Vikan - 02.12.1971, Page 88
SKRIFVÉLIN
Bergstaðastræti 3
sími 19651
Framleiðendur Canon reiknivélanna fullyrða: Með tilkomu nýju
Canola L gerðanna verður ekki lengra komizt í smíði „elektron-
iskra" reiknivéla.
Aður en keypt er gerið samanburð á vélum og verði.
Verð: Frá kr. 25.450,00.
Bólu
morðinginn
Solution 41, nýja efnið frá Innoxa,
hefur oft verið nefnt „Bólumorðinginn'
þó meira í gríni en alvöru.
öllu gríni fylgir þó nokkur alvara.
Solution 41, frá Innoxa, er gert
sérstaklega fyrir táninga.
Solution 41 er litlaust
sótthreinsandi efni, sem vinnur
gegn algengu vandamáli
unglingsáranna — óeðlilegu
fitumagni í húðinni.
Solution 41 er framleitt
fyrir táninga, sem vilja stemma
stigu við hinu víðkunna
húðvandamáli.
INNOXA
Leitið upplýsinga um Solution 41. Reynið Solution 41.
til sönnunar. Hann hóf hér bar-
áttu gegn umferðarslysum, með
því að banna gapareið á götum
bæjarins, en áður þótti það
mannalegt að þeysa sem mest
milli húsa. Hann fyrirskipaði
að fara varlega með eld, svo að
ekki yrðu eldsvoðar í bænum.
Hann var hvatamaður að stofn-
un bæjarstjórnar í Reykjavík.
Hann var því mjög fylgjandi að
latínuskólinn væri fluttur frá
Béssastöðum til Reykjavíkur,
því að hann taldi að við það
mundi koma meiri menningar-
bragur á höfuðstaðinn. Hann
barðist ósleitilega gegn
drykkjuskap og allskonar ó-
reglu. En lengst mun það þó
halda nafni hans á lofti, að hann
íslenzkaði Reykjavík.
Konu sína Ragnhildi missti
Stefán 1841 og var hún þá að-
eins fertug að aldri. Þau áttu
tvo syni, sem báðir hafa orðið
kunnir menn, Ólaf sem lengi
var ritstjóri í París, og Bertel
Högna málfræðing, sem fór um
allan heim, undi sér hvergi og
andaðist seinast í Tacoma í
Bandaríkjunum 1918. „Stefán
faðir þeirra sendi þá peninga-
lausa út í veröldina og urðu þeir
að hafa ofan af fyrir sér sjálfir,"
segir Gröndal.
Mikið áfall hefur það verið
fyrir Stefán er hann missti sína
ágætu konu, og mun hann al-
drei hafa náð sér eftir það.
Hann fékk sér nú ráðskonu,
Jórunni Guðmundsdóttur 'frá
Króki í Ölfusi, sem áður hafði
verið „skólaþjónusta, ómenntuð
og skass“, segir Gröndal. Hún
var systir Guðríðar konu Gríms
þess er fyrstur byggði á Gríms-
staðaholti, og munu þær systur
hafa verið föðursystur Sæfinns
með sextán skó. Stefáni varð
það á að gera Jórunni þungaða
og þóttist þá skyldur til að
kvænast henni. Voru þau gefin
saman í hjónaband seint á ár-
inu 1844. En mjög skipti þá um
gengi og giftu Stefáns, og heim-
ilislífið mun hafa orðið honum
kvöl. Þessi ráðabreytni mun og
mjög hafa orðið til þess að rýra
álit hans í augum annarra, og
gætti þess, að menn voru hon-
um illviljaðri eftir en áður.
Þegar Stefán kvæntist Jór-
unni var börnum hans af fyrra
hjónabandi úthlutað íbúðarhús-
inu í móðurarf. Húsið var talið
nr. 10 í Ingólfsbrekku, en í dag-
legu tali var það aldrei nefnt
annað en Landfógetahúsið.
Stefán bjó áfram í húsinu og
eignuðust þau Jórunn tvö börn.
Mér sýnist hafa sannast á
Stefáni hið fornkveðna að
„betri eru góð yfirvöld en góð
lög“, því að sum fyrirmæli hans
munu trauðla hafa átt við lög
að styðjast. En það var þó ekki
fyrir embættisafglöp heldur
fyrir of mikla þjóðrækni að
hann var látinn sækja um lausn
frá bæjarfógeta- og landfógeta-
störfum 1848. Samt gegndi hann
landfógetastörfum til 1. ágúst
1849, en var þá fengin Borgar-
fjarðarsýsla. Um þessar mund-
ir mun hann hafa skilið við
konu sína, og svo fór hann al-
farinn til Kaupmannahafnar
1852 og dvaldist „þar í einlífi og
var mjög undarlegur" til dauða-
dags 13. apríl 1883.
—o—
Jórunn sat kyrr í Landfógeta-
húsinu með börn sín og leið svo
fram í nóvembermánuð 1858.
Þá var húsið boðið upp eftir
kröfu skiptaráðanda. Hæstbjóð-
andi var Martin Smith kaup-
maður og konsúll. Hann hreppti
SVEFNBEKKJAÚRVAL
1x2
er léttur, ódýr svefnsófi.. —
11.970,00 kr. gegn staðgr.
„Pop'l-bekkurinn fyrir ungl-
inga. Aðeins 5.850,00 kr.
gegn staðgreiðslu.
Svefnbekkur, hannaður af
Þorkeli GuSmundssyni, hús-
gagnaarkitekt. VerS 6.255,00
kr. gegn staSgreiSslu.
Afborgunarskilmálar.
Tilvalin jólagjöf.
SVEFNBEKKJA
HöfSatúni 2 (Sögin).
88 VIKAN 48.TBL