Vikan


Vikan - 02.12.1971, Page 94

Vikan - 02.12.1971, Page 94
Vöruúrvalið er í verzluninni BRISTOL BANKASTRÆTI 6 Herrasnyrtivara í miklu úrvali, gjafa- kassar Reykjarpípur, landsins mesta úrval Pípustatif, fjölmargar tegundir Vasapelar, fjórar gerðir Ferðabarir í úrvali Oskubakkar, allar tegundir Þjóðlífsplattarnir — góð gjöf Vindlakassar, allar tegundir Keramik innlend og erlend Skrautmunir ýmiss konar Ronson kveikjarar flestar gerðir Seðlaveski með ókeypis nafngyllingu Lyklaveski — ótal tegundir Allt fyrir pípumanninn Lítið í qluggann — Lítið við hjá okkur. Gleðileg jól B RISTOL Bankastræti 6 HINZTA SIGLINGIN Framhald aj bls. 25. öllu sem bezt ofan þilfars. Skip- ið var statt austarlega á Sel- vogsgrunni. Um tvöleytið um nóttina skall ofviðrið á. Fyrst nokkrir snarpir vindsveipir en siðan ofsarok af vestri. Segl voru nú tekin niður eftir því sem hægt var og skipinu lagt til drifs. Veðrið versnaði, og brátt varð stórsjór. Skipinu sló undan og rár slóust til og tó- verk slitnaði. Reiðinn á fram- mastrinu, sem hafði verið sett- ur upp í Hafnarfirði, slaknaði i átökunum, og nú rifnuðu seglin hvert af öðru. Rárnar á fremsta mastrinu slógust, svo að horfur voru á að mastrið myndi brotna þá og þegar. Skipið var nú al- gjörlega stjórnlaust í fárviðr- inu. Stórreiðinn bilaði einnig og um tíma var ekki annað hugs- anlegt en að miðmastrið myndi brotna. Um klukkan fimm, þrem tímum eftir að ofviðrið skall á, haegði nokkuð. Skip- verjar gengu með atorku að því að koma seglum í lag, þeim sem ekki höfðu rifnað og horfið út í veðurofsann og Guðjón var sendur ofan í lest til þess að aðgæta hvort leki hefði komið að skipinu. Hann sá þegar að svo var. Vindmyllan sem átti að drífa lensidæluna hafði brotnað í veðrinu, svo illa að ekki var viðlit að gera við hana. Aðrar dælur voru í ólagi, en samt var reynt að dæla skipið. Skipið var talsvert brotið, vant- ar slakaðir og rifin segl. Þrátt fyrir allt þetta tókst þeim að snúa skipinu undan og sigldu í átt til Vestmannaeyja. Veður var ennþá hið versta og mikill sjór. Davíð skipstjóri ákvað nú að leita hafnar í Vestmannaeyj- um. Um kl. 10 árdegis á miðviku- dag sáu þeir á Eos Vestmanna- eyjar. Öllum seglum var nú tjaldað -og menn vonuðu að þeim entist lensið til Eyja, Sí?- degis hægði enn og um kl. 17.00 var komið logn. Lognið stóð ekki lengi. Brátt tók að hvessa af suðaustri. Þar með var bor- in von að ná til Vestmannaeyja með þeim seglabúnaði sem eftir var. Eos var nú slegið undan og lensað vestur með. Þeir sáu nokkur skip, sennilega togara og reyndu að vekja eftirtekt þeirra með blysum. Sjólag var slæmt og eftir því sem á leið herti austan veðrið. Um kl. 20.00 var komið suðaustan rok og barkskipið Eos óð á söxum und- an veðrinu með brotnar rár og rifin segl. En nú herti veðrið að mun og varð fárviðri. Þau segl sem uppi voru rifnuðu og hurfu út í veður og vind. Hafið reis og ofsalegar öldur skullu aftan á skipinu og köstuðu því sitt. á hvað. En það var eins og höfuðskepnunum fyndist ekki ennþá nóg að gert. Þessu fár- viðri sem Eos var nú statt í fylgdi þrumuveður og eldingar lýstu gegnum sortann. Þeir heyrðu þrumurnar gegn um ó- veðursgnýinn. Skipstjóri og stýrimaður ásamt háseta stóðu við stýrið. Allt í einu laust nið- ur eldingu í skipið. Þremenn- ingarnir urðu allir fyrir raflosti. Aðrir skipverjar sem sáu hverju fram fór álitu í fyrstu, að eld- ingin hefði orðið þeim að bana. Svo fór þó ekki. Raflostið var ekki meira en svo að þeir voru óslasaðir, en nokkuð dasaðir eftir. Eos sigidi nú á reiðanum undan fárviðrinu. Þegar kom fram undir miðnætti dró mesta ofsann úr veðrinu og um kl. 2.00 aðfaranótt fimmtudags datt allt í dúnalogn örlitla stund. En lognið varði aðeins nokkrar mínútur. Síðan fór að kalda af suðvestri. Skipsmenn áttu nú fárra kosta völ. Með messan- segli og stýri gátu þeir samt haldið skipinu upp að vindi, svo það flatrak ekki. Vindinn herti bráðlega og um klukku- stund eftir veðraskiptin var kominn strekkingur að suðsuð- vestri og nú tók Eos að reka til lands. Héldist þessi vindátt var sýnilegt að skipið myndi ienda upp í brimgarðinn við Eyrar- bakka að nokkrum tíma liðn- um. Þeir kveiktu bá á þilfarinu og vættu kyndla í olíu og tjöru og veifuðu. Vissulega voru skip á Selvogsbankanum og í Eyrar- bakkabugt. Nú reið á að eitt- hvert þeirra sinnti neyðarkall- inu. Skipsmenn á Eos höfðu nú barizt við fárviðrið nokkuð á annan sólarhring. Þeir voru orðnir þreyttir og hraktir og öllum var ljóst, að þeir voru í mikilli hættu. Þótt skipsmenn væru flestir ungir, liðlega tví- tugir, voru þeir allir vanir sjó- menn og þeir vissu hvers mætti vænta af brimgarðinum. Allt í einu sáu þeir hvar skip kom siglandi. Þeir sáu að hér fór brezkur togari, sem stanzaði stutt frá. Þá var klukkan 6.00 að morgni. Þótt ekki væri mjög hvasst var stjórsjór. Togarinn Mary A. Johnson frá Scarbourogh hafði verið á veiðum við ísland í nokkra daga. Afli var samt lítill í skip- inu, þar sem veður var risjótt og óhægt um veiðar. Nielsen Jilmkeiiin INI Jens Guðjónsson gullsmiður Laugavegi 60 og Suðurveri Póstsendum Sími 12392 94 VIKAN 48. TBL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.