húsi
í hinni frægu Bernhöftstorfu,
landfógetahúsinu eða land-
læknisbústaðnum, sem stend-
ur við Amtmannsstíg, en þar
átti sér stað einn sögulegasti
útburður, sem gerður hefur ver-
ið í Reykjavík:
„Stefán Gunnlaugsson bæjar-
fógeti var fæddur 9. október
1802, sonur séra Gunnlaugs
Þórðarsonar á Hallormsstað af
fyrra hjónabandi hans. Stefán
gekk í Bessastaðaskóla og varð
stúdent 1825 með góðum vitn-
isburði. Þá um sumarið sigldi
hann til háskólans í Kaup-
mannahöfn og tók embættispróf
í danskri lögfræði. Var síðan
um hríð aðstoðarmaður í skrif-
stofu Moltkes stiftamtsmanns í
Álaborg, en var veitt Borgar-
fjarðarhérað vorið 1828 og
Soundmaster 75 »!
hefur verið kjörið af viðurkenndum fagtímaritum um víða veröld bezta
Hi-Fi stereo kerfið ef tillit er tekið til fjölhæfni og verðs
6 bylgjur, þar á meðal bíla- og bátabylgja
Al transistora
Betra en Din 45.500
2x25 sinus W
2x37,5 múslk W
Tvöfalt prógram
Innanhússtalkerfi
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BergstaSastræti 10A Sími 16995.
HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ EFTIR UPPLÝSINGUM
86 VIKAN 48. TBL